Freyr - 01.11.1931, Síða 9
FREYE
109
250 tnr. jarðepli. í athugasemdum vorum
áætlun vér 150 tnr. pr. ha.
Reykjavík er efst á blaði, sem skylt er.
Hana vantar 13853 tunnur af jarðeplum.
Þurfa Reykjavíkurbúar að kaupa þetta
eða geta þeir ræktað það sjálfir? Til þess
að rækta öll þessi jarðepli þarf 92 ha.
Bærinn á mikið af ágætislandi, sem vei
er fallið til garðyrkju og smágarða. En
á þessu hefir hann legið sem ormur á
gulli og eigi veitt einstaklingum greiðan
aðgang að því.
Besta land bæjarins er í Fossvogi. Þai
myndi mega rækta 60—80 ha., sem væru
ágætlega fallnir til smágarða. Innan við
Elliðaár á bærinn einnig gott land til
jarðeplaræktunar, og niður í landareign
bæjarins má hið sama segja. Ef nú bær-
inn léti undirbúa meira eða minna af
þessu ágætis landi sínu til smágarða,
myndu ótal hendur verða til að taka smá-
reiti til ræktunar.
Vjer efumst eigi um, að ef til þessa
væri stofnað með fyrirhyggju og dugnaði,
þá myndu Reykjavíkurbúar innan tveggja
ára eigi þurfa að kaupa mikið að af garð-
ávöxtum.
Þá er Hafnarfjörður. Hann ræktar 220
tnr., en þarf 1960 tnr. Bærinn á lítið land
til ræktunar, en úr Garðalandi myndi
hann geta fengið hentugt garðsstæði til
smágarða, 20—30 ha. Það er tvö- til þre-
falt meira en þarf til að fullnægja jarð-
eplaþörf bæjarins.
Gullbringu- og Kjósarsýsla ræktar 1123
tnr. meira en hún þarfnast eftir meðal-
talinu. Þar er auðvelt að rækta hálfu
meira en nú gerist og þörf er á.
Borgarf jarðarsýsla er einnig með 2513
tnr. yfir þarfir. Skiftir þar mestu um
Akranes, sem eitt ræktar 2389 tnr. og
gæti auðveldlega ræktað mikið meira.
Mýrasýsla er rúmlega sjálfbjarga, en
auðvelt er þar að auka jarðeplaræktina
eftir þörfum.
í Snæfellsnessýslu vantar 975 tnr. til að
fullnægja meðalþörf. Víða eru þar ágæt
skilyrði til jarðeplaræktar, svo auðvelt
ætti hér að vera að bæta úr skák.
1 Dalasýslu vantar aðeins 273 tnr.
Hver ábúandi þarf að rækta þar 1 tnr.
meira en nú gerist. Með betri ræktun er
takmarkinu náð og meira.
í Barðastrandarsýslu virðast einnig
vanta 186 tnr. og þó eru að norðanverðu
við Breiðafjörð einhverjir hinir bestu
staðir til garðyrkju hjer á landi. Landið
blasir mót suðri og er vel skýlt og jarð-
vegur ágætur. Ef hér er eigi hægt að
rækta matjurtir til eigin þarfa og meira
til, þá er eigi náttúrunni um að kenna
heldur íbúunum. Vér erum þess fullvissir,
að garðyrkja hér muni færast í aukana,
svo eigi sé þörf fyrir aðkeypta garð-
ávexti.
I
í ísaf jarðarsýslu vantar 1650 tnr. Það
verður að viðurkennast að skilyrði eru
hér einna erfiðust til jarðeplaræktar og
garðyrkju. Þó hefir einstaklingum þar
heppnast garðyrkja ágætlega. Garðurinn
„Skrúður" á Núpi í Dýrafirði, sem séra
Sigtryggur Guðlaugsson hefir ræktað, og
blómagarður Höllu á Laugabóli o. fl. sýn-
ir að hér eru möguleikar til garðyrkju,
meiri en menn grunar. Vér efumst því
eigi um, að Isafjarðarsýslan geti orðið
sjálfbjarga, því dáð og dug til hverskon-
ar framkvæmda vantar þar eigi.
Þá er ísafjarðarkaupstaður. Þar er
sagt, að aðeins séu ræktaðar 8 tnr., eu
þörf á 1422. Staðhættir á Isafirði eru
þannig, að lítil völ er á góðu landi til
garðyrkju. Mun því þar þörf á aðkeypt-
um jarðeplum.
Þá er Strandasýsla. Þar rækta menn að-
eins 29 tnr.,en þurfa 993 tnr. Ræktunar-
skilyrðin eru þar erfið. í góðærum munu