Freyr - 01.11.1937, Síða 12
170
P R E Y R
En það var ganialla manna mál að 30 hærur
væru á við kaupakonu. Og allir hér um slóðir
vita þess dæmi; að vegna hæranna liafi það
orðið gott og sæmilegt fóður, sem ella hefði
orðið ónýtt. Hver hefir efni á að spara eyr-
irinn; en kasta krónunni? Hver hefir efni á
að búa hærulaus?
Eg get ekki verið þegjandi vitni að því,
að milljónaauður fari forgörðum vegna þess,
að þau hjálparráð, sem við þó þekkjum, eru
forsmáð. Því lief ég* lítillega minnzt á það
tvennt, sem hér hefir hjálpað fólki til að
ganga sigrandi af hólmi. Og ég* heiti á ykk-
ur, sem vitið, hve góð úrræði þetta eru, og
skiljið hve voðalegu tjóni xirræðaleysið í liey-
skapnum veldur. Takið þið undir við þær
raddir, sem benda á bjargráðin, svo að þær
verði að herópi, sem hljómar um endilangt
Island. Þið, sem vitið, að reynslan ein get-
ur lofað hærur og vothey maklega, látiS það
verða árangur iðju ykkar, að hver bóndi geti
og vilji njóta þess. Og- þið, sem ekki liafið
reynt þetta. Látið fáeina hesta í vothey til
reynslu, þegar allt er að grotna niður í liönd-
um ykkar með gamla laginu. Og fáið ykkur
eina hæru og vitið hvort hún gerir nokleuð
gagn.
Islenzk bændastétt á óendanlega mikið
undir því, að hún tileinki sér þá heyskapar-
menningu, sem brýtur óþurrkana á bak afú
ur og útrýmir hröktum lieyjum. Þar skal hún
stíga merkilegt spor til bættrar afkomu og
betra lífs. Það er ódauðlegt starf í þágu
sannrar þjóðmenningar.
Sunnudaginn 1. í vetri 1937.
Halldór Kristjánsson.
Fjölgwt dýrateg-
unda vorra.
I.
Dýralíf á landi hér er ærið fáskrúðugt,
cg íábreyttara en vera þyrfti. Þó hafa dýra-
tegundirnar verið enn færri fyr á öldum, en
nú eru þær. — Lega landsins og veðurfar
veldur hér meztu um, en þó ekki öllu. Yeð-
urfarinu getum við auðvitað ekki breytt, en
sérstaða landsins, sú landfræðilega, er nú ekki
iengur í vegi fyrir því, að dýrategundunum
geti fjölgað að miklum mun. — Svo er þekk-
ingu og tækni nútímans fyrir að þakka.
Vegna veðráttunnar gæti lifað hér mun
fleiri dýrategundir en nú eru, og það góðu
lífi. Gæti það á nýjan hátt orðið okkur til
ávinnings, og því fullkomlega tímabært, að
taka þetta mál til yfirvegunar og fram-
kvæmda.
Innflutningur nýrrá dýrategunda er nú
ekki lengur talin nein fjarstæða, þ. e. a. s.
þeirra tegunda, sem í einhverju geta orðið
til nokkurrar nytsemdar, en í engu til skaða.
Og sú byrjun sem hafin er til fjölgunar nytja-
dýra á landi hér, stefnir í rétta átt, En betur
má, svo vel sé. — Allrar varúðar verður auð-
vitað að gæta við innflutning dýranna, vegna
smithættunnar, sem af þeim getur stafað, ef
einhverjir kynlegir sjúkdómar gæti leynzt
imeð þeim. En sú hætta er aðallega við-
víkjandi innflutningi sumra húsdýra- teg-
unda, en því minni sem dýrin eru viltari og
liarðgerðari áð eðlisfari. — Um innflutning
slíkra dýrategunda verður hér aðallega rætt,
og því ekki ástæða til að f jölyrða um sýking-
arhættuna í því sambandi.
II.
Það, sem einkum hefir verið gert til fjölg-
unar dýrategundunum á landi hér, er inn-
flutningur nokkurra tegunda búrdýra, (c: