Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3 7. JANÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandl: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og (gagna- bönkum án endurgjalds. Flugmiði á 1 pund Söluskrifstofur Icelandair í London og Glasgow bjóða nú far- miða til ísíands á að- eins 1 pund eða 130 krónur. Gildir miðinn báðar leiðir. f tilkynn- ingu frá félaginu segir að hér sé um einstakt tækifæri að ræða í til- efni af 29. febrtíar en sá dagur komi aðeins upp á fjögurra ára fresti og kaílist hlaupár. 29 far- miðar verða í boði frá flugvöllum beggja stað- anna. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ort í ófærð Mikil ófærð hefur verið á Raufarhöfn að undan- förnu og íbtíar vart komist tír htísi. Sveitar- stjórinn sendir bæjarbúum hvatningu í vísuformi á meðan gengið er frá fjárhagsáætlun við eld- húsborðið: „Illskurok og áttlaus hríð ólmast htísið kringum. Nú er kvala og kuldatfð og kalt á snjótittling- um.“ Helför fyrir börn Unnið er að undirbtín- helför nasista en hdn er sérstaklega samin fyrir börn. Það er sem þýðir en bókaút- gáfan Salka gefur tít. Vilborg Dag- bjartsdóttir ingi títkomu bókar um Einn trommari Hijómsveitirnar Heiða og heiðingjarnir og Hraun heimsækja Vest- flrðinga uin helgina og leika bæði á Flateyri og á ísaflrði. Jón Geir Jó- hannsson er trommu- leikari beggja hljóm- sveitanna þannig að í nógu verður að sntíast fyrir hann. Jón Geir á ættir sfnar að rekja til ísafjarðar. e JC. ro *o E :Q ro iSI C ro ■O l/l ■o 3 *o o z *o ro £ ro Hin nýju Norðurljós að er með djúpum trega að ég hlýt að viðurkenna að ég á afar erfitt með að hafa fastmótaða skoðun á þeim sam- runa gömlu Norðurljósanna og Fréttar ehf sem tilkynntur var með nokkurri viðhöfn í gær. Ef einhver skyldi nú telja að það sé vegna þess að Frétt ehf gefur út DV og ég er þess vegna fyrrverandi starfsmaður þess fyrirtæk- is og nýorðinn starfsmaður hinna nýju Norð- urljósa, þá skal ég taka skýrt fram að svo er ekki. Sú staðreynd myndi ekki hindra mig í að setja fram skoðun - bara ef mér tækist að koma mér henni upp. Ef einhver vill samt endilega trúa því að það sé skýringin á skoð- analeysinu, þá verður bara svo að vera. En sannleikurinn er sá að ég skil öll sjónar- mið svo ósköp vel. Ég skil vel að fólk skuli hafa áhyggjur af hringamyndun í íslensku viðskiptalífi. Og ég skil líka vel að fólk skuli hafa áhyggjur af því að eignarhald fjölmiðla þjappist á of fáar hendur. Og í rauninni er sjálfsagt að hafa af þessu áhyggjur - að minnsta kosti er sjálfsagt og eðlilegt og æskilegt að fólk hafi opin augun fyrir því hvað er að gerast í samfélaginu og hverjar afleiðingar einhver tiltekin þróun hefur, eða getur haft. En þótt ég skilji heiðarlegar áhyggjur fólks af þessum hlutum mæta vel er ég ekkert sér- stakiega hokinn yfir þeim sjálfur, ekki ennþá að minnsta kosti. Og mér þykir verulega gagnrýnivert ef einhverjir aðilar í samfélag- inu eru að nota sér hugleiðingar um þessi mál, fyrst og fremst í því skyni að bæta sína eigin valdastöðu, eða treysta sín fornu virki. Máiið er líklega að ég sé ekki ástæðu til að hafa þungar áhyggjur fyrr en það er komið í ljós hvort tiltekin atriði - eins og til dæmis stofnun hinna nýju Norðurljósa - verða til góðs eða iils. Ef samruninn á fjölmiðlamark- aðnum verður til þess - eins og forystumenn hins nýja félags sverja og sárt við leggja - að hið nýja fyrirtæki verði einfaldlega öflugra og betur í stakk búið tfi að framleiða vandað og gott efni sem íslendingar geta haft af bæði gagn og gaman, þá er það bara fínt. Segjum bara hið besta mál. Á sama hátt sé ég ekki tilefni til breytinga á til dæmis útvarps- og sjónvarpsrekstri ríkis- ins, ekki af því ég hafi mjög fastmótaðar skoðanir um það hvort ríkið eigi endilega að reka slíka starfsemi eður ei, heldur fyrst og fremst vegna þess að ég er ekki viss um að ef Ríkisútvarpið yrði skyndilega lagt niður, þá fengjum við eitthvað betra í staðinn. Ef menn hafa áhyggjur af því að margir fjölmiðlar í eigu fárra aðila hijóti að leiða til þess að þeir verði einhvers konar málpípur þeirra sömu eigenda, þá bið ég fólk einfald- lega að treysta okkur starfsfólkinu. Því við munum aldrei verða málpípur eins eða neins. Og fólk er heldur ekki svo illa gefið að það taki ekki eftir því ef fjölmiðlarnir færu inn á slíkar brautir - almenningur myndi ein- faldlega hafna slíkum fjölmiðlum. Svo við skulum bara bíða og sjá. niugtjökulsson Að lenda í fjárdrætti Gunnar öm Kristjánsson fráfar- andi forstjóri SlF var í viðtali við Viðskiptablaðið sem út kom í gær. Gunnar öm fer um víðan völl, rekur starf sitt hjá