Freyr - 01.05.1937, Blaðsíða 7
F R E Y R
69
Seinna var rannsakað ann-
^rætoartaSíf" sýnish°rn af nýræktar-
töðu frá sama stað, og var
það slegið hálfum mánuði síðar en hið
fyrra, en að öðru leyti voru bæði sýnis-
hornin mjög svipuð. Meltanlegt reyndist:
af eggjahvítuefnum 39%, feiti 55%, og
öðrum köfnunarefnislausum samböndum
66%. Tölurnar sýna að tveir aðalflokk-
ar næringarefnanna reynast nú töluvert
tormeltari, en í fyrri rannsókninni. Sér-
staklega gildir þetta um eggjahvítu-
efnin, sem hér hafa reynst allmikið lak-
ari en fóðurfræðin gerir ráð fyrir. Pep-
sin-saltsýru-rannsókn sýndi h. u. b. 50%
meltanlegt af þeim eða nálægt 28%
meira en dýratilraunin. — Að öðru leyti
urðu heildarniðurstöðurnar á þá leið, að
liðlega 2 kg. af þessari nýræktartöðu
þyrftu í fóðureininguna, hvort sem far-
ið var eftir þeim tölum, sem rannsóknin
leiddi í Ijós, eða hinni venjulegu efna-
greiningu með hliðsjón af útlendum
niðurstöðum um meltanleg næringarefni.
Auk þeirra tveggja nýrækt-
TaSa af gomlu artöðurannsókna, sem ég
tum.
nú hefi minnst dahtið a,
gerði ég eina rannsókn á töðu af gömlu
túni að Görðum á Álftanesi. Túnið
fékk eingöngu búfjáráburð, og taðan,
sem rannsökuð var, var slegin nálægt
miðjum júlí. Hún var dálítið ornuð, en
virtist annars vel verkuð. Klemenz Kristj-
ánsson gerði einnig gróðurathuganir á
þessari töðu, og sýndi rannsókn hans að
44,5% af henni var túnvingull, 28%
língrös og 11,5% vallarsveifgras. Sam-
anlagt eru þessar grastegundir 84% eða
langsamlega aðalhluti heysins. Niður-
stöður rannsóknarinnar um meltanleg
næringarefni og fóðurgildi urðu miög
svinaðar og í seinni nýræktartöðu-rann-
sókninni, en ef farið er eftir tölum fóð-
urfræðinnar verður hið reiknaða nær-
ingargildi dálítið hærra.
Tölur þær, sem ég nú hefi
Heildarniour- „ , , .
stöSur nernt, syna, að ef aðems
hefðí verið gerð venjuleg
fóðurefnagreining, og næringargildið
síðan reiknað út með hliðsjón af hin-
um erlendu meltingarmælikvörðum, þá
hefði enginn teljandi munur, á þeim
þremur heytegundum, sem rannsakaðar
voru, komið í ljós. Fóðurgildið — reikn-
að á þennan hátt — var hjá þeim öllum
mjög svipað því, sem gert er ráð fyrir
um meðaltöðu, eða á þá leið að nálægt
2 kg. þurfi í fóðureiningu. — Rann-
sóknirnar sýndu aftur á móti að ný-
ræktartaðan, sem fyr var slegin, var
töluvert auðmeltari en hinar heyteg-
undirnar, og fóðurgildi hennar þess-
vegna 14—15% hærra, því að sam-
kvæmt þeim þurfti tæplega 1,8 kg. af
þessari nýræktartöðu í hverja fóður-
einingu. Það er sérstök ástæða til þess
að bera saman nýræktartöðurannsókn-
irnar, því að hinar ólíku niðurstöður
þeirra stafa eingöngu frá mismunandi
sláttu-tíma. Lakari nýræktartaðan var
slegin hálfum mánuði síðar en hin auð-
meltari og betri, og af þessari ástæðu
einni saman virðist næringargildi henn-
ar hafa rýrnað um 14—15%. — Taða
af gömlu túni reyndist miður en betri
nýræktartaðan, sem slegin var á sama
tíma, og getur það varla stafað af öðru
en því, að sú fyrnefnda var dálítið orn-
uð, en nýræktartaðan var aftur á móti
græn og ágætlega verkuð.
Af þeim þrem rannsóknum, sem gerð-
ar voru, gefur ein allmikið betri niður-
stöður en þær sem fást ef reiknað er út
frá venjulegri fóðurefnagreiningu, með
hliðsjón af erlendum tölum um meltan-
leg næringarefni. í annari rannsókn eru