Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 Fréttir EXV Veitingastríð geisar nú á Ólafsfirði. Athafnakonan Sæunn Axels hefur klagað Ólafsfjarðarbæ til Samkeppnisstofnunar vegna rekstrar sveitarfélagsins á sam- komuhúsinu Tjarnarborg. Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri segir farið að lögum. í uppbygg- ingu Guðrún Halldóra Vals- dóttir, sem dæmd var fyrir 118 glæpi í fyrradag, er nú á dvalarheimili þar sem hún undirgengst uppbyggingu á sál og líkama. Hún var ekki reiðubúin í viðtal að svo stöddu. Hún á sér heimili á áfangaheimilinu Krossgöt- um í húsnæði trúfélagsins Krossins. Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Krossins, hefur verið í sam- bandi við trúnaðarmann hennar. „Hann sér um hennar velferð og ég óska þess að allir sem lenda í víta- hring glæpa nái sér að fullu með drott- ins hjálp," segir hann. Hræringar í fjölmiðla- rekstri? Kristján Þorvaldsson, ritstjóri Séð og heyrt. „Eigum við ekki að gefa þessu sjens, mestu skiptir að áfram komi útá Islandi blöð og öfl- ugir Ijósvakamiðlar séu starf- ræktir. Aftur á móti truflar mig fyrirferð svokaiiaðara ókeypis miðla, því viss hætta fylgir því þegar stórir aðilar í viðskipta- lífinu sjá sér hag í því að stýra auglýsingum beint inn í eigin miðla. Ég treysti þvlað Mogg- inn, Fróði, RÚV og aðrir sem standa utan við stóru fjöl- miðlablokkina svari sam- keppni hennar með stæl." Álfheiður Ingadóttir, varaþing- maður VG. „Allar umræður um þetta efni tel ég nauðsynlegt að nálgast heildstætt og ekki með sýn á einstaka fyrirtæki og persónur. Nú starfar á vegum mennta- málaráðherra nefnd sem kanna á eignarhald á fjölmiðl- um og hugsanlega koma með tillögur íþví efni. Ég óttast að sú nefnd geti komist í ógöngur í starfi sínu. Þingsályktunartil- laga VG sem nú liggur fyrir menntamálanefnd Alþingis miðar hinsvegar að þvi að skoða starfsskilyrði fjölmiðla almennt og á Alþingi hafa undirtektir við henni verið ágætar." Hóteleigandi fopdæmin samkeppni bæjarlélags „Við hjónin erum að verða ráðþrota gagnvart bæjaryfirvöldum hér á Ólafsflrði," segir hóteleig- andinn og fyrrverandi stórútgerðarmaðurinn Sæ- unn Axels á Ólafsflrði í bréfl til Samkeppnisstofn- unar. Sæunn telur sveitarfélagið brjóta samkeppnis- lög með rekstri á félagsheimilinu Tjarnarborg. Sjálf reka þau hjónin, Sæunn og Ásgeir Ásgeirs- son, Hótel Ólafsfjörð - öðru nafni Brimnes Hótel - og útleigu bjálkahúsa við Ólafsfjarðarvatn. Sonur þeirra Ásgeir Þór Ásgeirsson er fyrrverandi bæjar- stjóri á Ólafsfirði. Bæjarstjórinn segir farið að lögum Sæunn segir Ólafsfjarðarbæ greiða öll lögboð- in gjöld, tryggingar, upphitunarkostnað og laun starfsmanna Tjarnarborgar sf. „Er mér lífsins ómögulegt að keppa við svona niðurgreidda samkeppni þó ég telji mig bæði ólata og þokkalega útsjónarsama," segir í erindi Sæunnar til Samkeppnisstofnunar. Stefanía Traustadóttir bæjarstjóri hafnar því í Stefanía Traustadóttir Bæjarstjórinn segir þá sem séu með minni samkomur í Tjarnarborg velja félagsheim- ilið þvi þeir vilji ekki vera ann- ars staðar - það er að segja á HótelÓlafsfirði. samtali við DV.að Ólafs- fjarðarbær brjóti sam- keppnislög. Tjarnar- borg sé starfrækt í sam- ræmi við lög um félags- heimili. „Tjarnaborg er eini staðurinn í bænum sem tekur stórar samkomur. Minni og fámennari samkomur eru þar að- eins með algjörum undantekningum. Þær undantekningar hafa aðeins með það að gera að þeir sem kjósa að vera í Tjarnarborg vilja ekki vera annars staðar þótt það standi til boða," segir Stefanía. Eldri borgar blandast í slaginn Sæunn Axels gerir líka athugasemdir við að Ólafsfjarðarbær sfyðji fjárhagslega við bakið á Fé- lagi eldri borgara sem sé í samkeppni við Hótel Ólafsfjörð með útleigu sala og jafnvel veitinga- sölu. Ennfremur segir Sæunn að hótelrekstri sínum hafi verið mismunað með því að fá ekki felldan niður hluta fasteignagjalda eins og reyndin sé með veitingastaðinn Glaumbæ sem þar sé í „Geta þessir aðilar boðið þannig í allar uppá- komur hér að við verðum alltaf dýrust, enda ætl- að að standa skil á öllum kostnaði og greiðslum opinberra gjalda, þar sem aðrir eru ýmist á afsfátt- arkjörum eða þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim yfirhöfuð," segir Sæunn. Fékk víst afslátt af gjöldum