Freyr - 01.12.1940, Síða 16
190
FRE YR
við Osló og þar dvaldi Ólafur löngum á
sumrum öll sín æskuár. Fyrir nokkrum ár-
um síðan var honum gefið stórbýlið
Skaugum (Skógar) ekki alllangt frá Osló.
Þar hafa þau taúið, Ólafur og Mártha, en
þannig eru þau oftast nefnd í Noregi, án
allra titla. Búrekstur þeirra hefir verið með
mesta myndarbrag og vafalaust átt sinn
þátt í hinum miklu og alkunnu vinsældum
þeirra. Norskir bændur kunnu því vel, að
ríkiserfinginn og krónprinsessan réðu hús-
um á fornfrægu stórbýli og vissu full skil
á búrekstri úti og inni. Finnst þeim nú
vafalaust mikið aðgert, með mörgu öðru,
er einn af einræðisherrum þeim, sem nú
eru að reyna að stjórna Noregi með her-
afla og valdboði, hefir sezt í hið glæsilega
heimili á Skógum og býr þar. í því sem
fleiru hafa þeir reynzt seinheppnir innrás-
armennirnir.
Allir íslenzkir bændur munu óska þess
af heilum hug með norskum bændum og
norsku þjóðinni allri, að ekki líði mörg
missiri þangað til að Hákon konungur held-
ur heim til Noregs, til frjálsrar þjóðar í
frjálsu landi. Um leið munu þau Ólafur og
Mártha halda heim að Skógum úr útlegð
sinni, taka aftur búsforráð á hinu fagra býli
og börn þeirra leika sér þar um hlað og tún.
Á. G. E.
Gleðileg jóll
Goíi og farsæli
nýárí
Sláturfélag
Suðurlands
Messuferð
á jóladegi
Ársældarguðinn Freyr getur orðið svo
andheitur norður við Íshaf um vetrarsól-
hvörf, að sunnanáttin láti í veðri vaka
10° hita eða 12. Þá verður Fjallkonan rjóð
í framan og sveitafólkið brosandi af á-
nægju, það sem útivistinni er háð, og líka
hitt, sem gægist út um gluggann, innikróað.
En sá drottinn sem ég nefndi, getur gert
jólin hvít, án þess að lofa rauðum páskum
í þokkabót.
Á þeim kafla, sem almennt er nefndur
ísárin, bar það lítinn árangur, að heita á
Frey til árbótar, jafnvel þótt messuferð
væri borin fyrir brjósti. Svo reyndist mér
að minnsta kosti.
Ég var þó nokkuð messurækinn innan við
fermingaraldur. Þá voru mannfundir í
sveitum sjaldgæfir og helzta tækifæri í
messuferðum að sjá menn og hafa tal af
þeim. Þar gat forvitni fengið nokkra úr-
lausn, með því að hlusta á mál manna,
sem til messunnar komu.
Þá var það eitt sinn, að ég gerði að kapps-
máli að fá að fara til kirkju á jóladaginn.
Leiðin var svo löng, að gangandi maður er
þrjár klukkustundir að feta veginn í góðu
færi. Nú var gólfganga á jörðinni, eða
skálahjarn sem Sunnlendingar kalla, nokk-
ur sunnan kaldi í fangið og blika í lofti.
Faðir minn var leiðtogi fararinnar og var
vinnukona hans með í förinni. Ekkert gerð-
ist frásagnarvert í heimanförinni, né á
kirkjustaðnum. Messan byrjaði heldur seint
og var lokið í hálfrökkri. Benedikt prófast-
ur og alþm. í Múla átti þar hlut að máli,
hniginn þá á efra aldur og fór sér hægt að
öllu. Hann bað kirkjugestina, að messu af-
lokinni, að fara varlega á heimleiðinni, því
að loftvog væri fallandi og hætt við stormi.