Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 37. JANÚAR 2004 Fréttir DV Cookskamm- ar Blair Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, hvetur Tony Blair forsætis- ráðherra til að viðurkenna að þær leyni- þjónustu- skýrslur sem ráðherrann kynnti breska þinginu um Irak, hefðu verið rangar. „Það er orðið vandræðalegt að fylgjast með því að ríkisstjórn okk- ar skuli enn ekki horfast í augu við veruleikann," sagði Cook. Hús rústað í Betlehem ísraelskir hermenn fóm í gær inn í Betlehem, í fyrsta sinn í sex mánuði, og lögðu í rúst heimili palestínsks lög- reglumanns sem drap tíu ísraela í sjálfs- morðsárás í strætisvagni í Jerúsalem. Fimmtán brynvarðir bfl- ar vom notaðir í aðgerðinni, sem ísraelar kalla réttmæt viðbrögð við sjálfs- morðsárásinni. Tveir hópar, Hamas og sveit A1 Aksa-písl- arvottanna, hafa lýst á hendur sér ábyrgð á sjálfs- morðsárásinni sem Ehud 01- mer, aðstoðarforsætisráð- herra ísraels, sagði enn einn naglann í líkkistu ffiðarferlis- ins í landinu. Heimili palest- ínska lögreglumannsins, sem sprengdi sig í loft upp, var lagt í rúst en þar bjuggu 12 ættingjar hans. Móður hans varð ekki haggað með þessum viðbrögðum og sagði: „Hver einasta móðir í Palestínu væri stolt af píslar- vættisdauða sonar síns.“ Hættulegir geislar lækna Hefðbundin notkun lækna á geislum til mynda- töku við læknisaðgerðir valda 700 krabbameinstil- fellum á ári í Bretlandi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar í landi sem The Times greindi frá í gær. Rannsóknin, sem er sú viðamesta sem gerð hefur verið í Bretlandi til þessa dags, staðfestir að geislar sem hafa verið álitnir nán- ast hættulausir geti valdið miklum skaða. Smári Geirsson Formaðurbæj- arráðs i Fjarðabyggð. „Það liggur til dæmis á að undirbúa þorrablót á morgun hér í Egilsbúð í Neskaupstað. Það er hið landsfræga Kommablót, sem er á vegum Hvað liggur á Alþýðu- bandalags- ins í Neskaupstað; félagsskap- ar sem aldrei hefur verið lagð- ur niður. Blótið er nú haldið í 38. sinn íröð og þetta er fyrst og fremst gert til að viðhalda sögunni. Það er alltafmarg- menni og þetta er mikill gleð- skapur. Við málum bæinn rauðan - eins og alltafþegar svona samkoma er haldin." Bankaræninginn, Edward Falvey, átti sér draum um fimmtán mínútna frægð. Falvey var dæmdur í fangelsi fyrir tveimur árum og hóf þegar að skipuleggja morð á frægri manneskju. Hann kom upp um sig í bréfi til sálfræðings. Hann hefur verið ákærður fyrir að hóta morði og á yfir höfði sér langa fangavist. Edward Falvey, 51 árs bankaræningi, hefur viður- kennt að hafa haft uppi áform um að myrða Hill- ary Clinton, fyrrum forsetafrú í Banda- ríkjunum. Falvey sit- ur í fangelsi þessa dag- ana en hann hlaut 30 mánaða dóm fyrir bankarán. Hann hefur verið ákærður fýrir fyrr- nefnda hótun og á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og sekt að upphæð 250 þús- und dollara. Falvey hefur áður verið handtekinn vegna svip- aðra mála og var ákærður árið 1977 fyrir áætlun um að drepa þá- verandi forseta landsins, Jimmy Carter. Hann hlaut skilorðs- bundinn dóm í það skiptið. Svo virðist sem Falvey hafi fyrst komið upp um sig í apríl í fyrra þegar hann skrifaði sálfræðingi fang- elsins bréf þess efnis að hann vildi taka fræga manneskju af lífi. „Líf mitt er svo litlaust og leiðinlegt. Ég þarf að krydda tilver- una aðeins.