Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Page 20
4
TlMARIT VFl 1955
fræðinga, sem skarað höfðu fram úr öðrum við tækni-
leg störf.
Athöfninni var slitið með því að leika síðara hluta
af „kantötu" P. Heins. Um kvöldið var leiksýning fyrir
gesti í Konunglega-leikhúsinu.
Síðari hátiðisdaginn, sunnudaginn 23. maí, sátu gestir
miðdegisverðarboð hjá Dansk Ingeniörforening, en um
kvöldið bauð háskólinn til kvöldverðar og skemmtunar í
hinum nýju salarkynnum skólans. Að lokum var dansað
í forsölum skólans og í skólagarðinum fram á nótt, og
með því lauk afmælisfagnaði Danmarks tekniske Höj-
skole, sem var skólanum til sóma og gestum hans til
ánægju.
Næsta dag sátu erlendir gestir boð hjá Engelund
rektor, þökkuðu ágæta gestrisni, kvöddust og héldu
heimleiðis.
Finnbogi R. Þorvaldsson.
Sfóriðnaður á islandi
með aðstoð erlends fjármagns.
Eftir Steingrím Hermannsson.
Erindi flutt á fundi í Rafmagnsverkfræðingadeild VFl 24. nóv. 1954.
Verkfræðingar.
1 fundarboði því, sem ykkur var sent, er sagt, að ég
muni ræða um stóriðnað á íslandi. Erindi mitt mun verða
nokkuð þrengra en þar er gefið til kynna. Ég hef hugs-
að mér að ræða um þátttöku erlends fjármagns i elektro-
kemiskum og elektro-metalurgiskum stóriðnaði hér á
landi.
Eflaust eru margir hér inni, sem hafa myndað sér
ákveðnar skoðanir um þátttöku erlends fjármagns í
islenzkum stóriðnaði, og gætu ekki síður rætt þetta mál
en ég. í>ó hef ég upp á síðkastið haft allgóð tækifæri
til að kynnast þessum málum. Með aukinni kynningu
hef ég sannfærzt betur um það, að slíkur stóriðnaður
getur átt hér mikla framtíð. Þar sem ekki er ólíklegt,
að þátttaka erlends fjármagns í stóriðnaði hér á landi
geti innan skamms orðið að stórmáli, þykir mér tími til
kominn, að umræður hefjist um mál þetta á opinberum
vettvangi, ekki sízt meðal okkar verkfræðinga. Sá er til-
gangurinn með þessu erindi mínu.
Forsaga.
Eins og kunnugt er, var á tímum Einars skálds Bene-
diktssonar nokkur gaumur gefinn nýtingu vatnsorku
okkar til stóriðnaðar. Árið 1917 birtust í bókarformi at-
huganir, sem norska fyrirtækið Titan hafði látið verk-
fræðinginn Sætersmoen framkvæma á virkjun Þjórsár,
en það fyrirtæki átti þá vatnsréttindi í þeirri á. Athug-
anir þessar teljast nú gamlar og úreltar, en þær eru þó
að mörgu leyti mjög lærdómsríkar.
Erlends áhuga hér á landi hygg ég að síðan hafi ekki
að ráði orðið vart fyrr en árið 1942. Þá komu hingað
til lands fulltrúar fyrirtækisins The British Aluminium
Company. Sá árangur varð af þeirri för, að fyrirtækið
lét athuga virkjunarskilyrði í Þjórsá, einkum við Búrfell
sumrin 1946—47. Ekki varð þó úr framkvæmdum að
sinni. Bar fyrirtækið við dýrtíð hér.
Árið 1951 tilkynnti The British Aluminium Company
íslenzku ríkisstjórninni, að' það hefði nú áhuga á því að
endurskoða aðstæður til aluminiumiðnaðar hér á landi,
enda voru þær nú breyttar með gengisfellingu krónunnar.
Skömmu seinna fréttist einnig um áhuga nokkurra ann-
arra aluminiumframleiðenda að athuga skilyrði hér á
landi til slíkrar framleiðslu.
Fyrirtækjum þessum var yfirleitt tilkynnt, að ís-
lenzka ríkisstjórnin hefði ekkert við það að athuga, að
þau sendu hingað heim fulltrúa til að gera sér grein
fyrir aðstæðum hér, enda væri það á kostnað fyrirtækj-
anna og án nokkurra skuldbindinga af ríkisstjórnarinnar
hálfu,
Þetta varð til þess, að hingað komu í sumar sendi-
menn frá þremur aluminiumframleiðendum. Þeir voru
frá Aluminium Industrie de Lausanne í Sviss, The Alu-
minium Limited í Kanada og The British Aluminium
Company, og dvöldu hér í eina til þrjár vikur. Ég var
með þessum mönnum þann tíma, sem þeir voru hér, sem
eins konar fylgdarmaður, og var það mér oft til mikils
fróðleiks.
Einnig hef ég leitazt nokkuð við að kynna mér svip-
aðar framkvæmdir í öðrum löndum, einkum Noregi og
Kanada, og mun ég koma að þvi síðar.
Getum við byggt upp stóriðju án aðstoðar?
Því er stundum haldið fram, að við Islendingar getum
sjálfir byggt upp stóriðju án aðstoðar. Slíkt er ef til vill
hugsanlegt, en ég álít það mjög vafasamt, ef við eigum
ekki á sama tíma að hefta okkur í afar hættulega skulda-
fjötra, ef lán eru þá fáanleg. Slik þróun mundi verða
allt of hægfara, að mínum dómi.