Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Side 21
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 21 Söngkonan Ms Dynamite Var Söngkonan Ms Dynamite var of hrædd til að sofa nokkuð eftir að hún fór heim af spítal- anum með nýfæddan son sinn, vegna þess að mamma hennar missti fjögur börn. Ms Dynamite tjáði sig nýlega í fyrsta skipti um gleðina sem fylgir því að eignast barn. „Orð fá því ekki lýst hvernig mér leið þegar ég sá Shavaar í fyrsta skipti. Ég var svolítið hrædd í byrjun en svo ákvað ég að taka mig taki. Ég var sérstaklega smeyk af því að mamma mín missti fjögur börn, þau dóu öll þegar þau voru ungabörn," sagði söngkonan í viðtali um helg- ina. Fæðingin stærsta augnablikið í lífinu „Fyrstu tvo dagana eftir að ég kom heim af spítalanum með Shavaar gat ég ekkert sofið. Ég lá bara þarna og horfði á hann. I hvert skipti sem hann hóstaði fór ég að velta því fyrir mér hvað væri að honum. Síðan náði ég mér upp úr þessu og vissi fyrir víst að það myndi verða allt í lagi með hann.“ Ms Dynamite, sem heitir réttu nafni Niomi McLean-Daley, komst í heimsfréttirnar fyrir tveimur árum þegar hún varð fyrsti svarta konan til að vinna Mercury-verðlaunin fyrir sólóplötu sína. Þrátt fyrir sigrana á tónlistar- sviðinu segir hún að fæðing sonarins í júlí á síðasta ári sé stærsta augnablikið í lífi hennar. Sonurinn fær að hlusta á bófarapp „Ég er byrjuð að vinna afur og ég er mjög þakklát fyrir að starf mitt er þannig að ég get tekið hann með mér,“ segir hún og bætir því við að sonurinn fái að hlusta á bófarapp þegar hann verður eldri. „Sonur minn mun alast upp við ails konar tónlist, meira að segja rapp sem fjallar um neikvæða hluti. Raunin er sú að rappið fjallar um það sem alvöru fólk uppfif- ir, hvort sem það er slæmt eða gott,“ sagði hún að lokum og bætti við: „Ég elska að vera mamma. Eftir að ég eignaðist hann finnst mér eins og ég eigi allt." MsDynamite Komin afturá ferðina eftir fæðingu frumburðarins. Segir fæð- inguna stærsta augnabiik lifs sins en óttaðist að missa son sinn fyrstu dagana afþvi að mamma hennar missti fjögur börn. hrædd um son sinn af því að mamma hennar missti fjögur börn 'T'- Dv. Nýtt DV sex morgna vikunnar. Sími 550 5000 Ekkert kynningartilboð. askrift@dv.is Engin frídreifing. WWW.VÍSÍr.ÍS Mánaðaráskrift 1.995 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.