Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1940, Side 21

Freyr - 01.12.1940, Side 21
FRE YR 195 Nú birtir yfir breiðum, nú blika geislar víða til lofts og hafs og hlíða Nú hækka vonir flug. Nú þýtur suðræn þíða um þjóðarinnar hug. Nú er sjálfstæðið aftur glatað. Geislar fullveldissólarinnar blika nú ekki víða, eins og Jakob Thorarensen komst að orði 1918. Hún er sigin í sæ. Landið er á valdi er- lends hers. En hvernig er innra sjálfstœði okkar? Er það einnig glatað? Svo finnst eflaust sum- um. Og flestir geta verið sammála um, að því sé mikil hætta búin. Ég er einn þeirra, sem líta svo á. Innra með okkur sjálfum búa skæðari óvinir en vopnaður her. En vantraust hefir aldrei hjálpað nein- um til sigurs. Það er skammt milli bölsýn- innar annars vegar og trölldómsins í sölum Dofrans hins vegar. Það er stutt leið frá afturhaldskenndri vantrú á öllum og öllu til Vana og Steingerðar, sem tóku Guð- mann hinn unga til fanga. Trúleysi hefir aldrei gefið neinum manni né þjóð óska- byr. Forneskja er ekki vænleg til leiðsagn- ar á framfarabraut. Fyrst íslendingar hafa varðveitt andlegt frelsi sitt í hálfa elleftu öld og borið sigur úr býtum í viðureigninni við meir en þús- und vetur, fyrst þeir hefa þolað eld og brennistein, fyrst þeir aldrei hafa látið kúgast né bugast af arðráni né þjökun inn- lendra og erlendra óvina — fyrst þeir hafa barizt við allt þetta ofurefli, þá ætti þeim að vera vorkunnarlaust að halda velli framvegis, þó að syrt hafi að um sinn. Sagan um mennsku mennina, sem lenda i tröllahöndum, er alltaf að gerast. Hún á jafnt við þjóðir sem einstaklinga. Tignar smáþjóðir, ein af annari, verða risum að bráð. Þeir orga í eyru þeirra til þess að trylla þær og villa. Við slíkt ofurefli er að etja, að mörgum þykir horfa til vonleysis og verða óttaslegnir. En hættulegasti óvinurinn er einmitt óttinn — hættulegri en óvættir þj óðsagn- anna og ofbeldisseggir nútimans. Eigin hugleysi er hræðilegra öllu öðru — og und- anhaldið, sem af því leiðir. Nátengd þvi eru svo fáræði, sjálfbyrgingsskapur og fordild, sem einangra sig sjálf. Sá, sem brýnir sig gegn öllum og öllu, líkt og broddgöltur, fær aldrei að njóta ylgeisla sólar. Hann er van- máttugur, ófrjáls. Hinn, sem ávallt viður- kennir sanna og göfuga hluti, miðlar og getur veitt þeim viðtöku, er konungur í ríki sínu. Skáldsnillingurinn Goethe lét svo um mælt í hárri elli, að hann hefði engum manni kynnzt, sem hann hefði ekki lært eitthvað af. Alþýðuskáldið íslenzka, Stefán frá Hvítadal, sem leit varla glaðan dag á heilbrigðs manns vísu, segist eiga „öllum gott að gjalda“. Þeir, sem þannig mæla með réttu, eru alfrjálsir og síungir. Vegur og gengi íslendinga var mest, þeg- ar þeir höfðu allar dyr og alla glugga opna fyrir menningaráhrifum álfunnar og um- heimsins. Eymd þeirra og niðurlæging var þá mest, þegar þeir voru mest einangraðir. Nú er nábýlið við umheiminn orðið svo mikið, að öllum hugsandi mönnum þykir nóg um. Landið okkar er stundum kallað Sóley, fjallkonan eða norðursins gyðja. Einar Benediktsson segir: Um hana hringast hafblámans svið. Hánorðurstjöldin glitra að baki. Svo hátt hún sig ber undir heiðu þaki með hrannadunum og straumanið. Föðmuð af ylstraum á eina hlið, á aðra af sæfarans harðleikna taki, áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvig á báðar hendur, situr hún hafsins höfuðmið. Svo farast snillingnum orð. En segja má og, að ísland sé skip í útsænum. Við erum dálítil skipshöfn, íslendingar, farþegar á

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.