Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Page 16
7 6 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 Fréttir DV HVAÐ SEGJA PÓLITÍKUSARNIR? Þarf að fara ofan í saumana á þessu „Ég treysti mér ekki til að fullyrða að þessi samþjöppun verði til skaða, en tel fulla ástæðu til að sú skoðun fari fram, og að farið verði ofaní I saumana á þessu með það að leiðar- Ijósi að tryggja að fréttamennska sé hlutlaus og fréttastof- urnarnái að njóta sjálfstæðis í hvívetna. Fjölmiðlar hafa mikil völd, og rétt eins og ástæða þykir til að fylgjast með samþjöppun í viðskiptalífi er ástæða tilþess varðandi fjölmiðla." Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins ískyggileg samþjöppun „Ég hef verið þeirrar skoðunar að það eigi að skoða hvort rétt væri að innleiða einhvérjar reglur sem stöðvuðu óhóflega samþjöppun I fjöl- miðtaheiminum. Þó svo að það hefði ekki áhrifá þennan samruna Norðurljósa og Fréttar, sem þegar hefur gerst, er ekki þar með sagt að þróunin stöðvist hér. Það þarfekkert að túlka það endilega sem fjandskap við þá að- ila sem nú eru efla itök sln á þessu sviði. Mér finnst iskyggileg sam- þjöppun vera mikið áhyggjuefni á þessu sviði eins og öðrum. Það felur I sér meiri hættu og ókosti en hugs- anlega kosti." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingar- innar græns framboðs Óhugnanlegt Mér finnst þetta óhugnanlega mik- il samþjöppun á mjög viðkvæmum markaði. Sami eigandinn er að tveimur dagblöðum afþremur, og er jafnframt eigandi að nánast öllum Ijós- vökum í landinu fyrir utan þá rikisreknu. Eigandi þessara fjöl- miðlaersá samiog heldurutanum budduna hjá helsta auglýsanda landsins, þannig að það er við stóran að deila fyrir hvern þann sem ætlar að hasla sér völl á þessum vettvangi. Þess vegna fagna ég þvi að nú er nefnd að störfum til að kanna þessi mál." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæð- isflokksins Þarf ekki að rjúka upp tii handa og fota „Ég sé ekkert tilefni til þess að rjúka til neinnar lagasetningar vegna þessa samruna. Mérfínnstalltí lagi að skoða þessi samþjöppunarmál ámarkaðnumal- mennt I þjóðfélag- inu.ekkertsérstak- lega út afNorður- tjósum. Þaðeralltí lagi að velta þess- um málum fyrir sér, en fyrirfram vil ég ekkert gera ráð fyrir að nauðsynlegt sé að setja lög um þetta. Effjölmiðlarnir standa sig ekki hættir fólk að kaupa þá, það er nú svo einfalt." Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Hræðist ekki þessa þróun „Þetta er merkileg þróun, en ég verð að segja að ég hræðist hana ekki sérstaklega. Auðvitað þarfað koma reynsla á þetta, en I dag fínnst mérekkert benda tilaðþað þurfi að setja sé- stök lög beinllnis af þessu tilefni. Ég held hins vegar að það sé sjálfsagt að kanna hvort hægt er að setja lög sem vernda ritsjórnarfrelsi, og um að eignarhald á fjölmiðlum sé gagnsætt. Iþessu tilviki er áætlað að setja þetta nýja fjölmiðlafyrir- tæki á markað, þannig að það get- ur orðið almenningseign. Það er sérstaklega jákvæð þróun." Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar Karl Garðarsson verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Sigríður Árnadóttir, fréttamaður á RÚV til tuttugu ára, tekur sæti hans. Páll Magnússon kemur aftur á skjáinn um leið og hann verður framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Hlýr fréttastjóri Stöövar 2 og Bylgjunnar „Það sem réð valinu á nýja fréttastjóranum var áratugareynsla Sigríðar í fréttamennsku og að hún kemur af traustri fréttastofu," segir Sigurður G. Guðjónsson, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins, um ráðningu SigríðarÁrnadótt- ur í starf fréttastjóra Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hann segir að Karl hafi farið úr fréttastjórastóln- um að eigin ósk, og hefur hann nú verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs íslenska út- varpsfélagsins. „Það var að hans eigin ósk. Við vorum búin að ræða það lengi að hann myndi taka að sér rekst- urinn.“ Hann segir að núverandi starfsmenn frétta- stofunnar hafi einnig kom- ið til greina í frétta- stjórastarfið. „Þeir komu ' allir til greina, en þegar þú þarft að velja, þá verðurðu að velja einn.