Stefanía Traustadóttir segir það alrangt að Sæ- unn hafi ekki fengið afslátt af fasteignagjöldum. Bæjarráð hafi í nóvember 2002 bæði veitt slíkan afslátt og gefið eftir heitavatnsskuld. Þá segir Stefanía að Félag eldri borgara njóti ekki sérstöðu umfram önnur félög sem ráði yfir húsnæði í bænum; þau fái öll sfyrk í formi niður- fellingu fasteignagjalda. Það sé félaganna sjálfra að ákveða hvernig þau nýti bæjarstyrkinn: „Bæj- aryfirvöld hafa ekki skipt sér af rekstri félagsins né útleigu þess á sal," segir bæjarstjórinn. Milljóna meðgjöf á hverju ári Að sögn Stefaníu tók Ólafsfjarðarbær alfarið við rekstri Tjarnarborgar í ársbyrjun 2002. Um leið hafi bærinn tekið yfir 7 milljóna króna skuld fé- lagsheimilis- ins. Bær- mn, sem íiah verið „Hér áður fyrr lögðu einstak- lingar og félagasamtök á sig mikla sjálfboðavinnu við rekst- ur og viðhald heimilisins. Því miður eru þeir tímar liðnir." stærsti stofnaðili Tjarnaborgar árið 1955, hafi axl- að ábyrgðina á húsinu því vilji sé til að þar sé öfl- ug starfsemi. „Hér áður fyrr lögðu einstaklingar og félaga- samtök á sig mikla sjálfboðavinnu við rekstur og viðhald heimilisins. Því miður eru þeir tímar liðn- ir,“ greinir baejarstjórinn Samkeppnisstofnun frá. Framlag Ólafsfjarðarbæjar til Tjarnarborgar var tæpar 7,3 milljónir króna árið 2002. Þar af voru 5,5 milljónir vegna húsaleigu þannig að beint fjár- framlag var 1,8 milljón króna. Á nýliðnu ári er framlagið áætlað 6,1 milljón - þar af rúmar 5,6 milljónir vegna reiknaðrar húsaleigu. Segir bæjarstjóra staðfesta mismunun Stefanía segir gjaldskrá Tjarnarborgar setta saman eftir fyrirmynd frá sambærilegum húsum annars staðar og eftir skoðun á verði sem býðst fyrir samskonar þjónustu í bænum sjálfum. „Ákvörðun um verð var tekin með það að markmiði að önnur sambærileg aðstaða hér í Ólafsfirði væri alltaf á lægra verði en gjald- skrá Tjarnarborgar," fullyrðir bæjarstjór- Sæunn Axels segir fyrir sitt leyti að upplýsingar bæjarstjórans staðfesti einmitt það sem hún haldi fram; að bærinn greiði með rekstri Tjarnarborg- Ólafsfjarðarbær hefur frest til 5. febr- úar til að gera Samkeppnisstofnun nán- ari grein fyrir máli sínu. gar@dv.is Sæunn Axels „Ermérlifsins ómögulegt að keppa við svona niðurgreidda sam- keppni þó ég telji mig bæði ólata og þokkalega útsjónar- sama,“ segir eigandi Hótel Ótafsfjarðar. Átök um hvort Kristján Ragnarsson eða Einar Sveinsson stýri bankaráði íslandsbanka Átök um yfirstjórn íslandsbanka Valdabarátta virðist í uppsiglingu í íslandsbanka. Átök eru um það hvort Kristján Ragnarsson haldi áfram for- mennsku í bankaráðinu eða hvort Einar Sveinsson taki við. Ekki er eining á meðal heimildarmanna DV um það hvort ákveðið hafi verið að Einar tæki við formannsstarfinu á þessu ári. Hann er forstjóri Sjóvár-Almennra sem nú er rekið sem dótturfélag ís- landsbanka. Samkvæmt heimildum DV óttast þeir Kristján Ragnarsson og Bjarni Ár- mannsson að taki Einar við for- mennskunni, verði stöðu Bjarna sem bankastjóra ógnað. Talað hefur verið um að tilteknir bankaráðsmenn hefðu áhuga á að bankastjóri verði skipaður við hlið Bjarna en fullyrt er að Bjarni myndi alls ekki sætta sig við þá skipan mála. Sveinn Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins og Ingimundur Sigurpálsson fyrrverandi forstjóri Eimskips hafa verið nefndir sem bankastjórakandidatar. Eftir því sem DV kemst næst eftir samtöl við banka- ráðsmenn, hafa þeir sem þar sitja nú, ekki áhuga á að fá nýja menn að bankastjórninni. Hins vegar er á það bent að íslandsbanki eigi aðstoðarfor- stjórann Björn Bjömsson sem hafi þegar tiltekin verkefni beint undir bankaráðinu; údánaeftirlit og áhættu- nefnd. Hefur þeim hugmyndum verið fleygt að Björn, sem var áður banka- stjóri Alþýðubankans, fái einnig bankastjóratitil. Mikil viðskipti hafa verið með bréf í íslandsbanka síðustu daga. Lífeyris- sjóðurinn Framsýn seldi 3% í fyrradag. Landsbankinn keypti hlutinn fyrir ónefndan skjólstæðing. Þessar eigna- breytingar gætu haft áhrif á skipan bankaráðsins. kgb@dv.is Kristján Ragnarsson Hefur ekki ákveðið hvort hann víki úr formannsstóii i bankaráði Islandsbanka. Einar Sveinsson Bjóst við að verða for- maður bankaráðs á næsta aðalfundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.