Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 11
FREYR
185
bóndinn er ennþá virður vel, og starf hans
talið til mikilla nytja. Og undarlega margir
sem vegna aðstöðu sinnar búa að öðru, þrá
innst inni sveitalífið og unað þess, eða
a. m. k. einhverja snertingu við það, sem
grœr og vex.
Um það vitna m. a. gróðurblettimir,
blóma- og trjá-reitimir mörgu og fögru,
sem nú fjölgar með ári hverju við stein-
lögð stræti kaupstaðanna. Nú heyrir það
sjálfsagt til undantekningar, ef lengur er
hægt að tala um þá, „sem telja sér lítinn
yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð“.
Ég veit, að það er varhugavert að dæma
einni stétt þjóðfélagsins betri hlut en ann-
arri. Þýðing þess, sem vér störfum að, fer
auðvitað ekki fyrst og fremst eftir því,
hvað það er, heldur hinu, hvernig það er
rcekt eða af hendi leyst. En fyrir oss, sem
verkið vinnum, hefir það alveg ómetan-
legt gildi, að það sjálft veiti oss sem mesta
fullnægingu. Og að því leyti segi ég alveg
hiklaust, að hlutskipti þeirra, sem rækta
landið, yrkja jörðina, sé gott. Það, sem
þannig er borið úr býtum efnislega, er ekki
allt af svo ýkja eftirsóknarvert. Það er
mannlegt, að hugsa líka um þá hlið. En
það starf, sem byggist eingöngu á því, vant-
ar göfgi og fegurð.
í fornöld var sumstaðar litið á sáningu
akuryrkjumannsins sem heilaga athöfn, er
hefði stórvægilegt trúargildi. Eins og vér
munum líka úr biblíusögunum, að frum-
gróðinn af ávexti jarðarinnar var borinn
sem fórn fram fyrir guð.
Ég held, að enn sé einmitt talsvert eftir
af þeim hugsunarhætti, er þessum siðvenj-
um réð í öndverðu. Það er viss helgi, sem
hvílir enn yfir störfum sáðmannsins og
þeirra, sem með honum vinna að ræktun
landsins umfram það, sem einkennir flest
önnur störf. Og ég held líka, að þess vegna
finni sál mannsins meiri fullnægingu og
fögnuð í þeim en svo víða annars staðar,
þar sem hann leitar sér brauðs og „erfiðar
í sveita síns andlitis“.
Þetta er í rauninni ofur skiljanlegt. í
innsta eðli hvers einasta andlega heilbrigðs
manns er fólgin meira eða minna dulin þrá
þess að ganga í lið með lífinu sjálfu, styðja
það að einhverju leyti til vaxtar og þroska.
þessi hvöt kemur víða fram, en það er sjálf-
sagt ekki ofmælt, að hvergi nýtur hún sín
betur en í störfum þeirra, sem „hjálpa guði
til að skapa“, eins og Þórhallur biskup á
eitt sinn að hafa komizt að orði um hlut-
verk bóndans.
Ég tel það heppilegt, að vér sem flest
eignumst þenna skilning og vinnum í þess-
um anda störf vor. En þá má oss aðeins ekki
gleymast þetta, sem Meistarinn segir í lík-
ingunni fögru um sæðið, sem grær og vex,
sæðið, sem maður kastar á jörðina í trú á
frjómátt þess og vaxtarmöguleika, og upp-
sker síðan sem fullvaxinn ávöxt, er gefur
honum öll laun erfiðis hans og vinnu.
„Sœðið grœr og vex, hann veit eigi með
hverjum hœtti,“ stendur í sögunni.
Er það ekki svo, að um þetta atriði, sem
er hið veigamesta, ríki oftast furðuleg
þögn?
Vér lítum yfir það, sem vér höfum skapað,
og sjá, það er harla gott! Vér tölum um það,
sem vér höfum afrekað á þessu sviði, ræktað
og prýtt.
En hver gaf oss landið, sem vér byggjum,
landið, sem að vísu „agar oss strangt með
sín ísköldu él“, en geymir í skauti sínu svo
óendanlega mikla möguleika gróðurs og
vaxtar fyrir oss og börn vor? Landið, sem
á hverju vori breytist í nóttlausa veröld og
opnar oss dýrðarheima ósnortinnar fegurð-
ar og heillandi dásemda?
Landið friðsæla og fagra, sem vér elskum
öll og viljum svo gjarna hjálpast að til að
gera enn byggilegra og betra? Hver lét
grösin gróa og jörðina skrýðast skrúði vall-
arins, áður en nokkur mannshönd kom þar