Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2004 27
Nafn Moniku Abendroth hljómar kunnuglega í eyrum flestra enda hafa plötur þessa þýska hörpuleikara og
Páls Óskars selst í fleiri þúsundum eintaka. En það vita sjálfsagt fæstir að þessi orkumikla og lífsglaða kona
er búin að eiga heima á íslandi i hartnær 30 ár og smitaði foreldra sína svo vel og vandlega af íslandsáhuga
að þau létu bæði jarða sig hér á landi. Enn færri vita að Monika hefur farið upp í rúm með Hilmi Snæ.
Monika Abendroth
Hreifst af íslandi fyrir
þrjátiu árum og hefur
ekki farið siðan. í dag lit-
ur hún hvorki á sig sem
Þjóðverja né islending.
Flestir þekkja Moniku af
samstarfi hennar við Pál
Óskar en hún spilar
einnig með Sinfoniu-
hljómsveitinni, hoppaði
upp irúm með Hilmi Snæ
i 101 Reykjavik og leið-
beinir þýskum túristum
um landið á sumrin.
Þegar blaðamaður heimsótti
Moniku á heimili hennar á Seltjarn-
arnesi var útsendingu íslensku tón-
listarverðlaunanna rétt nýlokið en
þar vann hún til verðlauna sem
meðlimur í Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. „Það er hálf undarlegt að fá
tónlistarverðlaun fyrir klassík og
gullplötu á einu og sama árinu," seg-
ir Monika og hlær en jólaplata henn-
ar og Páls Óskars, Ljósin heima, hef-
ur selst í yfir 5 þúsundum eintaka.
„Sölutölur eru samt bara sölutölur.
Það sem skiptir mig mestu máli er
að heyra fólk segja að tónlist okkar
hafl snortið það á einhvern hátt.
Einhver fór með diskinn okkar á
fæðingardeildina, annar huggaði sig
við tónlistina eftir lát ástvinar og enn
annar hlustaði á diskinn þegar hann
var að læra undir próf.“
„Upprunalega þýsk"
Þegar Monika er spurð um upp-
runa sinn segist hún „upprunalega
vera þýsk“ og bætir því við að hún
líti eiginléga hvorki á sig sem Þjóð-
verja né íslending. „Það er svo und-
arlegt að fæðast svona í einu landi
og setjast að í öðru. Maður gleymir
því hvernig það er að vera þýskur og
aðlagast nýja staðnum, að minnsta
kostiþeim hlutum sem henta manni
vel. Eg er eiginlega hvorki fugl né
fiskur. Einhvern tímann sagði vinur
minn við mig: „Þú ert bara fljúgandi
fiskur" og ég kann nokkuð vel við
það,“ segir Monika og hlær. „Það er
alls ekki þannig að ég umgangist
bara Þjóðverja og sæki sérstaklega í
þeirra félagsskap. Ég reyni fyrst og
fremst að umgangast skemmtilegt
fólk."
(slandsbakterían stórhættu-
lega
Monika flutti til Islands árið 1976
en þá hafði hún þegar komið tvisvar
hingað sem ferðamaður. „Ég sigldi
hingað með Gullfossi árið 1973 og
heillaðist af þeirri stórbrotnu nátt-
úru sem hér er. Ég vissi það ekki fyrr
en seinna að þarna hafði ég fengið
þessa frægu og stórhættulegu ís-
landsbakteríu. Arið eftir kom ég aft-
ur í heimsókn og þegar ég kom heim
settist ég niður, skrifaði Sinfóníu-
hljómsveit Islands bréf og óskaði
eftir stöðu hörpuleikara.'1 Moniku
barst svar skömmu síðar þar sem
henni var tjáð að staðan væri upp-
tekin. „Ég hélt að þetta væri bara
kurteisleg leið til að segja þvert nei
en ári síðar fékk ég annað bréf þar
sem mér var boðin staðan."
Monika tók sér ársleyfi frá stöðu
sinni sem hörpuleikari í Rheinische
Philharmonie í Koblenz og flutti til
íslands ásamt þáverandi sambýlis-
manni sínum. „Dvölin hérna reynd-
Stærsta hlutverkið til
þessavarí 101
Reykjavík þar sem ég
lék drukkna konu á
barsem endaði heima
í rúmi með Hilmi Snæ
ist honum erfið enda var hann leik-
ari og fékk lítið að gera á meðan ég
blómstraði í tónlistinni. Hann gafst
þess vegna fljótlega upp og flutti aft-
ur til Þýskalands."
