Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 13

Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 13
FREYR 187 •I íM'iiiiig'amaðm' Maður sá, sem kvasði þetta segir írá, er Guð- mundur Bjarnason, bóndi á Mosvöllum í Önundar- firði. Pylgir hér mynd af honum rúmlega sextugum, og stendur hann þar sunnan undir bæ sínum, en hinum megin bæjarins er hlaðið, þar sem hann járnar hrossin. En jafnframt því, að kvæðið er um Guðmund, er því ætlað að vera í minningu allra þeirra íslenzku sveitamanna, sem skarað hafa fram úr við járningar og verið mörgum hjálplegir í þeim efnum. En Guðmundur Bjarnason er réttur fulltrúi slíkra manna. Þótt hann sé á sjötugs árum, sveitarenda hleypa frá bœndur heim til hans á klárum. Hann skal járna fyrir þá, hestum kenna hegðun rétta, hófinn unga móta, slétta, fjöður rétt í fótinn slá. Hann er aldrei innifastur, er þeir fœra slíkt í tal, göðra manna greiðviknastur, gjarnan helzt er járna skal. Líkt og öarn, er leikföng tekur, lífsins gleði er hug þess vekur, áhöld ber hann út úr sal. Hér er. ekkert hik í máli, haldið vel á þörfum grip, markviss hönd með hvössu stáli hófnum gefur réttan svip. Er sem þaulreynd augu vaki yfir hverju minnsta taki, verður aldrei fum né fip. Leikni hans að haga og berja hugur undrast komumanns, gerir fljótur fjöður hverja fótarprýði reiðskjótans. Þó að aldursþunginn vitji, þó að gigt í öxlum sitji, sýndu fáir handtök hans. Hann þótt lítt við hesta gœli, hefir tök við baldið fjör. Framkvœmd öll hans fyrirmœli fá þá stillt, þótt lund sé ör. Vonlaust þar að þrjóskast, sprikla, þekking sigrar, valdið mikla, hugur viss og hendi snör. Hollar mörgum hraustum fœti hendur voru þessa manns. Sagt er, fjölgað svo hann gœti sœmdarsporum léttfetans. Fríður hópur hefir gengið hans á leið og ungur fengið fyrstu járn við húsdyr hans. GUÐM. INGI KRISTJÁNSSON.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.