Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 18

Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 18
176 F R E Y R ui þó stöku sinrmm, að þetta síðasta tilfelli verður þess valdandi, að sóttmenguð nijólk berst á markaóinn og veldur sjúkdóm með- al þeirra, er hennar neyta. Mjólk er sem sé einhver sú bezta gróðarstía — livers kyns baktería, — sem fæst. Ótal leiðir og ótal ráð eru kennd og prédikuð um, hvernig fara skuli með mjólkina, allt frá því hún kemur úr spenanum og þar til hennar er neytt. Hvað er rétt og hver ráð eru bezt, skal ósagt hér, sjálfir sérfræðingarnir deila um það, og bezt er að láta þá deila í friöi. En ég vil hér segja frá nýjung, sem er mjög eftirtektarverð, og sjálfir vísindamennirnir standa undrandi vf- ir, fyrst í stað að minnsta kosti. Ég var, á síðastliðnum vetri, viðstaddur þar, sem rætt var um gæði og meðferð mjólk- ur, og reglur þær og kröfur, sem heilbrigð- isráö bæjanna gerðu um meðferð hennar og úthlutun. Jafn heilnæm og ómissandi fæðu- tegund þarf að vera neyzluvara í stærri stíl — langtum stærri — en nú er, en bæjar- búar kvarta yfir því, aö mjólkin sé of dýr, cg er mikið hæft í því, ekki sízt, þar sem svo hefir verið hér í Danmörku nú síðastliðin ár, að mjólkin fjórfaldaðist í verði frá fjós- dvrunum til neytendans. Bóndinn hefir feng- ið nál. 10 aura pr. 1., en neytandinn greitt um 40 aura pr. !1. (fita 3,35%). Milli- liðirnir segja. Kröftir þær, sem gerðar eru til meðferðar mjólkurinnar eru 'þannig, að kostnaður veröur gífurlegur. Flöskutap og mjólkurspillir, allt hlýtur að koma niður á neyteudunum, í viöbót við hina lögboðnu ger- ilsneyðingu, útsendingu imjólkurinnar o. s. frv. Því var haldið fram, að gæði mjólkurinn- ai svöruðu engan veginn til verðsins, og enda þótt gerilsneydd væri, lifði í mjólk þeirri, er daglega væri neytt, urmull skaðlegra gerla, sem væru miklu skaðleigri en mjólkursýru bakterían. Almenningur,'— sem ekki liefir hugmynd um þann aragrúa baktería, sem iiann drekk- ur með mjólkinni — undrast mjög og fær óbeit á mjólk við þá fregn, að í hverjulm; cm3 af mjólk þeirri, sem er á markaðinum, séu nokkrar milljónir þessara smávera, og spyr hvar sé þá rúm fyrir mjólkina, hún sé víst bakteríur og annað ekki. Á fundi þessum var staddur, prófessor Orla Jensen, þekktur gerlafræðingur, og undir um- ræðunum og bollaleggingunum um hvað gera skyldi, var honum bent á, að gera skyldi eins og farið væri að á „Sofienborg“, þaðan kom sú bezta mjólk, sem þekkist, svo góð, að hún er bakteríu frí, að heita má, þar eð meðal- tal af prófum þeim, er gerð hafa verið á þeirri mjólk, er hún kemur á markaðinn í Kaupmannahöfn, er um 200 gerlar á cm.3 Mjólk þessi er livorki gerilsnevdd eða á ann- an hátt losuð við gerla og bakteríur; það er leyndardómur, sem jafnvel sérfræðingar hafa sagt ósannindi. Til samanburðar skal þess getið, að sú hreinasta og bezta mjólk, „barna- mjólkin“ svonefnda, sem seld 1 er í Kaup- mannahöfn og framleidd undir eftirliti, hefir að meðaltali 2—3 þúsund bakteríur í hverj- um cm.3. Hver er þá leyndardómurinn 1 Hann er: Hreinlæti við mjaltir og meðferð mjólkurinn- ar á framleiðslustaðnuim. Sofienborg liggur um 40 km. frá Kaupmannahöfn, og því ekki ómögulegt að ko'mast þangað til þess að fá að sjá það, se'm þar gerist. Að vísu er ekki öllum levfður aðgangur, gjarnan verður að spyrja fyrst: ,,Má ég koma“. IJópum námsmanna eða sérfræðinga er gjarnan veitt móttaka, en yfirmaðurinn í fjósinu er góður kunningi minn, og því fór ég eins míns liðs, að heimsækja hann, og fekk góð og greið svör við því er Imig fýsti að vita. Sá sem á jörðina og búið er stóreignamaður, sem hvergi liefir sparað það er þurfti til framkvæmda. Það skal tekið fram strax, því menn segja með réttu, að enginn geti kraf- izt þess af hverjum bónda, að leggja fé til bygginga og véla, svo sem þarna er.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.