Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Síða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Síða 31
TlMARIT VFÍ 1955 11 Gullfoss. Það er auðséð 'af þessum tölum, að lítið er hægft við að styðjast, þegar spá skal um aukningu raforku- notkunar á Islandi á næstu áratugum. Áður en Sogið Var virkjað, 1937, var raforkuvinnsla hér á landi mjög “til. Tímabilið siðan er svo stutt og þróunin í virkj- bnarmálum hefur verið í svo stórum stökkum, að ekki er hægt að álykta langt fram í tímann út frá henni. önnur lönd hafa lengri þróunartímabil að baki og jafnari þróun og svo ber þá til, að í flestum löndum ^efir reynslan orðið sú í stórum dráttum á undan- förnum áratugum og allt fram til þessa dags, að aukn- lnS raforkuvinnslu í hverju þeirra hefir numið því, að Urn tvöföldun á hverjum 10 árum er að ræða, en það svarar til þess, að meðalaukning sé um 7% á ári. Þessi almenna regla virðist yfirelitt hafa gilt um smá lönd Sem stór og i stórum dráttum gildir hún jafnvel um einstaka landshluta. Þetta er æði ör aukning og margir eiga erfitt með að gera sér í hugarlund, að hún geti haldizt svo ör um mjög langan aldur. Þó hefur þótt rétt að styðjast við þessa reynslu við ýmsar þær tilraunir, sem menn hafa gert til að spá um raforkuþörf heimsins um næstu áratugi. 1 grein sinni „Forsyning af Jylland og Fyn med elektrisk kraft fra Sydnorge“ í „Elektrotekni- keren", No. 22, 1948, reiknar Sigurd Rump, verkfr. frá Ziirich, með þessari eða meiri aukningu raforkunotk- unar í Danmörku fyrstu tvo áratugina. Forstjóri „Brit- ish Electricity Authority", Lord Citrine, bendir í ára- mótagrein sinni í „The Times Electricity Supplement", December 1953, á, að í Stóra-Bretlandi hafi reglan um tvöföldun raforkunotkunar á 10 árum haldizt í hálfa öld, án þess það virðist hafa verulega áhrif, hvort frið- ur var eða ófriðartímar, uppgangsár eða krepputímar. „Og,“ segir hann, „það er ástæða til að ætla að svo

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.