Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1937, Blaðsíða 15

Freyr - 01.11.1937, Blaðsíða 15
F R E Y R 173 búfénaður. En afurðir þeirra og afnot, gæti mörgurn oröið sem fundið fé. Einmitt nú er alveg sérstök ástæða til að gefa þessu máli gaum, og' hefjast handa um iunflutning taminna hreindýra. Borgfirzka míæðiveikin liefir rni gert þann uzla í sumum fjáraveitum^ að til örþrota horfir. Þessi vá- gestur vofir yfir sauðfjáreign mikils hluta landsmanna. Og þó allt sé gert til að hef’ta útbreiðslu veikinnar, þá eru, því miður, litl- ar líkur til, enn seuni komið er, að takast megi að ráða niðuríögum hennar, að fullu og öllu. Á sumum þeim jörðum, sem mæðiveikin hefir eytt aðalbústofni bændanna, eru alveg sérstaklega góð skilyrði til hreindýraræktar, — eins og t. d. í Uppsveitum Borgarfjarðar. "Víða er það svo að nautgriparækt getur ekki komið í stað sauðfjárbúa og jafnvel sízt á beztu fjárjörðunum. Þar eru tamin lireindýr tilvalinn bústofn og það eina, — ásamt loð- dýrarækt, — sem komið getur í stað sauð- f járins. Það virðist því ekki vera nein goðgá, þótt ætlast vær til að nokkru fé yrði varið til undirbúnings og innflutnings taminna hrein- dýra. Þyrfti það að vera gert í næstu fjár- lögum. ÞaS yrði aldrei sivo mikið fé, að miklu munaði í „status“ landsins. En ef þetta heppnaðist, — og utml þáð er ekki ástæða að efast, að órevndu, — myndi það fé, sem lagt yrði fram í upphafi, svara góðuim arði á til- tölulega stuttum tíma. -— Bændunum má ekki fækka. Og fjárjarð- irnar mega ekki leggjast í eyði, þótt sauðfé falli, vegna óviðráðanlegra orsaka. Þar eiga tömdu hreindýrin að koma í staðinn. 31. okt. 1937. GuSm. Þorláksson, Seljabrekku. íslenzkt dilkakjöt og enski markaðurinu. Halldór Pálsson, liinn ungi, efnilegi fjár- ræktar-ráðunautur okkar segir í grein, sem hann skrifar í FREY júlí/ág. 1937 bls. 122 (leturbreyingar mínar) : „Kaupendumir —• íbúar ensku stórborg- anna — sækjast eftir kjöti af ungum, smáum dilkum. Bezt er að kropparnir vegi frá 10—15 kg. Þeir þurfa að vera beinasmáir útlima- stuttir og holdmiklir". Spurningunni á bls. 125 um það, livað hægt sé að gera, til þess, að kjötið nái betur að fullnægja kröfum enska markaðsins, svarar hann fyrst með því, að nokkuð megi bæta kjötið með ræktun okkar fjár og heppilegri meðferS þess, en slíkt taki alllangan tíma. Síðan telur hann „sjálfsagt að gera frekari tilratmir með innflutning holdafjár“, og’ segir, „að þessi tilraun■ sem gerð hafi verið og enn standi yfir með Border Leicester-féð, gefi góðar vonir um sœmilegan árangur“. Þessar upplýsingar og staðhæfingar gefa mér tilefni til eftirfarandi athugasemda. Mér finnst lýsing sú, er höf. gefur af því, hvernig fé fyrir enska markaðinn eigi að vera, ekki koma vel heim við útlit og vöxt Border Leicester-fjárins, sem er beinastórt, hefir stóra og' langa útlimi og hefir ekki, það ég til veit, á nokkurn hátt náð hér heppilegri holdþykkt en okkar landalda heimafé. Og mér er spurn: Á hvern hátt hafa þær lýst sér, hinar góðu vonir, sem höfundur talar um? Þegar var til umræðu innflutningur á Border-Leicester-fé, þá skiidist mér að lof- að A'æri iminnst 50 punda kropp-þunga af verðandi kynblendingum. Hvort miðað hefir verið við 4—4S/2 Imán. aldur —- eins og vana- legt mun vera um okkar dilka — eða 5—6þ'2 mán., læt ég ósagt, en varla hefir verið geng- ið út frá þeim yngri en okkar. En liver hefir reynslan orðið ? Ekki er aukinni kroppþyngd

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.