“ Mætir á morgun Sigríður Árnadóttir hef- undanfarið ur Stefnt er að því að Páll Magn- ússon, sem verður fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs, taki sæti Karls sem karlþulur í fréttatímá Stöðvar 2. varafréttastjóra Ríkisútvarpsins, en starfað þar sem fréttamaður í tæp 20 ár. Hún mætir í nýju vinnuna á morgun, og starfar þar með í fyrsta skipti við sjónvarp. „Fréttir er fréttir, hvar sem þær eru; það er að- alatriðið, þótt það þurfi vissulega að laga þær að hverjum miðli fyrir sig," segir Sigríður. „Það er gríðarlega margt sem ég þarf að setja mig inn í. Ég ætla að sjá og skoða áður en ég fer að efna til nokkurra byltinga. Að aðlögunar- tímanum loknum fer maður að láta til skarar skríða. Mér finnst fréttastofan standa nokkuð vel, en vissulega hefur hún ekki í fullu tré við keppinautinn. Hún hefur þó fulla burði til þess, eins og sagan hefur sýnt, og það verður fyrst og fremst keppikeflið." Páll Magnússon á skjáinn á ný Stefnt er að því að Páll Magnússon taki sæti Karls sem karlþulur í fréttatíma Stöðvar Páll hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri dagskrársviðs. Hann var áður fréttastjóri og fram- kvæmdastjóri hjá íslenska útvarpsfélaginu, en undanfarin ár hefur hann unnið hjá íslenskri erfðagreiningu. Karl segir ekki mikla eftirsjá í fréttastjórastarf- inu. „ Ég fékk mjög gott tilboð um starf sem fæstir hefðu getað hafnað. Það er fyrst og fremst frétta- mennskan sem ég mun sakna, og daglegra sam- skipta við starfsfólk fréttastofunnar. En ég er ekki farinn langt, enda mun ég áfram bera ábyrgð á rekstri fréttastofunnar. Nýja starfið felur í sér mikla ábyrgð, það hefur legið fyrir lengi að það þarf að taka til í rekstri þessa félags og ég er ánægður með að eigendur þess treysta mér fyrir því.“ Hann segist ekk- ert hafa komið að valinu á eftir- manni sínum, en sér lítist bærilega á Sigríði. „Þetta er stúlka sem ég þekki mjög lítið, en hún hefur gott orð á sér.“ starfi gegnt Sigriður Arnadottir Nýr fréttastjóri Stóðvar2og Bylgjunnar. Kemur afRÚV og nýtur trausts. Pall Magnusson Frettastjori gu/lára stövarinnar kominn heim Karl Garðarsson Hæltir sem fréttastjóri en tekur til i rekstrinum. Baugur á þriðjung í tveimur dagblöðum og níu ljósvakamiðlum Fjölmiðlarisi fæddist í gær Norðurljós eru nú orðin að sann- kölluðum fjölmiðlarisa eftir sam- runann við Frétt ehf. Innanborðs eru tvö dagblöð, fjórar sjónvarps- stöðvar, fimm útvarpsstöðvar, kvik- myndahús, tónlist og myndbönd og verslanir í þremur sjálfstæðum dótt- urfyrirtækjum; Islenska útvarpsfé- laginu, Frétt og Skífunni. Þá hefur Skífan keypt verslanir BT, OfFice 1 og Sony-setursins. Hlutafé félagsins er nú rúmlega þrír milljarðar króna. Samkomulag hefur tekist við alla lánardrottna félagsins og hafa lang- tímaskuldir lækkað úr 7,5 milljörð- EIGENDUR NORÐURLJÓSA BaugurGroup Grjóti (m.a. f eigu Baugs og Fengs) Fons (á vegum Pálma Haraldssonar) Hömlur (dótturfélag Landsbankans) Kaldbakur (Baugur á tæp 15% f Kaldbaki) Smærri hluthafar (18 talsins) j ” Óseldir hlutir um í 5,7 milljarða. Ráðgert er að skrá félagið í Kauphöll Islands á næsta ári. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt það slæm tíðindi að sömu aðilar og eiga Frétt ehf. skuli nú hafa náð eignarhaldi á Norðurljósum, eftir að hafa séð hvernig íjölmiðlum í þeirra eigu sé beitt. Stjórnmála- menn allra flokka lýstu fyrir áramót áhyggjum af stöðunni, og í kjölfarið var skipuð nefnd sem innan rúm- lega mánaðar á að skila niðurstöðu um hvort þörf sé á sérstökum lögum um eignarhald á fjölmiðlum, og semja frumvarp að slíkum lögum, verði það niðurstaða ______ ráðherra að hennar sé þörf. „n4% »Við höfum engar áhyggj- 164% Ur af Þessu-“ se8ir Skarphéð- ' inn Berg Steinarsson, stjórn- ' o° arformaður Norðurljósa. 7,5% .Ætlunin er að skrá félag- 5,6%. jq 4 markað. Þetta er eignar- 17,7% haldið eins og það er núna, 10,8% 0g þaQ er nokkuð dreift. Lykilmenn Norðurljósa SigurðurG. Guðjónsson, útvarpsstjóri Islenska útvarpsfélagsins, Gunnar Smári Egilsson, útgáfustjóri Fréttar eht, Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarfor- maður Norðurljósa, og Ragnar Birgisson, framkvæmdastjóri Skífunnar. Þetta er í samræmi við þær reglur sem gilda núna, og við höfum enga ástæðu til þess að ætla að það verði neitt öðruvfsi í framtíðinni." „Það er reiknað með að alfir helstu stóru eigendurnir minnki sinn hlut þegar fram í sækir," segir Sigurður G. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurljósa. „En það er með þetta fyrirtæki eins og önnur að það verður einhver að eiga þau og stýra þeim og leiða þau. Ef við fáum ró og næði til að gera það sem við ætfum að gera verður hér gott fjölmiðlafyrirtæki með mjög dreifða eignaraðifd," seg- ir Sigurður. brynja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.