Freyr - 01.12.1940, Side 8
182
FRE YR
Sánin
Þú litla frœ svo létt og viðasmátt,
Ég veit að þú átt lyJcla að leyndum mátt,
er Ijúka upp töfraheim i móður jörð.
Og þegar straumar vorsins við þér hagga,
vermigeislar Ijóss og þvali dagga,
þá hrekkur opið hýðið upp á gátt.
— í hverri akurrein er lifsins vagga.
Já, þetta frœ er ofurlítil eind,
örsmátt brot af vorsins hitaglóð,
vaxtasmátt en verkadrjúgt í reynd;
varnir hýðis dylja lífsins sjóð.
Þvi frœin geyma fóstur jurta i dái,
fela kœrleiksvott svo enginn sjái.
Náttúrunnar ást er oft með leynd,
ávextirnir sjást á hverju strái.
Ég veg þig, litla, létta frœ, í hönd,
þú liggur eins og hjóm á fingurgóm,
þú borið ert af grœnum gróðurvönd,
sem greri hátt en hlaut sinn skapadóm.
Sá fagri stofn var frosti ofurseldur,
fýkur nú sem hismi og sinueldur.
En þegar sumarþeyrinn leysir bönd,
þá er oft hið smœsta er stærstu veldur.
Ég sveifla hendi hœgt með krepptum arm,
sé hníga í raka mold hín dýru frœ.
Þau eru smá, en flytja lífsins farm,
þau flögra eins og dúnn í vorsins blœ.
En moldin réttir mjúku frjóvi arma,
munnur kímsins drekkur raka og varma,
þar til spíran sprengir frœsins barm,
— sproti Ijóssins opnar svefnsins hvarma.
Og hér á dökkum moldarbeði brátt
birtast spirur, sem ég varla eygi.
Þeirra er œðsta þrá að leita hátt,
þráin eftir Ijósi á vorsins degi.
En áður varir allt er gróðri vafið,
ungu blöðin þenja út grœna trafið,
og þegar blœrinn berst úr suðurátt,
bylgjast mjúku stráin eins og hafið.
Vorsins djásn, þið frjóvi gæddu fræ,
flögin biða, lokið er að herfa.
Breiðið græna grund um sérhvern bæ,
græðið börðin þar sem vindar sverfa.
Rísi upp úr akurteigum dala
ótal lif af þyrnirósardvala.
Gróðurilmur sveipi lönd og sœ.
Sáðmanns iðja er góð, því verkin tala.
Veit ég ekkert veglegra en sá,
vorið hefir enga betri leiki,
því hvert eitt frjó, er foldu kyssir þá,
finnst mér sem á jólaljósi kveiki.
Og þegar fræ i hlýja moldu hrapa
hœkkar líf, en skuggar dauðans tapa.
Sá, sem starfar akurreinum á,
er að hjálpa guði til að skapa.
ÓLAFUR JÓNSSON.