“ Meðfylgjandi var listi yfir ákjósan- leg fómarlömb og var Hillary Clinton þar efst á blaði. Eigin- maður hennar, Bill Clinton, var einnig á „Nú er lífið að verða spennandL.mér líður eins og kvikmynda- stjörnu/' listanum, svo og nokkrir hæstaréttar- dómarar og aðstoðardómsmálaráð- herra Bandaríkjanna. Skömmu síðar skrifaði hann aftur og virtist enn ákaf- ari. „Þetta verða mínar fimmtán mfn- útur af frægð. Ég kemst á spjöld sög- unnar.“ Eins og kvikmyndastjarna Þessi einkennilegu bréfaskrif urðu til þess að leyniþjónustumenn heim- sóttu Falvey í fangelsið. Falvey viður- kenndi við yfirheyrslur að hafa í hyggju að myrða Hillary Clinton. Spurður hvers vegna svaraði Falvey því til að vistin í fangelsinu væri daufleg og nauðsynlegt væri að hafa eitthvað til að hlakka til. Að yfirheyrslunni lokinni barst sál- fræðingi fangelsisins enn eitt bréfið. „Nú er lífið að verða spennandi...mér líður eins og kvikmyndastjörnu," var meðal þess sem stóð í bréfinu. Síðan lýsir Falvey því fjálglega hvernig hann hyggst veita Hillary eftirför og skjóta hana fyrir utan skrifstofu hennar í New York. Falvey á samkvæmt fyrra dómi að losna úr fangelsi í júní á sumri kom- anda en afgerandi líkur eru á því að hann verði dæmdur til nokkurra ára fangavistar fyrir fyrrnefnda hótun. Ná- inn vinur Clinton-hjónanna segir þau líta hótanirnar alvarlegum augum. Þau séu hins vegar vön slíku og geri viðeig- andi ráðstafanir nú sem áður. Biðlistar að styttast á Landspítala Góður árangur á bæklunardeild Biðlistarvegnaflestraskurð- að- gerða á Landspítala - háskólasjúkra- húsi hafa styst verulega á síðustu misserum. Eðlilegur biðtími eftir að- gerðum, öðrum en bráðaaðgerðum, er um það bil þrír til sex mánuðir, að sögn Arons Bjömssonar, sviðss£tjóra lækninga á skurðsviði. Hann segir að í mörgum greinum sé bið eftir aðgerð komin í eðlilegt horf. „Þessi mikil- vægi árangur hefur náðst með sam- stilltu átaki starfsmanna á legudeild- um, skurðstofum og gjörgæsludeild- um. Samtímis hefur verið unnið að samræmdum vinnubrögðum við gerð biðlista." Biðtími í bæklunarskurðlækning- um, þar á meðal liðskiptaaðgerðum, hefur styst umtalsvert en nú bíða 399 manns eftir bæklunaraðgerð. í janú- ar 2003 var bið eftir bæklunarað- gerð á Landspítalanum sex til tólf mánuðir en biðtíminn er kominn niður í þrjá til sex mánuði nú. „Ástæðan fyrir því að biðin hefur styst er sú að bæklunarskurðdeildin er komin á einn og sama stað í Foss- vogi og við nýtum betur skurðstofu- fjárfestinguna okkar og það dugnað- arfólk sem vinnur á deildinni," segir Aron. Hann neitar því að minni aðgerð- Fyrir ári var bið eftir aðgerð á bæklunardeild sex til tólf mánuðir Biðtlminn hefur styst um helming og ástæðan er sú að deildin er komin á einn og sama stað i Fossvogi. ir, sem nú séu gerðar úti í bæ, hafi áhrif á mjaðma- og liðskiptaaðgerðir en vekur athygli á að þjóðin sé að eldast. „Það er hagræði í því að minni aðgerðir fari út af spítalanum en við þurfum ekki að gína yfir öllu. Þá vek ég athygli á því að þessum ár- angri erum við að ná þrátt fyrir um- talsverðar spamaðaraðgerðir og fjölgun þessara aðgerða," segir Aron.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.