Monika hins vegar bjó hér í tvö
ár, flutti þá aftur til Þýskalands en
tók ári síðar ákvörðun um að flytjast
hingað fyrir fullt og allt.
Foreldrarnir jarðaðir í Foss-
vogskirkjugarði
Foreldrar Moniku eru látnir en
svo undarlega vill til að þau eru bæði
jörðuð hér á landi. „Fólk verður
mjög hissa þegar það heyrir það og
finnst þetta mjög sérstakt fyrir-
komulag. Þau létust bæði í Þýska-
landi, voru brennd þar en grafin hér.
Þau voru bæði mildð hér og fannst
gaman. Bróðir minn býr í Sviss, syst-
ir mín í Bæjaraskógi en foreldrar
mínir bjuggu rétt hjá Múnchen.
Fjölskyldan er þess vegna dreifð út
um víðan völl. Pabbi stakk upp á því
einhvern tímann að þau myndu
bara láta jarða sig hér, þetta var eig-
inlega svona skyndihugdetta. En eft-
ir því sem þau íhuguðu þetta betur
komust þau að þeirri niðurstöðu að
þetta ætluðu þau að gera," segir
Monika og brosir. „Mamma dó fyrst
og þegar pabbi kom hérna um jólin
fórum við með kerti að leiðinu hjá
henni. Honum fannst þetta alveg
frábært og sannfærðist um að þau
hefðu tekið hárrétta ákvörðun."
Harpan eins og stór gítar
Fæstir vakna upp einn daginn og
ákveða að byrja að læra á hörpu.
Þannig var það ekki heldur með
Moniku sem byrjaði að læra á gftar
þegar hún var 9 ára. „Flest sem hef-
ur gerst f lífi mínu hefur verið tilvilj-
unum háð þótt ég sé farin að halda
að einhver hafi raðað þessu svona
saman. Þegar ég var 17 ára bauðst
mér að spila á gítar í leiksýningu. Ég
var með mikla leikhúsdellu en ég
fékk ekki frí í skólanum til þess að
mæta á æfingar. í þýskum skólum
fær maður ekki frí fýrir svona vit-
leysu! Mamma og pabbi ákváðu hins
vegar að ég skyldi fá að spila í þess-
ari sýningu og skrifuðu skólanum
bréf þar sem stóð að ég væri veik.
Svo vildi þannig til að í sýningunni
var líka hörpuleikari. Eg fór að
spjalla við hann og ákvað að skipta
úr gítarnum yfir í hörpuna. Ef for-
eldrar mínir hefðu ekki skrifað bréf-
ið þá væri ég ekki hörpuleikari í
dag," segir Monika og vill ekki kann-
ast við að sakna gítarsins. „Nei, nei,
blessuð vertu. Harpan er bara eins
og stór gítar."
Monika ákvað síðar að hefja há-
skólanám í hörpuleik. „Mamma
vildi alltaf að ég lærði eitthvað „al-
mennilegt" og stakk upp á því að ég
yrði íþróttakennari. En pabbi sann-
færði hana um að sumir gætu haft
atvinnu af tónlist, það þyrftu ekki
allir að spila á torgum," segir Mon-
ika og skellir upp úr.
í rúminu með Hilmi Snæ
Páll Óskar og Monika hafa komið
fram víða á undanförnum tveimur
árum og hafa spilað á tónleikum um
allt land, í brúðkaupum, jarðarförum
og um borð í skemmtiferðaskipum
svo eitthvað sé nefnt auk þess sem
mikill tími fer í æfingar fyrir sinfóníu-
hljómsveitina. Monika segist samt
reyna að finna sér tíma fyrir sitt aðal-
áhugamál, leiklistina. „Gamli draum-
urinn var alltaf að verða leikkona. Ég
er í Leiklistarfélagi Seltjarnarness og
hef leikið í tveimur leikritum og
nokkrum kvikmyndum. Stærsta hlut-
verkið til þessa var í 101 Reykjavík þar
sem ég lék drukkna konu á bar sem
endaði heima í rúmi með Hilmi
Snæ," segir Monika og hlær þegar
hún sér svipinn á blaðamanni. „Upp-
haflega þegar mér var boðið hlut-
verkið hugsaði ég með mér: „Ég er
hörpuleikari f Sinfóníuhljómsveit Is-
lands, ég get ekki gert þetta!" En mig
langaði svo mikið að spreyta mig á
þessu, sjá hvort ég myndi þora og sló
þess vegna til.“ Moniku hefur líka
brugðið fyrir í myndunum Ikingut,
Monster og Split en hennar nýjasta
verkefni var leikur í Kaldaljósi. „Þar
lék ég skurðlækni í einni senunni.
