Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1937, Síða 9

Freyr - 01.11.1937, Síða 9
PREYE 167 að nota að miklum mun meira a£ innlendri framleiðslu, en nú er gert, til úelztu lífs- þarfa. — Það má fullyrða, að ekkert er auð- veldara en að minka neyzlu þjóðarinnar á erlendum lífsnauðsynjum um lieþning, og ýmsum öðrum varningi til stórra muna, ef þjóðin vildi gera það, og er það næsta ótrú- legt, að hún vilji þaS ekki. þar sem það er eini vegurinn til eflingar efnahagslegu sjálf- stæði. Þannig mætti spara stórmikinn gjaldeyri, sem nota mætti til kaupa á efnivörum til bygginga húsa, skipa og annarra hluta, sem nauðsynlegir eru atvinnurekstrinum. — Með þessu er hrundið mótbárunum um getuleysi okkar til stór aukningar atvinnutækjanna. — Bætt afkoma atvinnuveganna hefir það í för með sér, að lán þau, er á þeini livíla endur- greiSast ört. Bankarnir losna við töp á at- vinnurekendum. Þetta hvorttveggja, losar fé til nýrra framkvæmda. Kaup á löndum og lóðum eru aðeins tilfæzla á kröfum. sem eldii krefja nýrra fjármuna, en nægur vinnukraft- ur í landinu til framkvæmda, sem ekld hafa fullkomið starfsvið nú. ísland komst í tölu fullvalda ríkja 1918, en þó vantaði nokkuð á að þaö færi með öll sín mál. Nú ríður á því, að þjóðin eigi þess kosti, að endurheimta lagalegt sjálfstæði sitt að fullu. — Sé litið á fjárhagslega af- stöðu þjóSarinnar útávið 1918, og hún borin saman við fjárhagslega afstöðu þjóðarinnar útávið nú, verður það ljóst, að hún er nú stórkostlega (mildð lakari. I undanförnu máli hefi ég að nokkru gert þess grein, hvers vegna svo er komið. Það er liiS rangláta eignarnám er gengishækkunin liafði í för með sér, á eigum og tekjum fram- leiðendanna og varð að falskri kaupgetu hjá þeim er fengu, en þeir notuðu til kaupa á íerlendum vörum, framyfir það, er útflutt verðmæti leyfðu, og sköpuðu þannig erlend- av eyðsluskuldir. Það þarf stór, sameiginleg átök, til þess að bæta svo afkomu þjóðarinn- / Oþurrkarnir og við. Ennþá er eitt sumar liðið með erfiðleika sína og viðfangsefni. Það heyrir til hinum .iðna tíma, sem liggur að baka og minningin geymir. Það mun álmennt vera sagt, að þetta sumar hafi verið erfitt fyrir 'bændastéttina, um mikinn hluta landsins. Hún hafi að þessu sinni þurft að berjast við langvarandi ó- þurrka. Heyin liafi skemmzt, svo að orðið hafi milljónaskaði. Það eru uppi ýmiskonar ráðstafanir til að bæta úr því tjóni, sem orðið er, eftir því sem föng eru á. En skeð er skeð. Orðinn skaði verður ekld bættur, svo að hans sjái livergi stað. En skaðinn á að gera menn hyggna. Og eftir svona sumar og jafnan síð- an, ættu bændur að vera minnugir þess sann- leika, að þeir þurfi aldrei framar að bíða slíka hnekki, sem nú af óþurrkunum. Það er hægt að bjóða rigningum sumarsins byrginn og bjarga heyjum sínum, þó að illa viðri. Það fer að verða sjálfskaparvíti að liggja varn- arlaus og ráðþrota undir rigningunum. Þetta verða allir bændur að gera sér ljóst, I minni sveit eru hey yfirleitt lítið hrak- in. Þó held ég, að hér um slóðir liafi ekki viðrað betur, en víða annarsstaðar, þar, sem hey eru lítil eða hrakin. Það er aðeins vegna þess, að tún spruttu seint og illa, og töðufall varð lítið, að heyfengur er með minna móti ar útávið, að hún verði þess megnug fjár- hagslega, að taka að fullu viö sjálfstæði voru, þegar þess verður kostur að lögum. En til þess er ekki önnur leið en sú, að bú- io sé svo að framleiðslustéttunuön, að sem ftestir vilji helga þeim krafta sína. Þjóðarhagsmunirnir krefjast þess, aö svo sé gert. Hvítárbakka 10. marz 1937. Guðmundur Jónsson.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.