Freyr - 01.11.1937, Page 17
F R E Y R
175
hvítuauðug'iim fóðurtegundmiij sem gefnar
eru með korni, þegar mjölið er notaö í hæfi-
legri blöndu, eða sem viðbótarfóður. Tilraun-
irnar verða að endurtakast, áður en nokkru
er slegið föstu, og þær verða að vera fjöl-
þættari, ýmislegt annað verður að athuga,
meöal annars gæði þeirra eggja, sem varp-
hænurnar gefa meðan á tilraununum stendur.
3. Hestar. A tálraunabúum ríbisins var
1—2 ára gömlum tryppum gefið 0,6 kg. karfa-
mjöl á dag, í staðinn fyrir 0,5 kg. hafra og
2 kg. sykurrófur. Tryppin vöndust fljótt á
að éta karfamjölið, og svo brá við, að vöxt-
urinn varð örari hjá þeim, sem það fengu, í
stað hafra og rófna.
4. Svtn. A Farrholm við Ililleröd hefir
síðan í apríl s. 1. verið notað 10% síldarmjöl
og 10% karfamjöl sem eggjahvítuefna auð-
ugt fóður í blöndu handa gyltum og alisvín-
um. Svínin liafa étið fóðrið vel og engra ó-
venjulegra áhrifa hefir gætt. Því virðist af
ofanskráðum bráðabirgðatilraunum og at-
hugunum, vera ástæða til að veita íslenzka
síldar og karfaímjöli eftirtekt, sem kjarnfóðri,
svo lengi sem varan er eins góð og sú, sein
reynd hefir verið, og mjölið fæst með sann-
gjörnu verði.
Til viðbótar ofanskráðri tilkynningu frá
rannsóknarstofunni er ástæða til að geta þess,
að síldar og karfamjöl er eins og sakir standa
í svo háu veröi á heimsmarkaðnum, að það
getur ekki keppt við olíukökur og aörar teg-
undir eggjahvítuauðugra fóðurefna, sem not-
uð eru hér í Danmörku nii.
Á hinn bóginn skal engan veginn sagt, að
það sé útilokað, að í framtíðinni geti
opna.st markaður fyrir það til fóðurs hér,
verðsveiflur annara fóðurtegunda ráða þar
um nokkru, og þegar lengra verður komið
meS tilraunirnar, má vera að sannist, að í
síldar og karfamjölinu finnist þar efni, sem
hafi lífrænt gildi, fremur öðruim,, og til fóð-
urs lianda mjólkandi kúm og vaxandi ungvið-
um, getur það haft svo mikla þýðingu, að
valið verði fram yfir eggjahvítuauðugar fóð-
urtegundir. Um þessi efni skal þó engu slegið
föstu að sinni.
Á hinn bóginn er engum vafa 'bundið, að
bændum á Islandi er skylt að nota það til
fóðurs, þaS er innlent, og auðvitað ódýrara
heima, en er það með flutningskostnaði og
verzl uarálagningnm selzt, 4 markáði úti í
heimi, Hve mikið af því skal nota á dag
handa búfénu, — veit enginn með vissu, og
bændur verða aÖ styðjast við eigin eða ann-
ara reynslu í því efni, meðan ekki eru fyrir
liendi rannsóknir, sem sýna og sanna, að af-
urðirnar sem búið gefur, og heilbrigisástand
þess, er bezt og öruggast við ákveðinn dag-
skalmt, handa liverri tegund búfjár.
Kaupmannahöfn 23. sept. 1937.
G-ísli Kristjánsson.. .
Hrein mjólk
— góð mjólk
Það er kunnugt, að mat á gæðum vöruteg-
undanna er meira lagt til grundvallar (mark-
aði vorum nú en gerðist fyrr á tímum. Því
kappkosta allir framleiðendur að gera vöru
sína svo úr garði, að hún fyrst og .fremst
lítist vel, og í öSru lagi og ekki síður, að hún
reynist vel, og standist þau próf, sem af
henni eru krafin.
Engin fæðutegund er næmari fyrir mis-
jafnri meðferð en mjólkin. Því er það að von-
nm, að með lagaákvæðum sé girt fyrir aS hún
gangi kaupum og sölum, sém góð vara og holl,
eí hún í rauninn er stórgölluð og hættuleg
til neyzlu. Þó ströngum reglum beri aö fylgja
og þeim sé fylgt í 99 tilfellum af 100, skeö-