Freyr - 01.11.1937, Síða 11
P R E Y ft
169
ef það liefir fengið silikósu af heyryki? Eru
ekki líkur til þess, að votlieysverkun og vot-
heysgjöf geri féð brjóstheilla og betur um-
komið að verjast lungnasjlikdómum ? Eru það
ekki liröktu heyin, myglan og rykið, sem opna
fjárhúsin fyrir lungnasjúkclómum?
Af öllum þeim nýjungum, sem bæta lífsað-
stöðu og afkomu þess fólks, sem framvegis
lifir af landbúnaði með þjóð okkar, hygg ég
að mezt sé vert um votheyið. Öld eftir öld,
hafa íslenzkir bændur orðið að horfa á hey
sín lirekjast og grotna niður, án þess að þeir
gætu aðgert. Kynslóð eftir kynslóð varð að
taka því, að sjá arð vinnu sinnar, dýrmæt-
asta hluta ársins, verða að litlu, ef duttlungar
veðráttunnar voru slíkir. Það voru engin ráð
til gegn óþurrkunum.
Við, sem nú erum ung, höfum lært það af
reynslu okkur eldri manna, að það er hægt
ao verjast óþurrkunum. Við erum fyrsta kyn-
slóðin, sem veit, að það er hægt að bjóða ó-
þurrkinum byrginn. Og það er köllun okkar,
að láta þá vissu bera blessunarríka ávexti í
lífsstarfi okkar. Við eigum að láta hrökktu
heyin og heybrunana hverfa iir búnaðarsögu
í slands.
HÆRUR.
Mér er sagt, að hærur séu ekki almennt
notaðar, nema um lítinn hluta landsins, og
að alnienningur í sumum landshlutum skilji
ekki, að einfaldur strigi geti gert mikla hluti
við heyþurrkun. Og það er jálfsagt eðlilegt,
hví mundi það þykja aumur búskapur liér í
sveit, að eiga ekki hærur yfir liey sín? ,Og
að ókunugir menn álykti svo í fyrstu. En
hví myndu þeir, sem flytja til okkar óvanir
hærum, koma sér þeim upp eftir fyrsta ó-
þurrkasumarið liér? Vegna þess að þeir, sem
reynsluna liafa, vita að liærurnar eru merki-
legt hjálpræði. Og vegna þessa almennings-
álits þar, sem. hærurnar eru orðnar reyndar,
ættu þeir ókunnugu að skilja, að þær eru
nokkurs virði.
Hærurnar eru venjulega biánar til úr þunn-
um einbeiðum striga (Hessian). Þær eru oft-
ast 1 y2 metri á lengd. Snæri eru bundin í
hornin og' litlir tréþollar hafðir í endum
snæranna. Þegar svo heyið er sett í tvísetta
lön er hæran breidd yfir kollinn og þollarnir
reknir niður í jörðina og hert á böndunum.
Sumir hengja þó steina í böndin í stað þolla.
Þá verða bönddin aldrei slök, meðan lönin
sígur, en eftir þollunum þarf aö líta og herða
slakann af böndunum.
Það er alreynt hér um slóðir, að með liær-
um má verja hey drepi, þó að stórrigningar
gangi vikum saman. Þetta gerir striginn, þó
að hann sé ekki vatnsheldur. Og þessi áhrif
liggja í því, að striginn heldur lagi á kolli
lanarinnar, svo að vindur ýfir haiia ekki né
tætir. Auðvitað þarf að setja lönina laglega,
svo að hiin verjist vel. En ég hygg, að það
sé litlu seinlegra að setja laglega en ólaglega,
ef menn aðeins venja sig á það.
Iley, sem komið er undir hærur verst allri
algengri sumarótíð, án þess að versna. Þegar
það hey, sem ekkert er ofan yfir fýkur 0g
blotnar í botn, þá blása lanirnar, sem eru
undir hærum og geta jafnvel þornað til fulls.
kSvo þegar þurr stund kemur og tími er til
að sinna þessu heyi, er það, sem hærurnar
vörðu komið lengra áleiðis en áður, en hitt er
orðið níðblautt á nýjan leik og oft hrakið og
fúlt. Það er af þessu, að okkur þykir það
lélegur búskapur, að eiga ekki hærur. Það
lilýtur öllum að þykja, sem á annað borð fást
við heyþurrkun, þar sem ringt getur, ef þeir
vita hvaða þýðingu hærurnar hafa. Sumir
þeirra,sem ekki þekkja hærur, liefðu e. t. v.
haft gott af því að koma hingað í sumar, seint
í ágúst, þegar sumir áttu svo sem þriðjung
sumarheyjanna undir hærum. Þess voru þá
dæmi, að hærur verðu á annað hundrað hesta
á einum bæ.
Strigi í algenga hæru kostar hér um bil
60 aura. Auðvitað endist hæran í nokkur ár,
mieð skaplegri meðferð. Ég ætla ekki hér að
reikna út sannvirði hærunnar eftir notagildi.