Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Page 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1949, Page 11
TÍMARIT V.F.Í. 1949 65 3. mynd. Skeljasandur í og umhverfis Faxaflóa. Á uppdrættinum eru auðkenndir þeir staðir, þar sem fundizt hefur sandur, sem inniheldur meira en 50% af skel (sbr. 4., 5. og 6. töflu). Hinn auðkenndi blettur í Flóanum út af Hvalfirði er lauslega teiknaður í samræmi við 4. mynd. hreinum skeljasandi. Hefur lega þess verið teiknuð lauslega á meðfylgjandi uppdrátt af Faxaflóa (3. mynd) að svo miklu leyti, sem Flóinn var rannsak- aður. En vitað er með nokkurri vissu, að það nær lengra út og vestur, og að utar í Flóanum er víða skeljasandur, þótt ekki þætti ástæða á þessu stigi málsins að kanna það frekar. Á hinu auðkennda svæði hefur fundizt hreinn eða því sem næst hreinn skeljasandur (sandur, sem inniheldur 90—100% af skel), en þau svæði í Flóanum, sem á hefur fundizt kalksnauðari skeljasandur, eru ekki auðkennd. Hið auðkennda svæði meðfram Syðra-Hrauni er um 50 km- að flatarmáli. Á ofannefndan uppdrátt hafa jafnframt verið merktir þeir staðir á sunnanverðu Snæfellsnesi, Mýr- um og norðanverðum Reykjanesskaga, þar sem fund- izt hefur skeljasandur, er inniheldur meira en helm- ing af skel.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.