Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 24

Freyr - 01.11.1937, Qupperneq 24
182 PREYK það þótti ljóst, að jafnan væri mannþröngin mest við íslenzka liornið. En þar bar reynd- ar annað og fleira til en garöyrkjusýningin sjálf í þrengri merkingu, sem sé bún'ingurinn eða umgerðin, sem hún birtist í, en því befir B. A. lýst þannig: „Utan um aðalsvæðið var ca. 3 metra timb- urveggur — bogadregúnn í bálfhring. Yeggur þessi var dúklagður og á hann málað íslenzkt landslag — sveitabérað víðáttumikið — með ám og vötnum og bláum fjallabríng og jökul-i skalla í baksýn. Neðar í béraðinu voru bændabýli á víð og dreif. Á gólfinu inni í boganum var svo myndað íslenzkt landslag meö sjóðandi bver, og í námunda við hann gróðurhúsahverfi með glerþökum. En lágmyndin á gólfinu rann svo meistaralega saman við málverkið á þ'ilinu, þegar gengið var nokkur skref frá bogaveggnum, að því var líkast, sem íslenzkt íiérað befði stigið upp um salargólfið og stæði þar ljóslifandi fyrir augum allra. • — En það, sem kórónað'i listaverkið, var ís- lenzkur gosbver, sem útbúinn var fraímarlega á lágmyndinni, og sem á stundarf jórðunugs- fre'sti 1 þeytti rjukand'i vatnssúlum „bimin- hátt“ (8 m.) í loft upp rir gosgíg miklum, með dunum og dynkjum, eins og vera ber. Kringum gíginn var íslenzkur liraungrýtis- mulningur og liverahrúöur. Þetta var þannig útbú'ið, að undir gólfinu var vatnsketill, sem kynnt var undir, en sjálf- virkur útbúnaður, er danskur hugvitsmaður haföi gengið frá, stjórnaði því, að 1 hvert s’inn er vatnið náði vissu hitastigi hófust, gosin, en gufan streymdi jafnt og þétt upp úi hraungrýtinu umhverfis hverinn. Grammo- fónn, meö hljómplötu af gosdrunum, var einnig settur í samband við gosið, þannig að i livert skipti, sem gosið byrjaði, fór grammo- fónn í gang, og svo rak hver vatnssúlan aðra, með ægilegum undirgangi neðan xir iðrum jarðar.“ „Með þessu tókst að láta „ljósiö falla“ á okkur, engu síður en hina. Það var sýnt, í fá- um en skýrum dráttum, hvar við stóðum og hvert við stefndum, — að okkar íramtíð á sviði garðyrkjunnar byggist fyrst og síðast á okkar „fljótandi kolum“, hverahitanum, sem Island er svo auðugt af. Það fór því vel a því, að láta hinn litla og ólgandi goshver vera einskonar miðpunkt í sýningu olvlíar, mitt á meðal þeirra aldina og blóma, sem við höfð- um til að sýna —• og fyrst og fremst voru liíandi vottur þeirrar orku og þess auðs, sem býr í íslenzkujm hverum. Þetta varð eins- konar opinberun fyrir marga, er þarna komu — ■ og það mátti giöggt heyra á ýmsum hinna norrænu garðyrkjumanna, að þeir undruðust yfir og öfunduðu okkur af þeim fádæma auðí, sem við áttum hér í yðrurn jarðar — og skildu þaö, að íslenzk garðyrkja býr hér yfir vaxtarskilyðum, sem enn er ekki liægt að meta til fulls.“ Það var íslenzka garðyrkjufélagið, sem stóð að þátttöku okkar í sýningunni, og annaðist undibúning hennar, en ríkisstjórnin veitti nokkurn styrk til að standast kostnaðinn. Auk sýningarnefndar í hverju landi — hér voru nefndarmennirnir 5 — kosnir af Garðyrkjufélaginu, — mættu á sýningunni 2 fulltrúar frá hverju landi, er komu fram op- inberlega fyrir þess hönd. Þessir fulltrúar Is- lands voru Bjarni Ásgeirsson, í umboði ríkis- stjórnar, og Ragnar Ásgeirsson, í umboði Garöyrkjufélagsins. Flutti Ragnar fyrirlest- ur um ísl. garðyrkju í sambandi við sýning- una og var gerður að honum góður rómur. Eftir sýninguna fór Ragnar víða um Dan- mörku og flutti fyrirlestra og sýndi íslenzka garðyrkju, í lifandi myndum, teknum af Yig- í’úsi Sigurgeirssyni, á vegum Garðyrkjufé- lag-sins. — Síðan fór Ragnar um Svíþjóð og Noreg, og er nú nýlega kominn heim úr því ferðalagi. Yæntir Freyr aö geta síðar birt ferðapistla frá honum um förina, fleiri en þann, er birtist í þessu blaði.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.