Freyr - 01.11.1937, Side 28
186
F R E Y R
Skógræktarmál íslands
(Islands Skovsag)
Svo heitir merkileg grein, er framkvæmda-
stjóri ITeiöaí'élagsins danska, C. E. Flensborg,
hefir skrifað í tímarit Ileiðafélagsins og gefið
fit sérprentaða.
Flensborg er mönnum að góðu kunnur hér
á landi frá fyrri tíð, því að það var hann,
sem árin 1900—1906 stóð fvrir hinutm fyrstu
opinberu aðgerðum um friðun skógarleifa
liér á landi og ræktun nýrra skóga. Svo líða
30 ár, en sumarið 1936 kom Flensborg aftur
hingað, í boði dansk-íslenzku sambandslaga-
nefndarinnar, að tilhlutun nfiverandi skóg-
ræktarstjóra, Ilákonar Bjarnarson, svo að
honum gæfist kostur á að sjá með eigin aug-
um, hvað liefði áunnist í þessu þýðingarmikla
máli og hvernig skógræktarmálum okkar væri
nú komið eftir fvrsta mannsaldurinn, sem
þeim hefir verið sinnt hér að nokkru — og
sennilega til þess að fá úrskurð hans eða á-
lit um það, hverjar vonir sá árangur, sem
orðinn er af þessu starfi hingað til, gefur
fyrir framtíðina.
Eftir að liðin eru 10 ár, sem verðlaun hafa
verið veitt úr sjóðnum, má árlega veita. tveim-
ur nemendum við hvorn skóla verðlaun á
sama hátt.
Til verðlauna þessara má árlega verja allt
að helmingi af rentum sjóðsins á undanförnu
almanaksári.
4. gr.
Verðlaun þau, sem veitt eru samkvæimt 3.
gr. skulu, öðru fremur, vera nytsamar bú-
fræðibækur. Með hverjum verðlaunum skal
afhenda verðlaunaskjal, undirritað af stjórn
sjóðsins.
Verðlaun og verðlaunaskjöl skal afhenda
um leiö og nemendum eru afhent prófskír-
teini, að afloknu burtfararprófi frá bænda-
skólunum.
Meðan Flensborg dvaldist hér að þessu
sinni, fór hann alfaraleið til Norðurlands og
austur að Hallormsstað og svo hér ustur í
sveitir. Og framannefnd ritgerð er skýrsla
höfundar um það, er hann sá á þessu ferða-
lagi, og hugleið'ingar og ályktanir um fram-
tíðarmöguleika til skógræktar hér, út frá þeim
kynnum, er hann fékk um þessi mál á ferða-
laginu.
Okkur hér heima mun flestum finnast
fretnur lítið til um árangurinn, sem náðst
hefir liingað til,. og minnsta kosti má full-
yrða að hann hefir ekki vakiö almennan
óhuga fyrir skógræktinni eöa trú álmennings
í landinu á örugga möguleika til að „klæða
fjallið'' skógi hér á landi. En menn gæta
þess þá ekki, að það er ekki áhlaupaverk,
sem unnið verði í einu átaki, að klæða
skóglaust land skógi, jafnvel þótt sagan sanni
að það hafði áður verið skógi vaxið „milli
f.iails og fjöru“, og vilja þá heldur vitna til
þeirra sögulegu ummæla „at skógviðr vex
þar ekki utan björk ok þó lítilsvaxtar."
Það er þess vegna mikilsvert fjnr skóg-
rækfarmálið, og þá, sem fremstir standa í
fylkingu því til framdráttar — og ekki sízt
í baráttu þeirra gegn þeim lítil trúuðu — að
geta borið fvrir sig álit þess manns, sem bet-
ur en nokkur annar kynnti sér ástand og á-
stæður hér í byrjun, þegar skógræktarmáliö
var hafið hér á landi, og hefir um langt skeið
verið framkvæmdastjóri Heiðafélagsins
danska, en eitt af aðalverkefnum þess hefir
frá upphafi verið ræktun skóga á Jótlands-
heiðum. Mun því ekki auðgert að benda á
annan mann,er dómbærari sé um skógræktina
hér á landi og framtíðartmöguleika hennar.
Það er þess vegna gleðilegt að geta sagt
það. að þessi maður hefir örugga trú á því,
að hægt sé að klæða landið skósri aftur til
gagns oer nrýöi, og skulu nú tilfærð hér nokk-
ur atriði úr rltgerð hans, er sanna þetta.:
TJm skógrækt í elginlegum skilningi er enn