Þegar ég mætti á frumsýninguna
rakst ég á Hilmar Oddsson sem sagði
við mig.',,Æi, ég hefði átt að hringja í
þig. Senan sem þú lékst í var klippt
út,“ segir Monika og er augljóslega
skemmt.
Tónleikar í París í næstu viku
Þegar Monika á frí í bæði hörpuleik
og leiklist reynir hún að ferðast um
heiminn með einkadóttur sinni, Önnu
Gyðu, sem er 21 árs. „Ég er ferðafrík.
Mér finnst æði að fara til framandi
landa og Anna Gyða er frábær ferðafé-
lagi. Við erum búnar að fara saman til
Taílands, Egyptalands, Gambíu og
Dóminíkanska lýðveldisins en þar á ég
SOS fósturbarn sem við heimsóttum.
Það var ótrúleg upplifun."
Næsta ferðalag sem Monika fer í er
ævintýraferð að vissu leyti þótt ekki sé
hún til framandi lands. „Ég er að fara
til Parísar til að spila á útgáfutónleik-
um á disknum Lady & Bird með Barða
í Bang gang. Ég veit ekkert hvernig
þetta verður en við Barði erum búin að
hittast einu sinni, ég þekki lögin og
veit hvað ég á að gera," segir Monika
og brosir en uppselt er á tónleikana.
Hafa selt yfir 8 þúsund eintök
Páll Óskar og Monika héldu sína
fyrstu tónleika í Grasagarðinum fyr-
ir tæpum þremur árum og samstarf-
ið vakti strax rnikla athygli. „Ég man
að Fréttablaðið hringdi og spurði:
„Hvað eruð þið eiginlega að gera
saman?!" Fjórum dögum eftir þessa
tónleika tókum við svo ákvörðun
um að gera disk. Það rná segja að í
þessu samstarfi okkar hafi Palli farið
lengra yfir í klassík áður en hann
kíkti yfir í minn heim og ég í hans.
Við erum samt mjög ólík og vinnu-
brögðin líka. Palli er ofboðslega
músíkalskur. Hann þarf bara að
hlusta tvisvar á lag og þá kann hann
það. Ég þarf að hafa mínar nótur og
æfa og æfa.“
Þótt þær tvær plötur sem dúóið
hefur sent frá sér hafi hvarvetna
hlotið einróma lof og selst í samtals
meira en 8 þúsund eintökum segist
Monika ekki reikna með að þriðja
platan líti dagsins ljós. „Það er alls
ekki auðvelt að gera „follow up“ disk
svo vel sé og við Palli biðum með
það í 2 ár. Þá hafði hann fengið þá
hugmynd að gera jóladisk og mér
leist vel á það. Okkar tónlist lientar
einmitt anda jólanna svo vel."
Sextugsafmæli á
Snæfellsjökli
Monika verður sextug í júní
næstkomandi en hún segist ekki
vera farin að hugsa mikið um það.
„Þegar ég varð fimmtug hélt ég stóra
veislu. Ég hugsa að ég geri það ekki
aftur. En ég hef mjög gaman af tíma-
mótum og fékk reyndar þá hug-
mynd að bjóða vinunum upp á Snæ-
fellsjökul, halda bara almennilega
veislu þar."
Monika er alls ekki ókunnug jökl-
inum því þá tvo mánuði sem Sinfón-
íuhljómsveit Islands liggur í dvala á
sumrin, nýtir hún tækifærið og vinn-
ur sem leiðsögumaður urn ísland.
„Ég sýni mínum gömlu löndum
landið sem ég hreifst svo mikið af
fyrir 30 árum síðan," segir Monika
og bætir við hlæjandi. „Eins og þú
heyrir að þá er ég alls ekki bara
hörpuleikari í Sinfó!"