Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Page 27
DV Fókus LAUGARDAGUR 3 7. JANÚAR 2004 27 Litli Svarti Sambó. I samanburði við Bombí Bitt er þessi fræga persóna, sem mjög svo hefur verið til umræðu í tensium við kyn- þáttafordóma, aigjör engill. eldi af víðsýni. Og ég tel að vanmat á börnum sem lesendum sé því miður landlægt meðal þeirra sem halda mjög frammi pólitískum rét- trúnaði. Börn geta alveg lesið þess- ar bækur án þess að fá einhverjar ranghugmyndir. Eina hættan er sú að þau séu alin upp í umhverfi þar sem þessar skoðanir eru viðteknar. Ef eitthvað gengur þvert á þá lífsýn sem börnin hafa getur þetta ekki haft slæm áhrif og börnin fyllilega fær um að meta þetta sjálf.“ Tarzan nefnir Ármann sem annað dæmi um bækur sem lesa má í rasisma og til marks um hverf- andi áhrif þess segist Ármann hafa á sínum tíma haldið með fót- boltaliði á Englandi eingöngu af því að þar var einn leikmanna svartur. „Ég reyndar hætti að halda með þeim og missti alfarið áhug- ann á fótbolta skömmu síðar." Barnabækur afsprengi þjóð- félags Annar bókmenntafræðingur er Anna Heiða Pálsdóttir en hún er sérfræðingur í barnabókum. Anna Heiða starfar einnig sem skrif- stofustjóri hjá Alcoa - án þess reyndar að það komi þessu hið minnsta við. Hún segist ekki þekkja Bombí Bitt en vekur á því athygli að í Svíþjóð sé kennari að nafni Lena Levenás, sem lét krakk- ana í sínum bekk lesa bókina. Hún er gersamlega yfir sig hneyksluð á textanum. Anna Heiða vill fara mun varlegar í sakirnar og kýs að fordæma Bombí Bitt ekki með svo afgerandi hætti. „Barnabækur eru afsprengi þess þjóðfélags - sem skapar þær og eins segja þær okkur ýmislegt um samtímann. Umrædd bók var fyrst gefin út snemma á 4. áratugnum, rétt um það leyti sem nazismi var í uppsiglingu. Þá þótti ekki „ljótf' að kalla blökkumann „negra" og fólk var með fordóma gagnvart gyðingum.“ Fritiof Nilsson Pirat- en (1895-1972). Þessi skánski höfund- m befur verid ihá- vegutn hafður i heimalandi sinum Svíþjod. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir rasiskan texta. Nú eða aldrei, hugsaði ég, tók upp pístóluna og miðaði mitti hausanna á tveimur, sem sátu fyrir framan mig, og skaut negrann, svo það kom hnefastórt gat þvert í gegnum hann. tíma. Enda höfundurinn Fritiof Nilsson (Piraten) í hávegum hafð- ur. Af dæminu sem hér er rakið treystir hann sér ekki að segja til um hvort þarna sé íronía á ferð eða bara hreinræktaður rasimi og leitt að bendla höfunda við slíkt án þess að vera viss í sinni sök. „Það var nú svo mikið sem mað- ur las. Ég man reyndár eftir því að hafa lesið í einhverri Sallý Baxter bók nokkuð sem teljast má ómeng- aður rasismi." Þá var þjónn ríks manns, svertingi, afhjúpaður sem glæpamaður. Mistökin sem sá ríki gerði voru þau að hafa tekið hon- um sem jafningja. í bókinni stóð eitthvað á þá leið að negri er og verður negri * og ríki maðurinn gleymdi því að innst inni þegar svertingjar eru annars vegar er alltaf svartur kjarni. Ármann man bara eftir einum bókaflokki sem ekki var leyfður á heimili hans. Það voru bækurnar um Bob Moran og stafaði af því að faðir hans hafði einu sinni gripið í bókasafnsbók úr þeim flokki, lesið hana og ofboðið. Vanmat á börnum landlægt „Annars einkenndist mitt upp- Umdeildar barnabækur Tarzan - yfirburðir hvíta stofnsins Sjálfur konungur apanna, Tarzan, eða öllu heldur bækurnar um samnefnda hetju eftir Edgar Rice Borroughs, hafa ekki sloppið í gegnum þetta nálarauga. Tarzan er vitaskuld hvítur og ber af bæði öpum og þá ekki síður svertingj- um sem eru ekki félegur söfnuð- ur. „Blámennirnir ranghvolfa augunum," og jafnvel aparnir gera skýran greinarmun og flokka hiklaust í apa, menn og svert- ingja. Tinni og heimsku svertingj- arnir Tinni, þessi knái blaðamaður, sem belgíumaðurinn Hergé skóp, hefur marga fjöruna sopið hvað varðar að vera í deiglu þeirra sem lesa óæskileg skilaboð í skáld- verkum. Ekki aðeins þykir fræð- ingum ýmislegt benda til þess að hann sé hommi, sem er nú sök sér, heldur þykir sú mynd sem Hergé dregur upp af svertingjum til dæmis í bókinni Tinni í Congó vera niðrandi. Þar stígur svarti maðurinn ekki í vitið nema síður sé. Menn hafa reyndar orðið til að benda á að Skapti og Skafti eru hvítir og ekki beinlínis skörpustu hnífarnir í skúffunni. En það hef- ur lítt að segja og er bágborin málsvörn þegar verk lenda í varð- haldi og kvörninni hjá rasista- löggunni. Doddibannaður Enski höfundurinn Enid Blyton, sem hefur sent frá sér gríðarlegt magn vinsælla bóka- flokka ætlaða börnum og ungling- um, þykir sérlega for- dómafull. Ekki bara er hún í ónáð hjá femínist- um, en kynjahlut- verkin í bókum Blyton eru ákaf- lega gamaldags, heldur þykir hún einnig uppvís af rasisma. Dodda- bækurnar voru bannaðar um tíma og í Ævintýrabókunum, til dæmisÆvintýraeyjunni, eru glæpahundar oftar en ekki svartir. Sallý Baxter og hinn svarti kjarni Sallý Baxter bókaflokkurinn er eftir Sylvia Edwards og einkum ætlaður stúlkum. Sallý er rösk stúlka sem lendir í ýmsum ævin- týrum. í einni bókanna er fjallað um ríkan mann sem hefur sér til halds og trausts ^svartan þjón sem síðar í bókinni er afhjúpað- ur sem glæpa- maður- inn. Boð- skapur- inn er svo undir- strikaður sem sá að mistökin sem ríki maðurinn gerði var að líta á svarta manninn sem jafningja. En negri er negri og innst inni er alltaf svartur kjarni. Þarna er al- veg ómengaður rasismi á ferð. jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.