Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 16
52 TÍMARIT V.F.Í. 1949 Með þetta fyrir augum voru nokkrar jarðboranir áætlaðar milli írufoss og Ljósafoss austan við ána, og haustið 1948 voru tvær holur boraðar nálægt stöðvarhúsinu að Ljósafossi. Önnur borholan, Nr. . IX, liggur á austurbakkanum um það bil 150 m neð- an við stöðvarhúsið, en hin, Nr. X, liggur á nesinu milli stöðvarhússins og fossins. Þegar borholur þessar voru langt komnar, var horf- ið frá því ráði, að grafa jarðgöngin lengra en upp að Irufossi. Var því hætt borunum milli Ljósafoss og Irufoss. I stað þess var bætt tveim holum í bor- holusnið A, Nr. XI og XII, til þess að fá betri hug- mynd um legu berglaganna. Að lokum var svo bor- að þar, sem stöðvarhúsinu er ætlaður staður neðan- jarðar. Jarðfræðingi Atvinnudeildar Háskólans, Tóm- asi Tryggvasyni, var falið að fylgjast með borun- unum og túlka borkjarnana. Alls hafa þá 13 holur verið boraðar við Neðra Sog til þess að athuga bergið. Með þessum borun- um hefur unnizt mjög sæmilegt yfirlit yfir berggrunn svæðisins. 1 báðum holunum, sem bætt var við borholusnið A, varð vart ruðnings. Virðist það benda til þess, að ruðningurinn sé ekki staðbundin dældarfylling, sem jarðgöngin hafi lent í af tilviljun, heldur sé hér um stratigrafiskt lag að ræða, enda þótt, það komi ekki fram í öllum borholunum. Styður það þá skoðun, að ruðningurinn sé mórena. Kennilagið B II kemur fram í svipaðri hæð í öllum holunum. Uppi við Ljósafoss hvílir það á sandi og möl, sennilega áreyrum eftir jökulsá. Ofan á því hvíla einnig samskonar lög undir móberginu í Ljósa- fossi. Við írufoss er lagskiptingin svipuð ofan á kenni- laginu, en áreyrarnar eru hér mun þynnri en uppi við Ljósafoss, og undir kennilaginu verður þeh'ra ekki vart. I árgilinu neðan við Irufoss sést þessi lag- skipting greinilega. Ármyndunin er þar svo vel se- menteruð, að hún stenzt veðrun og svörfun eins vel og móbergið. í miðri brekku austan við írufoss (bor- hola Nr. XII) er ármyndunin horfin með öllu, en dálítið lag af eldfjallaösku þekur kennilagið undir móberginu. Er niður kemur úr kennilaginu, torveldast mjög allur samlestur berglaganna. Efst virðist mest bera á lausum gosmyndunum, ösku og gjalli, en þá skipt- ast á fremur þunn lög af móbergi og blágrýti nið- ur að ruðningnum. Berggrunnsrannsóknir þær, sem áður hefur verið getið, miðast fyrst og fremst við sjálft virkjunar- svæðið, enda hefur það úrslitaþýðingu í sambandi við hin fyrirhuguðu mannvirki. Þó þótti rétt að láta framkvæma jarðfræðilegar yfirlitsrannsóknir á miklu stærra svæði til samlesturs á jarðmyndunum Sogs- dalsins við jarðmyndanir Suðvesturlands í heild. Þessar rannsóknir gerði Trausti Einarsson prófessor

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.