Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 22

Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 22
196 FRE YR einu og sama skipi í reginhafi — líkt og forfeður okkar og mæður, sem sigldu hing- að frá Noregsströnd á landnámsöld. Á slíkum ferðum skipti miklu máli, að skips- höfnin væri samhent. Annars var voði vís. Velfarnan á hafinu var alltaf hættast, ef einhver öfuguggi í mannsmynd var innan borðs, — broddgöltur, sem spyrnti við réttindum annnarra skipverja. Við erum allir skipverjar á einu og sama fleyi og berum allir sömu ábyrgð á sigl- ingunni. En er nú skipshöfnin samhent? Á hver og einn í fari sínu þann drengskap og einurð, sem við þarf? Erum við gæddir þeim samvinnuþýðleik, sem bæði miðlar og kann að veita viðtöku þroskaáhrifum? Búum við yfir þeim virðuleik og ágætum, sem gefur okkur framvegis sjálfstæðan tilverurétt meðal þjóðanna? Berum við þá virðingu fyrir sjálfum okkur, sem ein er samboðin tign fjallkonunnar? Á því veltur hamingja þjóðarinnar, hvort reynslan svarar þessum spurning- um játandi eða neitandi. Á því veltur gengi okkar, hvort við erum frjálsir í skapi eða ófrjálsir, sjálfum okkur tryggir eða svik- ulir. Hið sanna frelsi byggist á heilbrigðum metnaði og ást á þjóðinni, tungu hennar og sögu og náttúru landsins. Þjóðsögurnar segja, að fjöldi hrikalegra fjalla í landinu sé byggður af tröllum. Mörg fell og stapar eru þó helguð holl- vættum og álfum. Tröllabyggðirnar eru einkum inni á öræfum, þar sem mennsk- um mönnum er ekki viðvært, en álfastap- ar og dverghamrar í dalhlíðum. Þessi trú hefur komið frá hjartarótum þjóðarinnar, sem þáði samúð og vernd á döprum og dimmum vetrarkvöldum en óttaðist skelf- ingar öræfanna. Einar Jónsson lýsir snilld- arlega þessari ofureflisbaráttu í myndinni af Guðmanni unga hjá tröllunum, Vana og Steingerði. í konungasögum greinir frá því, að Har- aldur Gormsson sendi hingað til lands kunngan mann í hvalslíki til að hefna sín á íslendingum. Hann komst hvergi á land, því að fjöll öll og hólar voru fullir af land- vættum, og fóru sumar þeirra á móti hon- um, svo að hann varð frá að hverfa. Um þessar mundir voru hollvættir vernd- arar þjóðríkisins. Seinna, þegar lands- menn glötuðu frelsi sínu, tóku illvættir sér bólfestu í þeirra stað í fjöllunum. Breyt- ingin fylgdi versnandi sambúð lands- manna. Er ekki djúpur sannleikur í þessu falinn, sígildur, fagurtær skáldskapur, sem heimfæra má upp á líf kynslóðanna, er koma og hverfa, fagna og njóta, þjázt og deyja að enduðu ævistarfi og viðskipti þeirra við landið? Eða eru ekki hamra- fjöllin og moldin, sem grösin fæðir, harla nátengd okkur öllum? Munið þið ekki eftir kyrrlátu vorkvöld- unum, þegar vellirnir gráta gleðitárum og tíbráin titrar á söndunum, þegar spegil- fletir vatna verða að bráðnu gulli og há- fjöllin steypa sér á höfuðið í hafsins djúp, þegar fjarlægðin blámálar hlíðarnar og hitamóðan sveipar stapana og fellin í glit- klæði, þegar blómin hafa svalað Ijósþorsta sínum og lúta höfði, en andi moldarinnar stígur upp frá grónum grundum í faðm næturinnar? Eg veit ekki, hvað öðrum finnst. En á slíkum stundum finnst mér allt umhverf- ið kvika af lífi. Þá finnst mér, að herskar- ar af litlum blómálfum dansi um vellina og lyngdvergar hoppi um hlíðar og móa. Hljóta þá ekki vatnagyðjur að koma upp úr djúpi lónanna og setjast á bakkana eða lækjabörn fela sig í skjóli hófsóleyjarinn- ar og hlusta á straumniðinn? Ætli huldu- meyjar í bláum klæðum séu ekki á ferli umhverfis hamraborgir og stapa á svona kvöldum? Opnast þá ekki dyr á hverjum hól? Eru þá ekki glaðvakandi voldugar landvættir í hamrabrúnum, sem gnæfa

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.