Freyr - 01.05.1937, Side 15
F R E Y R
77
segja, að eistun séu flutt út og sæmilegt
verð fáist fyrir þau, en ef það er á kostn-
að kjötsins og það verði verri vara fyrir
bragðið, þá álít eg það ekki borga sig.
Ýmsir hafa bent á þetta undanfarið,
að gelda hrútlömbin, t. d. Jón Árnason,
Björn Pálsson kjötmatsm., Páll Zoph. o.
fl., en þessu hefir lítið verið sinnt. Marg-
sinnis hefi eg bent á þetta á fundum K.
S., en menn hafa verið seinir til þessar-
ar nýbreytni, og þó er ekki minnsti vafi
á því, að þetta er þýðingarmikið spor í
rétta átt. Meðferðin á fénu og gelding
hrútlambanna eru tvímælalaust þeir
áfangarnir, sem eru eftir, til að gera
dilkakjötið okkar að fyrsta flokks vöru.
Eg hefi undanfarin vor gelt það af mín-
um hrútlömbum, sem eg hefi náð í, og
tel mig hafa haft mikinn og góðan hag
af því.
Nú er sauðburðurinn að hefjast, og
vonandi að hann gangi vel, og eg veit,
að hver bóndi leggur sig fram, með allri
sinni árvekni, að svo megi verða. En vilj-
ið þið ekki líka, góðir stéttarbræður, sýna
árvekni á þessu sviði, að hafa sem bezta
vöru að bjóða í haust á sláturhúsunum?
Því segi eg: Reynið þetta nú í vor, •—
geldið hrútlömbin ykkar og vitið, hver
útkoman verður. Eg get sagt, hver út-
koman hefir orðið hjá mér: Betri flokk-
un á kjötinu og hærra verð.
Hjaltastöðum, 17. maí 1987.
Stefán Vagnsson.
Vonin er valtur knör, en skilar þó
mörgum heilum í höfn.
Lllarverktm og allarverð
i.
í júlí hefti Freys 1936 er mælst til þess,
að þeir menn, sem hafi veitt því eftirtekt
hvað upp léttist við þvott, láti hann heyra
um það.
Þar sem ég hefi dálítið athugað þetta,
vil ég verða við þessum tilmælum Freys.
En með því, að ég hefi ekki nema á
mínu heimili reynzlu um þetta, þá verð-
ur það ekki til þess, að taka almenna
ályktun um rýrnun ullar við þvott, því að
í ýmsum sveitum og landshlutum eru
allt önnur skilyrði um slíkt. En mín
reynzla er sú, að sé ullin í góðu ásig-
komulagi, bæði fyrir og eftir þvottinn,
þ. e. vel þurr í báðum tilfellum, þá létt-
ist hún minnst um 33% og það upp í
38%, eftir því sem þvottur hefir
heppnast. Um ullarþvottinn mætti ým-
islegt tala og skrifa, því að honum er
víða mikið ábótavant. Til þess liggja
ýmsar ástæður, svo sem: vankunnátta,
kæruleysi, slæm vatnsból og það, að fá
sem mest fyrir ullina, einungis að hún
skríði í II. flokk, því að peningalega er
það mestur hagnaður, eins og ullin er nú
flokkuð og verðlögð. Heyrt hefi ég að
sumir stórbændur hafi látið verkakon-
ur sínar dýfa ullinni í bæjarlækinn og
annan þvott hafi hún ekki fengið. Ef satt
er, þá er slíkt sízt til þess að auka vöru-
gæði, þó getur það jafnvel verið betra,
en að stemma í henni skítinn með slæm-
um þvotti.
Þess er mikil þörf, að ráðin sé bót á
þessu og til þess tel ég sérstakl. tvær leið-
ir. Sú fyrri er, að ullarframleiðendur 1-
mennt fengju góðar leiðbeiningar sér-
fróðrafróðra manna um ullarþvott, og
væri það framkvæmt með því, að halda
námskeið í ullarþvotti. Mættu þau vera á