Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 Fréttir DV Nýlega féll í Hæstarétti dómur í máli manns sem var sakaður um að hafa haft barnaklám í fórum sín- um. Hann neitaði öllum sakargiftum og gaf til kynna að sonur hans hlyti af óþekktum orsökum að hafa hlaðið bönnuðu efni inn á tölvu hans. Dómstólar féllust ekki á þá tilgátu. Sonirinn sagði ... .Ilv / Fyrír héraðsdómi kvaðst faðirínn ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna sonur hans gæti verið að bera hann röngum sökum. Dómur sem féll í Hæstarétti þann 22. janúar síðastliðinn í kynferðis- brotamáli var fyrir margra hluta sakir merkilegur. Rúmlega flmmtugur maður var þá dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa haft barnaklám undir höndum í tölvu sinni. Þótt refsingin væri skilorðs- bundin er um að ræða einn þyngsta dóm sem gengið hefur í sambærOegu máli hér á landi. Hæstiréttur þyngdi til muna þann dóm sem maðurinn hafði fengið í héraði. Það sem gerði málið enn athyglisverðara var að það var sonur mannsins sem fór til lög- reglunnar og kærði föður sinn. Hann kvaðst áður hafa staðið föður sinn að því að vera með slíkt efni í fómm sín- um og þá varað hann við því að hann myndi leita til lögreglunnar ef faðir- inn fargaði ekki þessu efni og léti af athæfi sínu. En því virðist hann ekki hafa sinnt. Faðirinn neitaði reyndar öOum sakargiftum. Sonurinn kemur á lögreglu- stöðina Upphaf málsins má rekja aftur til september árið 2002 þegar ungur maður á þrítugsaldri mætti á lög- reglustöðina í Reykjavík og kvaðst vilja gefa skýrslu um barnaklám sem hann hefði komist á snoðir um að væri geymt í tölvu föður hans. Hann hafði þá búið tímabundið á heimili föður síns og eiginkonu hans sem var ekki móðir piltsins. Hann sagði ennfremur að þremur árum fyrr hefði hann rekist á sams konar efni í tölvu föður síns og hefði verið um að ræða myndir með mjög grófu barnaklámi. Hann hefði þá spurt föður sinn út í þetta og faðirinn gef- ið þær skýringar að hann hefði feng- ið myndirnar sendar gegnum Inter- netið án þess að hafa óskað eftir þeim en síðan gleymt að eyða þeim. Sonurinn sagði að hann hefði við þetta tækifæri tilkynnt föður sínum að ef hann sæi aftur slíkt efni í tölvu hans myndi hann skýra lögreglunni frá því. Nú sagði pilturinn að hann hefði mánuði fyrr, eða í ágúst 2002, verið að skoða myndaforrit í tölvu föður síns og þá rekist á fjöldan allan í niðurstöðu Héraðs- dóms Reykjavíkur, sem féll þann 4. apríi 2003, sagði að það þætti„hafið yfir skyn- samlegan vafa"að hinn ákærði hefði haft í vörslu sinni það klámefni sem fannst í fórum hans. af barnaklámsmyndum. Augljóst væri að faðirinn hefði fengið mynd- irnar gegnum netið. Tæpri viku síðar var faðirinn kall- aður til yfirheyrslu og neitaði allri sök. Húsleit var gerð hjá honum og lagt hald á tölvukassa með tveimur hörðum diskum og einu geisladrifi, 63 disklingum og 25 geisladiskum. Lögmaður föðurins var viðstaddur húsleitina auk hans sjálfs. Eiginkonan aldrei orðið vör við neitt Við fyrstu sýn fannst ekkert barnaklám í tölvunni en þegar lög- reglumaður með þjálfun í tölvumálum rannsakaði hana kom fljótt í ljós að þar höfðu verið tæplega 1.200 barnaklámsmyndir en þeim hafði ný- lega venð eytt. Unnt reyndist að end- urheimta myndirnar og vom margar þeirra mjög grófar. Á einum geisla- diskanna var auk þess nokkurt magn sams konar mynda og alls fundust þannig 1.240 ljósmyndir í fórum mannsins og auk þess 122 textaskjöl með barnaklámsefni. Við frekari yfirheyrslur