fyrirtækinu og greinir frá framtfðaráformum sínum en hann hefur helst í hyggju á næst- unni að hvtla sig, spila golf, veiða fisk og lyfta sér upp. Hann ætti nátt- úrulega að hafa ráð á því að taka því rólega eins og DV hefur bent á fær hann rausnarlegan starfslokasamn- ing hjá SÍF eða sem nemur 84 millj- ónum króna. Viðskiptablaðið kýs reyndar að taka svo til orða að DV hafi „býsnast" yfir launagreiðslum til hans, og miili línanna liggur líka gagnrýni á okkur á DV fyrir aö hafa fjaiiað jafnframt starfslokum hans um rannsókn Rúdslögreglustjóra á Qárdrætti framkvæmdastjóra Tryggingasjóðs lækna, en Gunnar öm var endurskoðandi sjóðsins og skrifaði upp á reikninga sem sfðan hefiir komið í ljós að vora í meira lagi brogaðir. Gunnar öm telur sig hafa verið tengdur málinu á ósanngjaman hátt og hafi það verið meiðandi fyr- ir sig. Hann vísar því og aigerlega á bug að starfslok sfn hjá SÍF tengist Qárdrættinum hjá Tryggingasjóði lækna á nokkum hátt, „enda hefði ég þá hætt fyrir tveimur árum ef svo hefði verið," segir hann en málið kom fýrst upp fyrir tveimur árum. Okkur á DV þykir að sjálfsögðu afar leitt ef við meiðum einhvern, hvort sem það er Gunnar Örn Krist- jánsson eða einhver annar. Hins vegar þykir okkur óneitanlega sem hann taiki furðu létt á athæfi fram- kvæmdastjórans þegar hann segir: „Þessi blaðamennska er sorgleg eins og hún birtist og er tekin úr öllu samhengi við raunveruleikann. Auðvitað er það mannlegur harm- leikur þegar menn lenda í því að draga sér fé eins og þessi aðili sem hefur stýrt sjóðnum frá 1969 og not- ið til þess trausts. Málið er í rann- sókn og það er auðvitað skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega þar sem Við verðum að segja að okkur fmnst skrmgHega að orði komist þegar Gunnar Örn segir um framkvæmda- stjórann aðhann hafi „lent í" fjárdrætti. Mað urinn er grunaður um að stolið 80 milljónum króna á margraára tímabili. En þetta er liklega helstdæmi um kristilegt um- burðarlyndi Fyrst og fremst maður telur sig hafa unnið þessa vinnu algjörlega í samræmi við það sem ætlast er til af endurskoðanda." Vissulega er það rétt hjá Gunnari Emi að um „mannlegan harmleik" er að ræða í þessu tilviki. Hins vegar verðum við að segja að okkur finnst skringilega að orði komist þegar hann segir um framkvæmdastjór- ann að hann hafi „lent í“ Qárdrætti. Maðurinn er grunaður um að stolið 80 milljónum króna á margra ára tímabili. En þetta er lfklega helst dæmi um kristilegt umburðarlyndi. í Viðskiptablaðinu er líka viðtal við GuðnaÁgústsson. Hann er held- ur ekki beint hrifinn af skrifum DV sem hann segir einkennast af „yfir- læti, hroka og dónaskap". Við ótt- umst að það það sé ekki síst þessi meinlausi dálkur hér sem Guðna líkar svo illa og ætlum seint að skilja hvenær fólk ætlar að átta sig á þess- um dálki. En Guðni er góður maður og ætlar að biðja fyrir okkur. Við þökkum Guðna kærlega og munum einnig minnast hans í bænum okk- ar. En merkilegast við viðtalið við Guðna þótti okkur nú raunar kafli um hringamyndun í viðskiptalífinu sem er einkar dæmigerður fyrir skoðanir ýmissa. Guðni segir: „Auðvitað orkaði það tvímælis þegar við í ríkisstjórninni ákváðum að selja Landsbankann nánast í hendurnar á einum aðila í stað þess að leita eftir dreifðri eignaraðild, eins og margir höfðu haft á orði. Ég er ekki að gagnrýna persónu þeirra manna, en í upphafi skal endinn skoða. Völdin eru gríðarleg. Það verður hvorki auðvelt né sjálfsagt að selja Landsímann við þessar að- stæður. Framsóknarflokkurinn verður alla vega að hugsa um stærð og hlutverk Landsímans og að hann fari ekki sömu leið þótt peningar séu í boði. Það má auðvitað segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú að rísa gegn skapara sínum, freisi einstak- lingsins, en Davíð viðurkennir ákveðna ógn í loftinu. Við fram- sóknarmenn og vinstri menn höf- um alltaf varað við auði og völdum fárra. Við höfíim gríðarlega marga öfl- uga einstaklinga í samfélaginu í dag, kannski fleiri en áður. Þeir hafa margir gert mjög góða hluti, en ég held að þeir verði líka að gá svolítið að sér. Það fer mjög í taugar allra ef menn hafa það á tiJfinningunni að fáir menn ætli að leggja undir sig ís- land. Ég held að það sé mikið atriði að menn átti sig á því, að þeir em að skaða sjálfa sig með því að ætla að gleypa alla hluti og ráða.alls staðar. Hitt er svo alveg klárt að það er mik- iU kraftur í atvinnulífinu, aldrei meiri, og lífskjör almennt hér hafa batnað verulega í tíð núverandi rík- isstjómar og eitt mesta hagvaxtar- skeið er framundan út þetta kjör- tímabil."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.