Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Side 29

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Side 29
TÍMARIT VFl 1955 9 þeim tekjum, sem af fyrirtækinu fást, til að kaupa hlutabréf. Ekki virðist ólíklegt, að við ættum þannig að geta eignazt meiri hluta i fyrirtækinu á 25—30 árum. Niðurlagsorð. Ég hef ieitazt við að færa rök að þeirri sannfær- ingu minni, að við Islendingar eigum að hefja upp- tiyggingu stóriðnaðar með aðstoð erlends fjármagns. Oft hef ég stiklað á stóru, enda væru ýmis atriði í þessu sambandi nóg efni í sjálfstæð erindi. Að lokum vildi ég segja þetta: Vörumst óþarfa bjartsýni. Enn er óathugað, hvort erlend fyrirtæki telja skilyrði hér það góð til stóriðju, að þau vilji samvinnu við okkur um slíkar framkvæmdir. Eins og ég hef áður sagt, er liklegt að raforka verði hér ekki sérlega ódýr og vinnuafl er fremur dýrt og kaup allóstöðugt. Þó má vera, að lega landsins og einhver önnur skilyrði vegi upp á móti þessu. En við skulum ekki halda, að aðeins þurfi að rétta út hendina og þá muni fjöldi er- lendra fyrirtækja koma hlaupandi, og þiggja þau kjör, sem okkur sýnist. Að finna áhugasamt og gott fyrirtæki, sem hefir getu og vilja til að ráðast í slikar framkvæmdir, hygg ég, að geti orðið eitt erfiðasta skrefið. Þó tel ég líklegt, að það megi takast, ef vel er á málum haldið. Vatnsafl íslands, útflutningur á raforku og stóriðja. Eftir Jakob Gíslason. Flutt við umræður um erindi Steingríms Hermannssonar. Haustið 1953 var þess óskað af ráðherra, að ég tæki Hl athugunar nokkur atriði varðandi skilyrði til út- flutnings á raforku frá Islandi og sölu raforku til stór- ^ðjuvera, ef erlendum félögum yrði veitt sérleyfi til að koma þeim upp hér á landi. Skýrsla mín um þá at- bugun og greinargerð til ráðherra varð alllöng, en ég 1Tlun i eftirfarandi orðum skýra frá nokkrum helztu atriðum hennar. Vatnsafl landsins. Heðan fossanefndin sat að störfum, gerði Jón Þor- Hksson á hennar vegum yfirlit yfir vatnsafl á Islandi. Taldist honum til, að vatnsaflið mundi nema 4 inillj. bestafla, sem telja má að svari 25.000 millj. kwst. á ári. Arið 1949 tók Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur, sér íyrir hendur að athuga, í tómstundum sínum, á. hvern bátt heppiiegast mundi að virkja stórár landsins. Árið 1952 var Sigurður svo fenginn til að flytja erindi um vatnsafl á Islandi á 6. norræna rafmagnsfræðingamót- lnu i Reykjavík. I því erindi setur Sigurður fram nýja a*tlun um vatnsafl á Islandi og telur það muni vera hálægt o millj. hestafla eða sem svarar 38.000 millj. kwst. á ári. 1 áætlun Sigurðar Thoroddsens um vatnsaflið er að ^engið út frá því, að fullkomnustu nútíma verði beitt við beizlun vatnsins og framfarir t®kni V - uvuiiun vauioiuo '-'fe iiamiai n a orðið æði miklar á þessu sviði síðan 1920, er Jón °Háksson gerði sína áætlun. Hinsvegar er þess að gfa- að tölur Sigurðar miðast yfirleitt við það, að a t íramrennsli yfirborðsvatns sé nýtt að fullu, og má því segja, að tölur hans sýni mestu hugsanlega árlega vinnslu raforiiii úr vatnsafli liér á landi. Þegar um er að ræða ráðstöfun á vatnsafli á Islandi með sérleyfi til stóriðju eða útflutnings raforku fyrir augum og vér viljum gera oss grein fyrir þvi, hversu miklum hluta vatnsaflsins vér þurfum að halda eftir handa íslenzku þjóðinni sjálfri til eigin nota og til að byggja eigin atvinnurekstur á, getum vér, á þessu stigi málsins, ekki miðað við þessar háu tölur. Vér verðum að gera oss grein fyrir því, að umfangsmiklar rann- sóknir þurfa að fara fram áður en hægt er að fullyrða með nokkurri vissu, að það reynist tæknilega og fjár- hagslega kleift að virkja þetta vatnsrennsli allt og vinna þá orku, sem í tölum Sigurðar er fólgin. Áætlun Sigurðar um 38.000 millj. kwst. á ári skipt- ist á ár landsins þannig í stórum dráttum: kwst/ári kwst/ári I. Þjórsá og þverár hennar . . 13.000 millj. Jökulsá á Fjöllum ........ 6.000 — Jökulsá á Brú ............ 2.000 — Hvítá í Árnessýslu ....... 2.000 — II. Jökulsá í Fljótsdal, Skjálfandafljót, Jökulsá eystri i Skagafirði, Blanda, Norðlingafljót, Skaftá ............. III. Sog og Laxá í S.-Þing'.............. IV. Aðrar bergvatnsár og minni virkjanir 23.000 millj. 5.500 — 1.200 — 8.300 — Samtals 38.000 millj.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.