neitaði maðurinn sem fyrr. Hann kvaðst ekk- ert kannast við myndirnar sem fund- ust í tölvunni og sagðist heldur aldrei hafa séð áður geisladiskinn með barnakláminu á. A hinn bóginn við- urkenndi maðurinn að tölvan hefði fýrst og fremst verið notuð af honum einum, en kona hans kynni ekki á tölvu. Hún tók undir það og sagðist aldrei hafa orðið vör við klámefnið í tölv- unni. Hún hefði oft komið að manni sínum sitjandi við tölvuna, jafnvel óvænt og að næturþeli en aldrei séð hann með slíkt efni á skerminum. Eiginkonan skýrði einnig frá því að tveimur dögum áður en lögreglan mætti á heimilið til að gera húsleitina hafi sonur manns hennar sagt henni að hann hefði fundið barnaklám í tölv- unni. Hún kvaðst ekki hafa trúað því upp á mann sinn en eigi að síður orð- ið sár og reið og spurt hann um það. Hann hefði neitað því að slíkt efni væri í tölvu hans. Eiginmaðurinn neitaði því að kona hans hefði rætt þetta mál við hann. En jafnframt skýrði eiginkonan frá þvf að tveimur dögum áður en sonur- inn sagði henni frá því að hann hefði séð barnaklámið í tölvunni, þá hefði hún komið að honum (það er að segja syninum) þar sem hann sat við tölv- una. Hann hefði þá stokkið frá tölv- unni og stungið einhverju í vasann. Kvaðst borinn röngum sökum Sem fyrr segir þvertók maðurinn alla tíð fyrir að hafa hlaðið niður af Internetinu öllu því bamaklámseíni sem í tölvunni fannst og neitaði þvf líka að eiga geisladiskinn - þótt hann kannaðist við að eiga umslagið sem diskurinn var í. Hann neitaði líka þeim ffamburði sonar síns að hann hefði þremur árum íyrr varað hann við því að vera með barnaklám í tölvunni og hótað að fara til lögreglunnar. Lögreglumaður sá sem rannsakaði tölvuna kom fyrir héraðsdóm og sagði þar að ekki yrði betur séð en barnaklámsmyndirnar af Internetinu hefðu verið afritaðar á löngum tíma en að vísu í fremur fáum stómm skömmtum. Málið snerist bersýnilega þegar hér var komið um hvor þeirra feðga hefði hlaðið klámefninu niður af netinu, faðirinn eða sonurinn. Sam- kvæmt frásögn lögreglumannsins höfðu 600 barnaklámsskrár verið opn- aðar í tölvunni í janúar 2002 og þá var sonurinn ekki búsettur á heimilinu. Hann var hins vegar búsettur þar snemma í september 2002 en einn daginn í byrjun mánaðarins voru 170 skrár opnaðar. Það var sem sé eftir að sonurinn kveðst hafa fundið efni af þessu tagi í tölvunni en áður en hann fór til lög- reglunnar. Sérstaka athygli vekur að einmitt þann sama andaðist faðir eig- inmannsins á heimilinu, aldinn að ámm, og í vörn sinni tók hann það sem sönnun þess að hann hefði ekki verið að verki, því varla hefði hann set- ið við og skoðað barnaklám daginn sem faðir hans lést. Eiginkona manns- ins bar fyrir réttinum að hún hefði ver- ið með honum þann dag og hefði and- Ját gamla mannsins haft mikil áhrif á hann. Fyrir héraðsdómi kvaðst faðirinn ekki hafa neina skýringu á því hvers vegna sonur hans gæti verið að bera hann röngum sökum, eins og hann hélt statt og stöðugt fram. Hann sagði að foreldrar sínir hefðu annast upp- eldi sonarins að mestu en hann sjálfiir hefði komið þar lítið við sögu. Sam- skipti þeirra feðga hefðu stundum ver- ið stirð en hlýleg þess á milli. Þá hefði sonurinn ekki verið sáttur við sam- band föðurins við eiginkonuna. Bar engan kala til föður síns f dómi héraðsdóms kemur fram að sonurinn hafi einnig verið spurður um samskipti þeirra feðga og hafi hann ekki sagst bera neinn kala til föður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.