Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000 • Ráðherrastríðið í Framsókn- arflokknum harðnar með hverj- r jyjn deginum sem líður. Ljóst er að flokkurinn verður að fórna einum ráðherra þegar sjálfstæðismenn yflrtaka umhverfisráðu- neytið þar sem SivFrið- leifsdóttir hefur setið í stól. Siv ætlar ekki að gefa neitt eftir og stefnir á heilbrigðisráðuneytið sem Jón Kristjánsson þyrfti þá að rýma. Jón er hins vegar ekkert á því að hætta og hefur snúið vörn í sókn. Hefur honum orðið nokk- uð ágengt og svo mjög að Siv mun vera orðin uggandi um sinn hag. Mun hún frekar herða . jjgðurinn en hitt gegn Jóni sem spyrnir við fótum og er slyngari en margur hyggur eins og hann hefur margoft sýnt í lág- stemmdri en mikilvirkri pólitík sinni.. Églærðidönsku í Iðnskólanum! Lengi verið að hugsa um hvað kennt sé í Iðnskólanum. Sérstaklega eftir að ég réð iðnaðarmenn til að lagfæra mistök annarra. Fyrst fékk ég múrara sem hellti steypu ofan í niðurfaflið. Þá kom pípari og tengdi heita vatnið við klósettkassann. Raf- virki bætti um betur og setti ljós í pottaskápinn. Smiðurinn setti upp eldhúsinnréttingu á hvolfi. Allir þáðu mennirnir kaffi og meðlæti og voru ólatir við að lýsa því hversu flókin verkin væru. Sem þau voru ekki. Að því komst ég þegar þeir voru farnir frá öllu hálfkláruðu. Skildu eftir verkfærin og þá þurfti bara að hugsa. Fara eftir leiðbeiningunum frá IKEA; byrja á einum og enda á þrettán. Borvélin var mesta uppgötvunin. Skrúfurnar flugu í og allt varð pikkfast. Rörtöng- in náði taki á hverju sem var. Flísa- lagnir eins og orðlausar krossgátur. Sjálfstraustið óx í réttu hlutfalli við aðdáun eiginkonunnar. Konur vilja menn sem vinna frekar en liina sem eru alltaf að greiða sér. Menn sem líta á vandamál sem verkefni og væla ekki með. Því gladdist ég þegar hún til- kynnti að þvottavélin væri farin að leka. Sem er ekki rétta orðið því vatn- ið rann hreinlega í gegnum hana. Það er að segja þvottavélina. Bretti upp ermar, hneppti þremur hnöppum frá bringuhárum og strauk skeggjaðan vanga. Með blik í auga. Sá strax að vatnið fór í slöngu inn í þvottavélina og út um hana í annarri. Þar sem allt vatnið var á Gekk til stofu þar sem konan sat við kertaljós og hreytti út úr mér í hálfkæringi: „Vélin er klár." Hún leit bara upp og brosti. Held að þeim flnnist sjálfstraustið sexí. gólfinu hlaut eitthvað að vera að leiðslunum. Skrúfaði bakið af vélinni og Jeit inn. Þar var ekkert annað en tromla, nokkrir vírar og svo tvær slöngur: Inn og út. Önnur þeirra var í sundur þar sem hún átti að tengjast upp í tromluna. Ekki skrýtið að vatnið værri á gólfinu. Smeygði henni upp á. Herti skrúfu á járn- klemmu þar við. Skrúfaði lokið aftur á bakhliðina og setti í samband. Allt virkaði sem nýtt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.