Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 13

Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 13
FKEYR 171 loðdýra), og þó aðallega silfurrefa. Eru nú nokkuð víða komin silfurrefabú, og sú reynsla, sem fengin er af rekstri þéirra, bend- ii ótvírætt í þá átt, að þar geti verið um arðbærari bústofn að ræða, en við liöfum átt að venjast bingað til. Samkvæmt reynslu Norðmanna — og okkar, það sem liún nær, — ætti að mega fullyrða,. að silfurrefarækt geti orðið okkur árviss tekjuauki, ef þeirra grundvallarskilyrða er gætt, seim mestu valda um útkomuna. En þau liöfuðskilyrði eru að- allega tvenn: Kyngæði dýranna og nœrfcerni í umhirthi þeirra. — Til þess að silfurrefarækt geti orðið al- menn tekjugrein fyrir bændur þyrfti sem flestir þeirra að koma sér upp smáum „til- raunabúum' ‘, t. d. einu „tríói“ til að byrja með. („Tríó = 2 tæfur og 1 refur). Mörg smá-bú eru líka að flestu leyti heppilegri en fá og stór, eins og Bjarni Asgeirsson, al- þingismaður hefir réttilega bent á í ágætri grein um þetta mál, í Tímanum s. 1. vetur. Nokkuð almennur áhugi virðist nú vera vakinn fyrir aukinni loðdýrarækt, og þó eink- um silfurrefa, og munu aðgerðir þings og stjórnar valda þar miklu um. Loðdýralána- deildin mun lijálpa mörgum til að koma sér upp loðdýrabúum, sem annars væri ókleift af eigin rammleik. Og loðdýraræktrarlögin frá síðasta, Alþingi veita mikla tryggingu fyrir öryggi þessa nýja og lífvænlega atvinnuveg- ar. Auðvitað skiptir það miklu máli, livernig á þessum lögum verður lialdið í framkvæmd- inni, og að þeir menn, sem þar hafa æðstu völd, verði starfi sínu vaxnir. Um það, sem komið er af framkvæmd þess- ara laga, þarf ekki að kvarta, og það er skylt að geta um það í þessu sambandi, að ríkis- stjórnin virðist hafa verið sérstaklega hepp- in í vali á loðdýraræktarráðunaut sínum, þar sem hún valdi H. J. Hólmjárn til þessara vandasömu verka. f allri búfjárrækt, og þó loðdýraræktinni alveg sérstaklega, er eitt aðalatriðið að stofn- dýrin séu nógu vel valin. Og menn verða að liafa fulla tryggingu fyrir kyngæðum þeirra dýra, sem þeir kaupa til undaneldis. Með aukinni loðdýrarækt og þá einkum með mik- illi útfærslu hennar á einu ári, má telja óhjá- kvæmilegt að flytja töluvert inn af völdum undaneldisdýrum, en auðvitað verður það ekki gert umfram það, sem full þörf er á. Að miklu leyti mun mega notast við þann stofn, sem nú er til á landi liér, því hann mun yfirleitt icynbetri en biiast mætti við, þar sem innflutningur stofndýranna mun að mestu leyti liafa verið eftirlitslaus. Refasýn- ingarnar, sem haldnar voru s.l. liaust gáfu yfirleitt betri útkomu um kyngæði íslenzka stofnsins en búast mátti við. Nú verða slíkar sýningar aftur haldnar í haust, og þarf ekki að efa, að þær verði að miklu gagni.1) Silfurrefaræktin virðist nú vera komin á góðan rekspöl hérlendis. En þó er hún ekki nema byrjun þess, sem á aö verða. Refarækt- in á að verða að almennri tekjug'rein fýrir alla landbændur íslenzka, sem gefi þeim ár- vissari tekjur en aðrar greinir búskaparins. Jafnframt því, sem allt sé gert til eflingar silfurrefaræktinni, þa.rf að stofna til rækt- unar fleiri loðdýrategunda. I því sambandi væri vert að athuga hvaða nytjadýr til grá- vöruframleiðslu væri heppilegast að rækta við sjávarsíðuna, þar seim sjófang er ódýrt og auðfengið. Loðdýrarækt. gæti þar, ekki síður e n í sveitunum, orðið mörgum manninum til arð- vænlegra ,,atvinnubóta.“ III. Pyrir nokkrum árum var gerð djörf og á- kveðin tilraun til að flytja hingað sauðnaut. Á ég þar við hina frægu Gottu-för Ársæls Árnasonar og félaga lians. Sú tilraun bar þó ekki tilætlaðan árangur og tókst öllu ver en *) Þessar sýningar fórust fyrir svo sem nú er kunnugt orðið, — Bitstj.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.