Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 14
172
F R E Y R
fvrsti innflutn'ingur hreindýra, hálfri annari
öld áður. Þessi sauSnautainnflutningur varð
mörgum til mikilla vonbrigða og þó fyrst
og helzt þeim, sem lagt liöfðu mest fram í
erfiði og fjármunum. Sennilegt er, að einhver
mistök hafi hér átt sér stað, sem e.t.v. hefði
mátt koma í veg fyrir. — Varla liefði farið
ver, þótt dýrunum hefði verið sleppt alveg
lausum í snjóléttu fjallendi og þau látin þar
afskiptalaus. Frjálsræðið á sennilega betur
við þau dýr en „vísindalegar fóðurtilraunir' f"
og aðbúS mannanna, þó að þetta sé auðvitað
gott og gagnlegt, þar sem það á við.
Þótt svona illa tækist til um þennan fyrsta
innflutning' sauðnauta, tmá ekki leggja árar í
bát og hætta víð svo búið. Aðra tilraun verð-
ur að gera og vanda betur til. Er þá hægara
að varast þau inistök, sem vitað er um af fyrri
reynslu, eða líkindi eru til að valdið hafi
strádauða dýranna. Mætti þá fremur vænta
góðs árangurs.
Næst þegar sauðnaut verða flutt hingað
inn, ættu þau að vera fleiri en síðast og á
misunandi aldri. Sá tími, sem þau yrðu
,,undir manna höndum£< ætti að vera seín
styztur og þeim sleppt lausum svo fljótt sem
unnt er. Það er óhugsandi að sauðnaut geti
ekki lifað hér og dafnað. Og aðra tilraun
verður að gera uin innflutning þeirra. —•
Þótt illa hafi til tekizt í fyrstu, má það ekki
verða til þess að ekki sé aftur reynt. Sauð-
nautin eiga að verða ein af okkar landdýrum
og leggja undir sig ónumdu öræfin. Þau gætu
orðið okkur til nokkurrar nytsemdar, þegar
tímar líða fram, og það fé, sem varið yrði til
innflutnings þeirra, er varla umtalsvert.
Ársæll Árnason er manna líklegastur til að
geta hrint þessu máli aftur í framkvæmd.
En til þess þarf hann auðvitað að njóta
skilnings og aðstoðar Aiþingis og stjórnar-
valda. Skal ekki að órevndu efast um, að sú
aðstoð verði fúslega veitt.
IV.
Fýrsti innflutningur hreindýra mun hafa
átt sér stað árið 1771. Þá lét Thodal amt-
maður flytja hingað 13 hreindýr frá Finn-
mörku, en aðeins 3 þeirra lifðu af flutn-
inginn og var sleppt lausum í Rangárvalla-
sýslu. — Síðar á 18. öld voru þrisvar flutt
hingaö inn hreindýr, og tókst þá betur tit.
Ut af þessum hreindýrum er sá hreindýra-
stofn kominn, sel.n nú er til á landi hér.
Hreindýr geta nú orðið talizt imeð dýra-
tegundum okkar, en þó eru þau miklu færri
og óvíðar en verið gæti. Um eitt skeið voru
þau miklu fleiri en nú, og mun hið skefja-
lausa dráp þeirra um langt árabil mestu hafa
valdið um fækkun þeirra. Þó er talið að þeim
hafi nú aftur fjölgað á síðustu árum, en samt
mun það enn eiga sér stað að þau séu drepin,
—- þrátt fjrrir fribunarlögin.
Ef til vill er ekki ástæða til að flytja meira
inn af viltum hreindýrum, einkum ef sauð-
naut yrðu flutt hingað inn og þau látin n
hreindýralausu lieiðalöndin.
Oðru máli gegnir um tcumin hreindýr. Inn-
flutningur þeirra er fullkomlega tímabært
mál, því að þau ætti aS Imega hafa hér víða
meb góðum árangri.
Fyrir ekki löngu síðan var uppi nokkur
hreyfing viðvíkjandi innflutningi taminna
snætt þeim skilningi á hærri stöðum, sem
þurfti, svo að hún gæti komist í fralmkvæmd.
— Yar það illa farið.
Skilyrði til hreindýraræktunar eru hér víða
góð og sumstaðar ágæt, og er því vafalaust
að hafa mætti af þeim miklar nytjar. — Að'
litlu leyti þyrfti þaö að vera á kostnað ann-
ars búreksturs, þótt nokkrir bændur, — þar
sem bezt hagar til — tæki upp hreindýra-
rækt til viðbótar þeim búrekstri sínum, sem
nú er. Hreindýrarækt gæti orðið einskonar
,,dýrtíðaruppbót“ margra íslenzkra land-
bænda. Þau sjá lengi fyrir sér sjálf og eru
ekki eins háð áhættu tíðarfarsins og annar