Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 Sport DV McBride á leið til Fulham Allt bendir til þess að Fulham muni fá bandaríska framherjann Mark McBride til þess að leysa Frakkann Luis Saha af hólmi en hann er á leiðinni til Manchester United eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Blackburn hefur lengi reynt að fá McBride en það lítur út fyrir að Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, hafi haft vinninginn og boðið McBride betri laun heldur en kollegi hans, Graeme Souness. McBride, sem hefur leikið með Columbus Crew í band- arísku atvinnumanna- deildinni, hefur áður spilað í ensku úrvalsdeildinni en hann lék með Everton við góðan orðstír. Spánn vann Sviss tvívegis Spánverjar unnu Svisslendinga tvívegis í vináttulandsleikjum í handknattleik um helgina en liðin mættust í Sviss. Spánverjar unnu fyrri leikinn, 28-25, og þann síðari, 30-25. Cesar Ardiles, þjálfari Spánverja, sagði eftir leikina að þeir hefðu ekki verið erfiðir en að liðið væri ekki komið í sitt besta form ennþá. Arno Ehret, þjálfari Svisslendinga, sagði að markmið hans liðs væri að komast í miliiriðil á EM en að liðið þyrfti að hafa mikið fyrir því að ná því markmiði. Rodman með 14fráköst Vandræðagemlingurinn Dennis Rodman spilaði sinn fyrsta leik með Long Beach Jam í ABA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt og ekki er hægt að segja að frammistaða hans hafi komið neinum á óvart. Rodman tók 14 fráköst í leiknum en tók ekki eitt einasta skot á körfuna í öruggum sigri Long Beach á Fresno, 130-110. Hann tapaði fjórum boltum og fékk fjórar villur í leiknum. Fulham hefur samþykkt tilboð meistara Manchester United í franska sóknar- manninn Luis Saha. Ensku úrvalsdeildarfélögin Fulham og Manchester United náðu loksins samkomulagi í gær um kaup ensku meistaranna á franska sóknarmanninum Luis Saha. Þessi frábæri Frakki hefur verið undir smásjánni hjá Alex Ferguson í nokkurn tíma en Fulham hefur ekki verið tilbúið til að selja hann þar til í gær þegar Manchester United bauð 10,5 milljónir punda í kappann. og borga uppsett verð fyrir Saha. Manchester United gaf út yfirlýsingu í gær þar sem kom fram að félagið hefði náð samkomulagi við Fulham í öllum grundvallar- Saha hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á að ganga til liðs við Manchester United og reiddist forráðamönnum Fulham þegar þeir neituðu að selja hann. Saha var því meira en lítið glaður í gær þegar hann fékk fréttirnar að kaupin hefðu gengið í gegn. „Ég er svo hamingjusamur. Ég hélt að þetta myndi ekki ganga eftir en ég er yfir mig ánægður með að félögin hafa komist að samkomu- lagi. Ég er hamingjusamasti maður í Englandi núna," sagði Saha. Mitt eina tækifæri „Old Trafford er happavöllur fyrir mig. Ég lék minn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þar og skoraði tvö mörk. Mér leið afskaplega vel hjá Fulham en ég get ekki beðið eftir því að takast á við þá áskorun að sanna mig hjá stærsta félagsliði heims. Ég vil spila í meistaradeildinni og vinna meistaratitla og því var Manchester United alltaf fyrsti kostur fyrir mig. FERILL LUISSAHA 1978 - fæddur 8. ágúst í París. 1991 - fékk inngöngu í hirin víðfræga Clairefontaine- knattspyrnuskóla fyrir efnilegustu knattspyrnumenn Frakklands. Júní 2000 - gekk til liðs við Fulham frá Metz fyrir 2,1 milljónir punda. 2000- 2001 - skoraði 32 mörk fyrir Fulham í 1. deildinni á sínu fyrsta tímabili. 