Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 43 Jafnrétti kynjanna ræður í Bílanausti þar sem konur gegna ýmsum stjórnunarstörfum. Stundum dettur andlitið af körlunum. „Vil framgang á mínum forsendum,“ segir Vera innkaupastjóri. Stundum þegar karlar koma í Bílanaust í Borgartúni til að kaupa viftureimar, bremsuklossa, kerti eða aðra þá varahluti sem tíðum í bflana vantar er ekki óalgengt að þeir spyrji konumar sem afgreiða í búðinni hvort enginn karlmaður sé á svæðinu. Verði karlarnir sem vinna í búðinni hinsvegar fyrstir fyrir svör- um gerist það ósjaldan að þeir leita til sam- starfskvenna sinna, enda hafa þær í mörgum tilvikum mun meiri þekkingu á hlutunum. Þá er ekki ofsögum sagt að andlitið detti af körlun- um, sem í sumum tilvikum eru verkstæðiskarl- ar sem eru með stóra lófa, olíu undir nöglunum og tvist í rassvasanum. Eða er staðalmyndin af bifvélavirkjum ekki einmitt þannig? Skartgripir og smursíur „Spurningar um hvar karlarnir séu gengur ekki að taka nærri sér, heldur einfaldlega spyrja á móti hvort við konurnar getum ekki hjálpað þeim. Þá verða sumir karlanna svolítið hvumsa, en bera síðan upp erindi sitt sem okkur tekst síðan að leysa með bros á vör. Miklu fleiri þekkja okkur þó, enda er stór hluti viðskipta- vina okkar fastakúnnar sem koma hingað jafn- vel oft á degi hverjum," segir Hrefna Bragadótt- ir vörustjóri. Fimmtán ár eru síðan hún hóf störf hjá Bfla- nausti, en áður hafði hún afgreitt í skartgripa- vöruverslun. Himinn og haf greina að gull og silfur annarsvegar - og smursíur og platínur hinsvegar. „Grunnurinn er þó hinn sami; þjón- usta við fólk,“ segir Hrefna sem segist sæl í Bfla- nausti, þar sem hún gegnir sem fyrr segir starfl vörustjóra og sér um daglegan rekstur verslun- arinnar í Borgartúni. Alfheiður Vilhjálmsdóttir kom til starfa hjá fyrirtækinu fyrir þrettán árum, en hún stjórnar í dag lagerhaldi og öllum send- ingum út úr húsi. Vera Björk ísaksdóttir er inn- kaupastjóri iðnaðarvöru hjá Bflanausti, en þessar þrjár konur hafði DV tal af í vikunni og ræddi við þær um starf þeirra á vettvangi, þar sem. karlarnir hafa verið alls ráðandi og eru raunar enn - víðast hvar. Skynsemi skiptir mestu Nærfellt 100 manns starfa hjá Bflanausti, en fyrirtækið rekur verslanir víða um landið. Kynjahlutföllin í starfsmannahaidinu eru, að sögn þeirra stallna, þau að um fjórðungur starfpmanna eru konur, en öllu jafnari í Borgar- túninu þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Skipa konur raunar margar af helstu stöðum yf- irmanna í fyrirtækinu. „Hér þykir alveg sjálfsagt að fólk geti unnið sig upp í starfi, alveg óháð kyni. Sem er auðvit- að sjálfsagt mál. Sjálf er ég hér í innkaupadeild- inni og með tímanum öðlast maður reynslu og þekkingu á hlutunum, svo sem verði og gæðum varanna. En í þessu starfi einsog öðru skiptir al- menn skynsemi kannski mestu máli,“ segir Vera Björk sem starfaði hjá Johann Rönning í mörg ár og síðar Slípivörum og verkfærum - en það fyrirtæki sameinaðist Bflanausti fyrir fjór- um árum. Getur gert við bíl Alfheiður Vilhjáimsdóttir starfaði í matvöru- geiranum áður en hún kom í Bflanaust og hefur á þeim rúma áratug sem hún hefur starfað þar „Hefþó alltafgetad bjarg- að mér varðandi það helsta í viðgerðum. Get alveg skipt um bremsuklossa og stýrisenda í bíl og kenndi síðan strákunum mínum að geta bjargað sér með slíkar viðgerðir/' öðlast ágæta þekkingu á því helsta sem fyrir- tækið höndlar með. „Sjálf hef ég þó alltaf getað bjargað mér varðandi það helsta í viðgerðum. Get alveg skipt um bremsuklossa og stýrisenda í bfl og kenndi síðan strákunum mínum að geta bjargað sér með slíkar viðgerðir. Heima hef ég alveg getað gengið í pípulagnir og einföldustu rafmagnsviðgerðir." Alfheiður bætir