Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.11.1949, Blaðsíða 17
TÍMARIT V.F.I. 1949 53 6. mynd. Mynni jarðgangnanna haustið 1949. veturinn 1947—48, og skilaði hann greinargerð um niðurstöður sínar vorið 1948. Niðurstöður Trausta víkja í ýmsu frá því, sem áður var haldið. Hann telur Lyngdalsheiðargrágrýt- ið runnið í lok fyrstu kvarteru ísaldarinnar, en ekki síðla á ísöld. Grágrýtið breiðist yfir víðáttumikið sléttlendi, sem nokkurn veginn jafnþykk plata. Nú- verandi Lyngdalsheiði er erosionsleifar af þessari plötu, en ekki seinglasial gosdyngja, eins og talið hefur verið. Dalurinn, sem Sogið rennur nú eftir, er grafinn niður í þetta grágrýti, og hefur verið að myndast gegnum meginhluta ísaldartímabilsins. Virkjunar- svæðið er því gamalt og lítt raskað, og varð ekki fyrir neinu sjáanlegu hnjaski við hið tiltölulega unga jarðsig, er Þingvallavatn myndaðist. Sprungur berggrunnsins á virkjunarsvæðinu eru sumar mjög gamlar, og engar ungar sprungur er hægt að benda á með vissu. Niðurstaðan er því sú, að virkjunarsvæðið hafi mjög lengi verið óraskað. Ruðningslagið undir B II telur Trausti vera mun eldra en Lyngdalsheiðargrágrýtið og því eldra en Sogsdalinn og ekki í neinu sambandi við árframburð Sogsins. Þó telur hann vafasamt, að ruðningurinn sé mórena. Samvinna ríkis og bæjar. Lögin frá 1933 um virkjun Sogsins gera ráð fyr- ir, að ríkið gangi inn í virkjunina sem meðeigandi fyrir hönd rafmagnsnotenda utan Reykjavíkur, þeg- ar tímar líða. Nú er svo málum komið, að rafmagni frá Sogi er veitt víða um Reykjanes og Suðurlandsundirlend- ið, og eykst tala notenda utan Reykjavíkur hröð- um skrefum. Þótti því tími til kominn, að ríkið gerð- ist meðeigandi virkjunarinnar, og í fyrra (1948) hóf- ust samningar um hlutdeild ríkisins. I sumar var gengið frá samningunum. Samkvæmt þeim fær ríkið nú þegar 15% eignarhlutdeild í virkjuninni. Ríkið og Reykjavíkurbær skipta kostnaðinum af virkjun Neðri Fossa milli sín til helminga, en að virkjuninni lokinni fær ríkið 35% eignarhlutdeild í báðum orku- verunum. Þá skyldi og skipa 5 manna stjórn fyrir virkjunina, skipar bæjarstjórn Reykjavíkur 3 menn í stjórnina, en ríkisstjórnin tvo. 7. mynd. Raufarhólshellir. Hellismunninn.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.