19. ágúst 2001 - skoraði tvö glæsileg mörk gegn Manchester United í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni. 2001- 2002 -skoraði aðeins níu mörk á tímabilinu þrátt fyrir góða byrjun. 2002- 2003 - vonbrigðatímabil þar sem Saha skoraði aðeins sjö mörk. 19. janúar 2004 - seldur til Manchester United fyrir 10,5 milljónir punda eftir að hafa skorað 14 mörk það sem af er tfmabilinu. Ég er búinn að bíða eftir þessu í rúman mánuð og ég vissi að ég fengi ekki annað tækifæri til að komast að hjá félaginu því að félagið hefði getað verið búið að kaupa annan framherja í júní,“ sagði Saha. Hann sagðist jafnframt ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. „Það er gífurleg samkeppni hjá öllum stórum Iiðum og ég veit það. Ég ætla mér hins vegar að spila eins marga leiki og ég mögulega get og ég hlakka til þess,“ sagði Saha. Nauðbeygðir Manchester United hefur gengið afskaplega illa að skora að undanförnu og eftir tvo markalausa leiki í röð, gegn Newcastle og Wolves, þá ákvað Ferguson að taka upp veskið atriðum um kaupin á Saha og að- eins ætti eftir að ganga frá nokkrum smáatriðum. Það er fastlega búist við því að allt verði klöppuð og klár í lok þessarar viku og svo gæti farið að Saha verði í leikmannahópi Manchester United þegar liðið mætir Southampton á heimavelli um næstu helgi. Það er ekki algengt að Man- chester United eyði svona miklu púðri í að fá til sín leikmann sem á ekki einu sinni fast sæti í landsliði sínu. Saha, sem er 25 ára gamall, er reyndar ekki að keppa við neina aukvissa þar en þetta sýnir trúna sem Ferguson hefur á honum. oskar@dv.is :: „Ég er svo hamingju- samur. Ég hélt að þetta myndi ekki ganga eftir en ég er yfir mig ánægður með að félögin hafa kom- ist að samkomulagi. Ég er hamingjusam- asti maður í Englandi núna." Sæll og glaður Luis Saha er afskaplega hamingjusamur með að vera orðinn leikmaður Manchester United. Reuters Ferdinand áfrýjar Rio Ferdinand sendi igær enska knattspyrnusambandinu greinagerð þar sem hann áfrýjar átta mánaöa banninu sem hann var dæmdur i fyrir jói. Reuters Lyfjamálið heldur áfram í Englandi Ferdinand áfrýjar Enska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að það hefði fengið áfrýjun frá Rio Ferdinand, varnarmanni Manchester United og enska landsliðsins, gegn átta mánaða banninu sem sambandið dæmdi hann í fyrir jól eftir að Ferdinand gleymdi að mæta í lyfjapróf í lok september á síðasta ári. Sambandið fékk 120 blaðsíðna greinagerð þar sem áfrýjun leikmannsins kemur fram en hann mun byrja að taka út bannið í dag. Það gerir hann til þess að eiga möguleika á því að spila með enska landsliðinu í Evrópukeppninni í Portúgal f sumar ef bannið verður stytt þegar það verður tekið fyrir. Enska knattspyrnusambandið hefur ekki enn ákveðið hvenær áfrýjunin verður tekin fyrir en staðfesti að Rio Ferdinand myndi byrja að taka út bannið í dag, 20. janúar, þar sem ekki hefði komið fram beiðni um annað. > Ferdinand var valinn af handahófi til að taka lyfjapróf á æfingasvæði Manchester United 23. september síðastliðinn, gleymdi að mæta í það en stóðst prófið 36 klukkustundum síðar. Miklar deilur hafa verið að undanförnu hvort bannið sem hann fékk hafi verið of langt eða ekki. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur lítið gefið út um lengd dómsins en hann hefur gagnrýnt tímann sem það heufr tekið að koma Ferdinand af leikvellinum og í bann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.