Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 2004 Sport DV Englandi og Japan. Þetta er alveg stórkostlegt og skemmtilegt að fá svona mörg verkefni," sagði Ásgeir en hann fær hópinn saman í langan tíma á Englandi sem er óvenjulegt þegar um æfingalandsleiki er að ræða. „Við fáum að vera saman þarna í tíu daga sem gerist örsjaldan og við bíðum bara spenntir eftir því að mæta þessum liðum." Fyrsti aivöru landsleikurinn ísland hefur aðeins mætt Englendingum einu sinni í landsleik en það var 2. júní 1982 og endaði leikurinn með jafntefli, 1-1. Arnór Guðjohnsen gerði mark íslands í leiknum en Englendingar tefldu reyndar fram hálfgerðu varaliði á Laugardalsvellinum 1982. „Það gleðjast eflaust allir yfir því að fá þennan leik gegn Englendingum en þetta verður aðeins í annað sinn sem við mætum þeim í landsleik. Ég held reyndar að fyrsti leikurinn hafi verið tvíþættur hjá Englendingum. Þeir spiluðu með eitt lið uppi á íslandi og annað í einhveiju öðru landi. Þannig að þetta er kannski fyrsti alvöru landsleikurinn gegn Englendingum en þeir eru að sjálfsögðu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í Portúgal. Það er vissulega verðugt verkefni að mæta enska landsliðinu fyrir fullum velli í Manchester," sagði Ásgeir sem er virkilega ánægður með þann undirbúning sem íslenska landsliðið fær fyrir verkefnin næsta haust. „Þetta er ffábær undirbúningur og ekki yrði amalegt ef það næðist líka að landa landsleiknum gegn ítölum. Þeim mun fleiri leikir því betra fyrir okkur og einnig er mikilvægt að fá stærri þjóðir því þá getum við betur séð hvar við stöndum." Eggert duglegur Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var hæstánægður með að búið væri að ganga frá þessum æfingaleikjum en það er ekki síst fyrir hans tilstilli að ísland er að fá eins góða æflngaleiki og raun ber vitni. „í fyrsta lagi þá hefur landsliðið verið að standa sig mjög vel og eftir því er tekið og einnig eigum við góða Á leið til íslands? Francesco Totti og félagar hans iítalska landsliðinu koma hugsan- lega til Islands íjúniþar sem þeir mæta Islendingum I vináttulandsleik. Reuters Knattspyrnusamband íslands, KSÍ, greindi frá í gær að þeir hefðu þegið boð um að koma til Englands í lok maí og taka þátt í þriggja liða æfingamóti með heimamönnum og Japönum. Það er ljóst að íslenska landsliðið nýtur meiri virðingar í knattspyrnu- heiminum en áður því það er ekki sjálfgefið að fá boð á slíkt mót. Þar að auki verður leikur Englands og Islands síðasti leikur Englendinga áður en þeir fara á EM í Portúgal. Leikið verður í Manchester á hinum nýja og glæsilega velli Manchester City, The City of Manchester Stadium. fslendingar mæta Japönum í fyrsta leik mótsins 30. maí en Japan og England mætast síðan 1. júní. Lokaleikur mótsins verður síðan viðureign heimamanna og fslands og verður hann leikinn 5. júnf. Það er því ljóst að undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir leikina í undankeppni HM í september og október verður mun betri en oft áður. Við mætum Albönum í lok mars og Lettum í lok apríl. Svo kemur mótið í Manchester en síðasti undirbúningsleikur íslands fyrir leikinn gegn Búlgörum 4. september fer fram á Laugardalsvelli 18. ágúst. Miklar líkur eru á því að þá muni ítalir heimsækja okkur en þeir eiga að leika gegn Norðmönnum í undankeppni HM og því myndi það henta þeim vel að leika gegn íslandi áður en þeir mæta Norðmönnum. Þetta er stórkostlegt Ásgeir Sigurvinsson, annar landsliðsþjálfara fslands, var að vonum glaður í bragði með að fá þessa æfingaleiki. „Við höfum lagt töluverða áherslu á það að fá verðug verkefni fyrir landsliðið og ég tel að formaðurinn og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri hafi staðið sig frábærlega í þessum málum. Það er ekki amalegt að fá þessa leiki gegn Fagnar Beckham í júní David Beckham verður að öllum likindum með enska landsliðinu sem mætirþvl islenska i Manchester i júnl. Hér fagnar hann með félaga sinum I Real Madrid, Ronaldo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.