Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 24

Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 24
198 FREYR J©1 í vestur-ísleiiKkri byggð Eftir séra Jakob Jónsson Eitt af því, sem er eftirtektarvert í þjóð- lífi íslendinga vestan hafs, er samruni þeirra siða og hátta, er tíðkazt hafa í hin- um enska og íslenzka heimi. Eins og geta má nærri, verður þessa vart í daglegu lífi, félagslífi og við helgihald. Er það mjög und- ir hælinn lagt víða, hvað verður ofan á af hvoru fyrir sig, því enska og íslenzka, og má þó oftast finna einhverjar ástæður fyrir því, í hvaða átt þróunin sveigist. Jólavenjur og jólasiðir ýmsra þjóða eru ólíkir mjög, þó að jafnan megi finna þar svipaða undirrót. í jólasiðum nútímafólks geymist enn svo og svo mikið af helgihaldi forfeðra vorra fyrir þúsund árum, bæði helgisiðum þeirra, trúarskoðunum og trúar- tilfinningum. Svo er því varið um allar þjóðir. Þess vegna er það all fróðlegt efni til athugunar, hvernig íslenzkir og enskir jólahættir tengjast eða rekast á eftir at- vikum, í íslenzkri byggð í Vesturheimi. Hér hefi ég þó einkum í huga þann bæ og byggð, sem ég átti sjálfur heima í um nokkurra ára bil. Hvernig eru enskir jólasiðir í Canada? Einu sinni átti ég leið inn í kjötbúð í Wynyard á aðfangadag jóla. í dyrunum mætti ég enskum presti, sem ég þekkti, og spurði ég hann, hvenær hann ætlaði að messa í sinni kirkju á jóladaginn. „Ég ætla alls ekki að messa“, svaraði hann. „Hvað gerirðu þá?“ spurði ég. „O, ég ætla að éta kalkún“, svaraði klerk- ur. Svo fór hvor sína leið. Það fór hálfgerður hrollur um mig við orð prestsins. En sannleikurinn er sá, að þarna kom fram sá munur, sem er á jól- um enskra manna í Canada og jólum skandinaviskra þjóða. Jóladagurinn er þar ekki fyrst og fremst kirkjuleg hátíð, heldur heimilishátíð án nokkurs verulegs trúarlegs innihalds. Það á sér oft stað, að uppkom- in börn aldraðra foreldra komi heim til þeirra til máltíðar. Bernskuheimilið er end- urnýjað eftir því sem föng eru á, auðvitað með þeirri viðbót, sem komið hefir síðan, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarna- börnum o. s. frv. — Þetta er í rauninni fögur venja, sem styrkir bönd frændsem- innar, skapar gamla fólkinu marga hlýja gleðistund og glæðir samúð og virðingu hinna yngri fyrir hinum eldri í fjölskyld- unni. Jólin sjálf eru í enska heiminum aðeins einn dagur. Aðfangadagurinn er virkur alla leið til miðnættis. Búðir opnar, kaffihúsin full, ys og þys og gauragangur, hvert sem litið er. Þarna er sterkasta mótsögnin milli enskra og íslenzkra jóla. Við, sem nýkomin eru héðan að heiman söknum þeirrar helgi, sem á íslandi hvílir yfir jólanóttunni. Aldrei hafði ég aftansöng á jólanótt þau ár, sem ég var í Wynyard. Jólagjafir tíðkast mikið vestan hafs og virtist mér yfirleitt vera vel í hóf stillt eyðslu manna í gjafakaupum. Snotrir smá- hlutir og ýmiskonar þarfir hluti til híbýla- prýði eða til klæðnaðar voru mjög algeng- ar gjafir meðal fullorðins fólks. Að því leyti grunar mig, að vestrænir menn standi framar íslendingum hér heima. En það var annað í sambandi við jólagjafirnar, sem var mjög óviðfeldið. Það var Sankti-Kláusar- dýrkunin. Sankti-Kláus er orðinn all-gam- all í þjóðtrú Englendinga og Mið-Evrópu- manna, að ég hygg. Hefir hann tekið ýms- um breytingum. Nú er hann orðinn góðlát- legur gráskeggur, sem á hverjum jólum kemur akandi á sleða sínum, fullum af —J

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.