Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1931, Side 16

Freyr - 01.11.1931, Side 16
116 FRE YR Við baksturinn gildir hið eðlisfræðilega lögmál eins og við aila suðu: Þegar vatns- ríkt efni er hitað upp við eðlilegan loft- þrýsting, getur það ekki orðið heitara en 100°, ef hitaleiðslan er góð, þar til alt vatnið er gufað upp, og það jafnt hvort hitagjafinn er á 105° eða 500° eða enn heitari. Bakarabrauðin eru efnismikil; hitaleiðsl- an í þeim er slæm. í baksturofnunum er hitinn vanalega 220—150°. Vatnið gufar fljótt upp úr ysta lagi brauðsins, en sam tímis er hitinn ekki nema tæpar 60° í miðju brauðsins. í nýtýsku ofnum við venjulegan bakstur nær hitinn 180—200°. Við þenna háa hita, sem stendur töluvert lengi, hafa ekki einungis bætiefni, lipoid- ar og gerðefni skemst, heldur einnig eggja- hvítuefni. En þó að hitinn innra í brauð- inu nái ekki nema 100—79 — 60°, þá stór- skemmast áðurnefnd efni, C-bætiefnið t. d. gjöreyðilegst, vegna þess, að hitinn, þó lægri sé, er lengur að verki, venjulegast 1—2 klukkutíma eða jafnvel lengur. Við flatbrauðsgerð t. d.‘ „Knack“-brauð, er deigið miklu vatnsríkara, og þar eð deigið er flatt út, verður hitaleiðslan mjög góð; hitinn verður því allstaðar jafn 100° í deiginu meðan á bakstrinum stendur, og þó sterkt sé kynt undir. Bökunartíminn er ekki nema 7—8 mínútur. Sá tími er svo stuttur, að efnaskemdir af völdum hit- ans verða hverfandi litlar. í „Knácku- brauði eru nál. 5°/0 af vatni hvar sem leit- að er í brauðinu. Vér vitum nú með vissu, að gæði og gildi kornsins er mest eins og náttúran býður oss það. Mörg hundruð kynslóðir á undan oss hafa notað það þannig til fæðu og voru hraustar og sterkar. 95°/0 núlif- andi kynslóðar hefir skemdar tennur og 50% meltingarkvilla. Færir fjöldi vísinda- manna gild rök að því, að hvorttveggja stafi að miklu leytí af óhollum brauðum. Svíar hafa allra þjóða best haldið sinní gömlu flatbrauðsgerð og eru flestum þjóð- um hraustari. Flatbrauð þeirra, Knácke- brödw er rómað mjög af frægum lífeðlis- fræðingum, sem telja það langbest allra brauðtegunda, enda hafa aðrar þjóðir, t. d. Þjóðverjar, tekið upp þessa brauðgerð nú nýlega, að vísu ennþá í smáum stíl. Af því sem að framan er sagt, ætti það að vera öllum ljóst, 1) að afklíðing korns- ins rænir það svo verðmiklum og nauð- synlegum næringarefnum að heita má, að mjölið, sem mestmegnis er nú notað í brauð, sé svikin vara. 2) að flatbrauð hefir stórum yfirburðina, þegar það er borið saman við vanalegt bakarabrauð. Vér eigum því að taka þann gamla, góða sið, að flytja til landsins, meðan ekki er ræktað í landinu sjálfu, ósvikið, óaf- klítt korn, mala það sjálfir í kvörnum eða rnyllum og baka úr því flatbrauð, jafnt 1 brauðgerðarhúsum og heimahúsum. Sig. Ein. Hlíðar, dýralæknir. „ Ræktunarmár* nefnist ritgerð í síðasta árg. „Búnaðar- ritsins“. Ritgerð þessi er eftir Árna G. Ey- lands, og er hún harla athyglisverð. Fyrsti þáttur hennar heitir „Tvær stefnur“, og er inngangur að aðalritgerðinni. Það er nokkuð algengt, þegar lofa skal menn eða málefni, að það sé gert á kostn- að annara manna og málefna. Þessari vafasömu aðferð fylgir undantekningalítið sú meinsemd, að dæmt er einhliða og öll nákvæmni því sett á hilluna. Þessara einkenna virðist mér gæta í net'ndum inngangi, og skal nú vikið að því nánar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.