Freyr - 01.12.1940, Page 27
FRE YR
201
Jk\ \ t v _
rei er krökur ai Wama i
-4*^r-ÍT^r:i?r-zrf7TYlrT*rrn3-.\ lliurffl vr KrUKUr au KUIIIð •
Garðshorn
— Gæzkan mín, sagði Sigurður útborgunardag
einn, er hann kom heim. Finnst þér ekki gaman
að frétta um mann, sem hefir verið þrælheppinn?
— Jú, víst finnst mér það, sagði hún, hver var
það? ;
— Það er hann Jón, hann vann af mér allt
kaupið mitt.
*
Hann: — Þú ert alltaf að tala og hlustar ekki
neitt.
Hún: — Hvaða vitleysa, ég hefi heyrt hvert ein-
asta orð sem ég hefi sagt.
*
Gamall maður, sem sat meðal áhorfenda í leik-
húsi, fór að leita að einhverju á gólfinu. Kona,
er sat við hlið hans, spui'ði hvað hann hefði misst.
— Karamellu, sagði gamli maðurinn, konunni til
mikillar undrunar.
— Ætlið þér að segja mér, að þér séuð að leita
að einni karamellu? spurði hún.
— Já, svaraði hann. — Sjáið þér til, tennurnar
mínar voru fastar í henni.
*
Það hefir verið reiknað út, að hægt sé að mála
40,000 hlöður með þeim varaiitum, sem konur I
Bandaríkjunum nota á einu ári.
'í-
Geðveikur maður við nýja yfirlækninn, sem
hann mætir úti í garði:
— Hver eruð þér?
— Ég er nýi yfirlæknirinn.
— Þeir verða nú ekki lengi að hafa yður ofan af
því. Ég var Napóleon þegar ég kom hingað.
*
Mcðir v.ð son sinn, sem hún finnur inni í búri:
— Að hverju ertu að leita?
— Engu.
— Jæja, þú finnur það í blikkkassanum, sem
kökurnar voru í.
*
Verzlun, er seldi vörtumeðal, fékk eftirfarandi
bréf frá viðskiptavini:
— Ég er mjög ánægður með meðal yðar. Ég hafði
vörtu á brjóstinu, og er ég hafði notað 6 flöskur
af meðali yðar, flutti hún sig aftur á háls, og nú
nota ég hana fyrir skyrtuhnapp.
— Mér er sagt, að þér hafi verið fleygt út af
Hótel Hvanneyri í fyrrakvöld.
— Hvaða vitleysa, ég ætlaði út hvort sem var.
*
Það var komið með slasaðan mann í sjúkrahúsið.
Þegar búið var að binda um sár hans, fór hjúkr-
unarkonan að spyrja um nafn hans og hagi.
— Eruð þér giftur? spurði hún.
— Nei, ég datt bara niður af vinnupalli á þriggja
hæða húsi, svaraði sjúklingurinn.
*
Þingmaður nokkur fór að erta annan þingmann,
sem hafði sig lítt í frammi, að hann opnaði aldrei
munninn í þinginu, hvaða mál sem væri til umræðu.
Hinn svaraði:
— Það er ekki rétt hjá þér, ég opna að minnsta
kosti æðl oft munninn til þess að geispa, þegar þú
ert að tala.
/ kaffiboði.
— Um frú Guðrúnu er ekki nema gott eitt að
segja.
— Þá skulum við heldur tala um einhverja aðra.
*
Ungur lögfræðingur fékk atvinnu á búnaðarskrif-
stofu, og var sendur út í sveit til þess að skrifa upp
búið hjá bónda einum. Gekk honum sæmilega að
skrá áhöld og búfénað, unz hann rakst á gamlan
geithafur. Hann vissi engin deili á því, hvaða skepna
þetta var, en vildi ekki láta bera á fáfræði sinni og
hringdi því í síma til húsbónda síns á skrifstofunni.
— Hér er eitthvert kvikindi í flekkóttum og slitn-
um loðfeldi, með hvítt skegg og dapurlegt andlit.
— Mikill dæmalaus grasasni geturðu verið, svar-
aði forstjóri búnaðarskrifstofunnar, það er auðvitað
sjálfur bóndinn.
*
Það hafði slitnað upp úr trúlofun Sigga sjómanns,
og hann skeytti engu bréfum hennar, unz hún skrif-
aði harðort bréf og heimtaði að fá aftur mynd af
sér, sem hún hefði gefið honum. Sigga leiddist þessi
rella og hugsaði sér að kenna henni betri siði. Hann
safnaði saman hjá félögum sínum öllum þeim
stúlkumyndum, sem þeir höfðu aflögum. Þetta á-
litlega safn sendi hann gömlu kærustunni og svo-
hljóðandi bréf með þeim:
— Taktu þína mynd úr safninu. Ég er búinn að
steingleyma hvernig þú lítur út.
Freyr óshar öllum lesendum
sínum
yleðileyra jjóla
oy yóðs nýárs!