Freyr - 01.11.1931, Síða 13
FEE YK
113
Brauð.
Brauð er sú fæðutegund, sem mest er
notuð, Það stendur daglega jafnt á borð-
um hins ríka sem fátæka manns.
Prá elstu tímum hefir brauð verið einn
meginhlutí fæðunnar og er það þann dag
i dag.
í bænum sínum biðja menn um „dag-
legt brauð“, og „í sveita þíns andlitis skalt
þu þíns brauðs neyta“, stendur skrifað.
Menn gátu frekar verið án allrar ann-
arar fæðu en brauðs, og fyrir þær sakir
hefir kornyrkja og kornvöiuverslun verið
þungamiðjan í búskap flestra þjóða frá
ómuna tíð.
Spyrji menn í hverju þessi mikla þýð-
ing kornsins liggi, þá er þar til að svara:
Kornaldinin hafa það fram yfir allar aðrar
fæðutegundir, að í þeim eru öll þau mörgu
efni, sem eru næringu líkamans nauðsyn-
leg og það í heppilegum hlutföllum, og
bragðgæðin eru svo mikil, ef rétt er á
haldið, að fæðan er jafn iystug hversu oft
sem hennar er neytt.
Sökum þess, hve lítið er af vatni í korn-
aldinum eru þau saðsöm til fæðu og þola
geymslu jafnvel árum saman án mikils
umbúnaðar eða fyrirhafnar.
Næringarefnin berast likamarum sum-
part til uppbótar þeim vefsfrumlum, sem
eyðst hafa við lífsstarfsemi líkamans, en
sumpart sem hita- og orkulindir fyrir
vinnu þá, sem líkaminn leysir af hendi.
Þýðingarmestu næringarefni kornaldin-
anna eru: Eggjahvítuefni, kolvetni, fita,
ólífræn efni, lípoidar og bætiefni.
Eggjahvítuefnin ásamt nokkrum hluta
fitunnar og ólífrænu efnunum eru fyrst og
fremst sem byggingarefni. Kolvetnin og
fitan aftur á móti eru orkugjafar, en ólíf-
rænuefni, lipoidar og bætiefnin eru þýð-
ingarmikil í báðum tilfellum. Hér er um
tvennskonar efnaskifti að ræða, sem í raun
og veru er örðugt að aðgreina, því að
eggjahvítuefnin eru einnig orkugjafar og
geta komið i stað hinna. Það er þó ekki
heppilegt og getur haft skaðlegar verkan-
ir, ef til lengdar lætur.
Orka næringarefnanna er mæld í hita-
einingum:
1. gr. eggjahvítuefnis = 4,16 hitaein.
1. gr. kolvetnis = 4,10 —
1. gr. fitu = 9,30 —
Vafalaust má finna hin heppilegustu efna-
hlutföll milli eggjahvituefna annarsvegar
og kolvetna -j- fitu hinsvegar. Hinar svo-
nefndu efnaskiftatilraunir hafa gefið upp-
lýsingar í þessu efni. Náttúran sjálf gefur
einnig mjög ábyggilegar bendingar í þessa
átt, sem sé í samsetningu brjóstamjólkur
konunnar. Mjólkin er um lengri tíma ein-
asta fæða hvítvoðungsins, • einmitt þann
tímann, sem efnaskiftin vinna miklu frek-
ar í þágu byggingarstarfsins, heldur en til
orkuframleiðslu í líkamanum. I konumjólk
eru hlutföllin milli eggjahvítuefna og kol-
vetna -þ fitu sem 1 : 9 reiknuð í hitaein-
ingum. I korni eru næringarefnahlutföllin
næstum nákvæmlega hin sömu, ef meðal-
tal er tekið.
Rúgur Hveiti Hafrar
Eggjahvíta 10°/0 12% H-12%
Kolv. -f Pentósanar 79% 67% 62—66%
Pita og lipoidar 2% 2°/0 05 QO o
Ólífræn efni 2°/0 2% 2%
Sellulósi 2°/0 2°/0 1,5%
Vatn 15% 15% 13%
Hlutfallstölur nokkurra fæðutegunda eru
hér til samanburðar mjög lærdómsríkar:
Eggjahvitu Kolvetnis
Ostur hitaein. 1 hitaein. 30—15
Konumjólk 1 9,0
Korn 1 8,4
Kúamjólk 1 4,0
Egg 1 3,5
Ertur 1 2,3
Kálfskjöt 1 0,21