við að í verslunarstörfunum í Bflanausti sé vissulega þýðingarmikið að hafa gripsvit á hlutum og þeim vörum sem í boði eru. Hinsvegar sé það í þessari verslun - einsog öllum öðrum - að þjónustulundin gagnvart við- skiptavinum skipti mestu. Það að vera tilbúinn að mæta þeirra kröfum og þörfum. „Síðan erum við líka hér með bifvélavirkja við afgreiðslustörf í búðinni, menn sem þekkja á allt gangvirki bflanna og geta svarað tæknilegum spurningum og stærstu vanda- málunum." Frumskógur og flottir bílr Bflanaust býður alls um 90.000 vörunúmer „... og það er því varla hægt að setja sig ná*- kvæmlega inn í alla hluti, miklu frekar þarf maður geta fundið upplýsingar um vörurnar í handbókum, á Netinu og víðar. Og það er tals- verður frumskógur, en fólk lærir á endanum að rata í gegnum hann,“ segir Álfheiður sem neitar því líkt og stöllur hennar að hafa sjúk- lega bfladellu eins og einhver myndi. „Ég er alltaf sjúk fyrir flottum bflum. Finnst gaman að keyra þá að ég tali nú ekki um ef að- eins er hægt að gefa í,“ segir Vera Björk og hlær. Á eigin verðleikum Hrefna segir að sér þyki afskaplega gott að starfa í hinum karllæga heimi bflavaranna. „KajM. ar taka allt öðruvísi á hlutunum en konumar, kon- ur em stundum svo yfirþyrmandi nákvæmar að vandamálin hreinlega magnast upp í slíku and- rúmi. Karlarnir taka léttar á hlutunum og andinn er skemmtilegri, að mér fínnst. Ætti ég val um hvort ég væri að vinna einvörðungu meðal karla eða kvenna myndi ég ekki hika við að taka fyrri kostinn," segir Hrefna - og undir þetta taka stöllur hennar. Vera Björk bætir við í þessu sambandi að sér þyki fráleit jafnréttisbarátta ef konurnar hasli sér völl á þeim vettvangi þar sem karlarnir hafa ráðið för til þess, á grundvelli einhverskonar kynjakvóta. „Ég vil ekki eiga framgang minn undir því einu að ég sé kona, heldur á eigin verðleikum og engíw öðru.“ sigbogi@dv.is SKJAtAKN 99 kr. f-R-l-e U& f OOT&T, 02094 02123 02108 m&m- I I TiTflnii: ina 03076 02030 02023 Guinness i ■eHHRL&,«N i 03000 03003 03006 I1CIIDOLEVI DICITflL i umn i (DVAMAHA 03526 03542 03507 I SONY mJEEPlil 01061 01020 03007 TUBORG I zíppog | QJESUS FÓH SUCCE55FUL IIUING 03121 03144 03189 I I mim I 03235 03030 03200 02037 THE©FILES 02025 Micmsoft 03015 C : \>_ 01014 03021 PŒPSI HRINGITÖNAR 03220 Marlb or o R'nB / Hip Hop EMINEM - CLEANING OUT MY CLOSET 13196 FUGEES - READY OR NOT 13112 EMINEM - WITHOUT ME 11056 OUTCAST - SOFRESH.SO CLEAN BUSTA RYHMES - WOHAA 11017 11010 OPUS X - LOVING YOU GIRL DMX - X G0NNA GIVE ITTOYA 10004 13776 C21 -SHECRIES B2K & P DIDDY - BUMP BUMP BUMP 13773 13772 50CENT- IN DACLUB 13756 COUNTING CROWS - UNKN0WN EMINEM - SING FOR THE MOMENT JENNIFER LOPEZ- IM GLAD 13742 13757 13807 L8R - IN DA HOUSE 13805 NAS - NAS 13761 SANTANA - WHY DONT YOU " 13765' SNOOP DOGG FT PHARRELL - BEAUTIFUL 13760 BLACK EYED PEAS - WHERE ISTHE LOVE 13828 MARY J BLIGE - LOVE AT FIRST SIGHT 13825 BEYONCE KNOWLES - CRAZY IN LOVE 13820 99 kr. 80's A-HA - HUNTING HIGH AND LOW 09022 A-HA - LIVING DAYLIGHTS ____ 09020 A-HA - TAKE ON ME 09001 SANDRA - MARIA MAGDALENA 07059 BRUCE SPRINGSTEEN - BORN IN USA 07050 MICHAEL JACKSON - BEAT IT 07048 WHAM - WAKE ME UP BEFORE 07040 UB 40 - RED RED WINE ~ ~ '07039 MEN AT WORK - DOWN UNDER 07032 ROCKY THEME - EYE OF THE TIGER 02070 KISS -1 WAS MADE FOR LOVIN 02061 H0TCH0C0LATE-SEXYTHING 02043 WlLD -PIAY THAT FUNKY MUSIC 02042 'GDNS N R0SES - SWEET CHILD 0 MINE 02021 D0NNA S'JMMER - HOT STUFF 02018 P0LICF - ÉVFRY BREATH Y0U TAKE 02014 'PiHERNANDEZ - B0RN T0 BE ALIVE 02005 EUR0PE -THE FiNAL C0UNTD0WN 02004 DIRE STRAITS - WALK OF LIFE 10092 PET SHOP BOYS - G0 WEST 10014 merki fr [kóði] sendist á 1900 tone fr [kóði] sendist á 1900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.