Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1931, Page 12

Freyr - 01.11.1931, Page 12
112 FEEYE ar á næsta ári. í bæjum og þorpum veld- ui' það sumsstaðar meiri erfiðleikum. Sú hefir verið venja í sveitum að rækta jarðepli í sömu görðunum í áratugi. Nú er á mörgum býlum árlega brotið meira og minna af landi til grasræktar. I þessu landi væri víða gott að rækta jarðepli í nokkur ár, áður en það er gert að gras- lendi. Á þessum stöðum er auðvelt að auka jarðeplaræktina, aðeins að sjá um útsæði og áburð. í bæjunum hyggjum vér hagfeldast, að komið sé upp smágörðum (félagsgörð- um). Bæirnir ættu að sjá um undirbúning slíkra garða, m.eð girðingum, framræslu, jarðvinslu og vegum, svo öllum einstak- lingum, sem óska gefist kostur á að rækta sinn eigin reit. Sé þessi undirbúningur hafinn á þessu ári og því í hönd farandi, mun 1933 mega vænta mikillar uppskeru úr þeim görðum. Forgöngu að aukinni jarðeplarækt ættu öll búnaðarfélög landsins að hafa. Þau vita best um ástæður og möguleika hvert hjá sér. Markmikið á að vera að fullnægt sé allri þörf á innlendum jarðeplum inn- an tveggja ára. Bæjarstjómir eiga að hafa forgöngu á hendi með að koma upp smágörðum. Sé að þessu unnið getum vér eftir tvö ár sparað oss 300.000 krónur, er vér nú kaupum jarðepli fyrir frá útlöndum. Sala á jarðeplum. Þótt vér álítum hagkvæmast, að sem flestir rækti sjálfir þau jarðepli, sem þeir þurfa að nota, munu þó ætíð verða nokkr- ir, er þurfa að kaupa jarðepli, einkum í bæjunum. Þessari þörf þarf að fullnægja frá þeim stöðum, þar sem best skilyrði eru til jarðeplaræktar. Með sölu jarðepla þarf svo að komast á skipulagsbundinn félagsskapur, svo einstaklingum ætti að vera auðvelt að selja jarðeplin, sem hverja aðra framleiðsluvöru. Hér er verk- efni fyrir kaupfélög og samband. Við sölu jarðepla þarf að gera vissar kröfur til gæð a þeirra, stærðar og teg- unda og verðlagið miðað við það. Nú tíðkast engin regla með þetta, menn rækta ýmiskonar samblönd, oft miður góð matar-jarðepli. Af því leiðir að erfið- ara er með söluna, og oft eru útlend jarðepli tekin fram yfir hin íslensku og eigi að ástæðulausu, en úr þessu má bæta. Aðflutningur jarðepla. Hann á eigi að verða neinn hér á landi, en nokkur alúð er lögð við ræktunina, og væri réttmætt að banna hann á næstunni, og þá myndi það sannast, að vér eigi þyrftum að kaupa útlend jarðepli dýrum dómum. Markmiðið með aukinni ræktun jarðepla á að vera, sem í öllu öðru, að verða sem mest sjálfbjarga. Jarðeplaræktin sýnist vera lítið atriði í samanburði við allt ann- að, sem vér kaupum frá útlöndum. En þó getur hún gefið aukna atvinnu og betra viðurværi ef rétt er á haldið. Ef vé rsvo einnig á öðrum sviðum reynum að verða sjálfbjarga, þá minka kaupin frá útlöndum og starfið vex í landinu. Þetta myndi leiða til heilla og heiðurs fyrir þjóðfélagið. Að þessu markmiði þurfa allir ættjarðarvinir að vinna. Byrjum með jarðeplunum, tvöföldum uppskeru þeirra á tveim árum. ----o----- Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri hefir skrifað ritgerð um búnað á íslandi, sem prentuð er í „Aarbog, udgivet af Dansk islandsk Samfund“. I ritgerðinni eru {irentaðar 7 myndir.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.