Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Page 28

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Page 28
8 TlMARIT VFl 1955 Aldeyjarfoss. eru kölluð sérleyfi og eru oftast veitt til 50 ára, eða til 60 ára með sérstöku samþykki. Að þeim tíma liðnum verður virkjunin með öllu tilheyrandi eign norska rík- isins, endurgjaldslaust. Á síðari árum hafa Norðmenn yfirleitt horfið frá veitingu sérleyfa til virkjana, en heldur viljað virkja sjálfir og selja hinum erlendu iðnfyrirtækjum orku. Um leyfi til bygginga iðjuvera gilda að því leyti aðr- ar reglur, að aðeins þarf samþykki ríkisstjórnarinnar til slíkra framkvæmda. Leyfið er ekki bundið við viss- an tíma og iðjuverið verður ekki eign Norðmanna að vissum tíma liðnum. Leyfi þessi eru yfirleitt auðfengin, ef vissum skilyrðum er hlítt. Nokkur af þessum skil- yrðum eru: Að meiri hluti stjórnar verksmiðjunnar og formaður hennar sé norskur, að starfslið sé norskt, að fyrirtækið leggi starfsliðinu til viðunandi húsnæði, að fyrirtækið leggi ekki niður framleiðslu nema að vissu marki án samþykkis ríkisstjórnarinnar, að norskir borgarar hafi forgangsrétt að fölum hluta- bréfum, og iðulega eru settar reglur um aðgang norskra borgara að hlutabréfum, sem eru í eigu út- lendinga, að fyrirtækið noti innlend hráefni að svo miklu leyti sem hægt er, að yfirfærsla á arði sé ákveðin af norsku ríkisstjórn- inni, að opinber gjöld séu ákveðin samkvæmt nofskum lögum. Iðulega mun hafa reynzt erfitt að skattleggja þessi fyrirtæki, því að þeim reynist auðvelt að sýna litinn ágóða með því að selja framleiðsluna erlendum systur- fyrirtækjum á lágu verði. Norðmenn virðast nú fremur vera að hverfa að því að semja um föst árleg gjöld í stað skatta. Útsvör er auðveldara að innheimta. Eftir striðið eignuðust Norðmenn mikinn hluta í sum- um hinna erlendu fyrirtækja, því að þá voru eignir Þjóð- verja í þeim gerðar upptækar. Þá hertu Norðmenn nokk- uð að kjörum erlendra fyrirtækja í Noregi, einkum með því að takmarka leyfilega gjaldeyrisyfirfærslu í 5% af hlutafé. Síðan hygg ég, að ekkert erlent fyrir- tæki hafi lagt fé í norskan iðnað. Hafa Norðmenn þó gert talsvert til að fá erlent fé inn í landið. Nú í ár hefir verið mikið rætt um það í Noregi að breyta þeim ákvæðum, sem halda i burtu erlendu fjármagni, en reyna heldur að laða það til landsins með aðgengilegri skilyrðum. Meðal annars var þetta rætt allmikið í síð- ustu „eldhúsumræðum11 norska þingsins. Hafa komið fram háværar raddir um nauðsyn stórkostlega aukinnar nýtingar vatnsorku landsins, bæði vegna framtíðarsam- keppni atomorkunnar og nauðsyn aukins iðnaðar og atvinnu. Sjálfir hafa Norðmenn ekki fjármagn til slíkra framkvæmda og telja lánsleiðina mjög varúðarverða, ef hún er þá fær. Geta má þess, að Norðmenn virðast nú ekki mjög ánægðir með lánsfyrirkomulagið á hinni nýju aluminiumverksmiðju sinni, en þar greiða þeir lánið á 10 árum með aluminium. 1 Kanada gilda mjög aðrar reglur. Þar er hverju erlendu fyrirtæki, sem vill, heimilt að virkja og reka iðnað án nokkurra sérstakra skilyrða. Fyrir 30 til 40 árum áttu Kanadamenn varla meira en 10% af hluta- fé í stóriðnaði þar í landi. Nú eiga þeir sjálfir að öll- um líkindum meira en 50%. Allan þennan hlut hafa þeir eignazt eingöngu með því að kaupa hlutabréf á frjálsum markaði. Einnig msetti minnast á Israelsmenn í þessu sam- bandi. Þeir hafa lagt mikla áherzlu á að laða til sín erlent fjármagn. Til dæmis leyfa þeir, að 10% af hinu erlenda fjármagni sé árlega yfirfært í erlenda mynt. Hið erlenda fyrirtæki getur því endurheimt fjármagn sitt á rúmum 10 árum. Einnig leyfa þeir mjög stuttan afskriftatíma. Ekki er ólíklegt að við gætum lært tals- vert af ísraelsmönnum í þessum efnum, að minnsta kosti eru þeir venjulega taldir slungnari fjárgróða- menn en flestir aðrir. Hugsanlegt fyrirkomulag liér á landi. Eftir að ég hef kynnt mér eins vel og ég hef átt kost á reglur, sem gilda um erlendan iðnað í öðrum löndum, og eftir að hafa rætt við allmarga erlenda sérfræðinga um slíkan iðnað, mundi ég vilja mæla með þvi að athugað sé að veita erlendu fyrirtæki leyfi til iðnaðar hér á landi, með eftirtöldum grund- vallarskilyrðum: 1. Að íslenzka ríkisstjórnin virki sjálf og selji fyrir- tækinu orku á fyrirfram umsömdu verði. Með samn- ing um sölu á orkunni til fleiri ára við stórt og áreiðanlegt fyrirtæki ætti að vera auðvelt að fá hagstætt lán til virkjunar. Geta má þess, að Brezka Aluminiumfyrirtækið stakk upp á þessari leið á sin- um tíma. Virkjunin ætti að vera það stór, að við hefðum töluverða orku til eigin þarfa og eigin iðn- aðar. 2. Að hinu erlenda fyrirtæki sé leyft að reisa iðjuverið hér með svipuðum skilyrðum og gilda í Noregi. Þó megum við ekki apa það eftir Norðmönnum, sem þeim hefir gefizt miður vel. Tryggja verður að fyrir- 'tækið greiði þolanlega skatta og staðsetninguna ætti að ákveða með tilliti til þjóðhagslegra hagsmuna okkar. Ég álít að við verðum að leyfa hinu erlenda fyrirtæki að yfirfæra viðunandi hluta af hlutafé sínu árlega og ættum að leitast við að gera fyrirtækið að „íslenzkum ríkisborgara'1 með því að leggja á- herzlu á góða sambúð. Ef við viljum, getum við notað nokkurn hluta af

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.