Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Side 42
18
TlMARIT VFl 1955
leg, en minni hætta þó á ferSum, ef um mannfáan stór-
iðnaS væri að ræða.
Steingrímur Hermannsson: Ég er ekki sammála Stein-
grími Jónssyni að það skaði ekki áburðarverksmiðj-
una, að verða að nota afgangsorku, sem hún vinnur
tvisvar á dag. Það liggur í augum uppi, að tapið er
mikið þegar dýr tæki i elektrolysunni þurfa að standa
ónotuð allt að 4 tíma á dag. Auk þess þurfa aðrir
hlutar verksmiðjunnar mjög að hægja á sér, þegar
vetnisframleiðslan stöðvast.
Það er mjög vafasamt, að við getum fengið lán til
allra þeira framkvæmda, sem arðvænlegar teljast. Til
dæmis hefur ekki ennþá tekizt að fá lán til Sements-
verksmiðjunnar.
Við eigum að virkja stórt og hafa næga orku til
eigin iðnaðar, auk hins erlenda stóriðnaðar.
Ég álít aluminiumiðnaðinn einmitt ágætan vegna þess,
að við hann starfar tiltölulega fátt fólk miðað við raf-
orkunotkun. Þannig er „productivity" hvers manns mjög
hátt, en það þurfum við einmitt hér í fámenninu.
Ég get alls ekki séð að 1000 manns í vinnu við slik-
an iðnað sé að nokkru leyti of stórt eða hættulegt fyr-
ir okkur.
Það er engin hæta á því, að smáiðnaður komi til
með að sitja á hakanum. Hann vex upp í skjóli stór-
iðjunnar.
Að lokum vil ég þakka þann áhuga, sem hér hefur
komið fram, og þeim sem hér hafa tekið til máls.
Jakob Gíslason: Benti á, að þótt hann hefði í erindi
sínu rætt um orkuútflutning, kæmu auðvitað gagnkvæm
orkuviðskipti um strenginn til greina í framtíðinni. —
Umræður þessar sýna, að um þessi mál þarf að ræða
meira, og einmitt áríðandi að verkfræðingar ræði þessi
mál. Þakkar Steingrimi Hermannssyni og öðrum ræðu-
mönnum.
Alitsgerð
um jarðtengingu 132 kV
Sogslínu.
Eftir Gunnar Böðvarsson.
Inngangur.
Álitsgerð þessi er samin að beiðni Rafmagnsveitu
Reykjavíkur með það fyrir augum, að athuga mögu-
leika fyrir jarðtengingu stálgrindarstólpa hinnar fyrir-
huguðu 132 kV háspennulínu frá orkuverinu við Kistu-
foss til Reykjavíkur.
Eftirfarandi útreikningar eru byggðir á jarðviðnáms-
mælingum, sem undirritaður hefur framkvæmt víða á
landinu undanfarin 5 ár, en telja má, að þær gefi
góða hugmynd um eðlisviðnám jarðvegsins og berg-
grunnsins.
Formúlurnar (2 til 7), sem notaðar eru, má finna
í fjöldá rita, en hér skal sérstaklega nefnt ritið: „Earth
Conduction Effects in Transmission Systems", eftir
Erling D. Sunde, gefin út af D. van Nostrand í New
York.
Línustæðið.
'7
Jarðlögin á línustæðinu skiptast i tvo flokka, þ. e.
jarðveg og berggrunn. Með jarðvegi er átt við hin efstu
lausu jarðlög einkum mold, mýrarjarðveg, leir og sand,
en hið fasta berg er nefnt berggrunnur. Til hans telj-
ast, auk blágrýtis og brúngrýtis, einnig nútímahraunin.
Berggrunnur línusvæðisins er allur kvarter, þ. e. mynd-
aður á ísöld eða eftir hana. Hann skiptist eftir gerð
á eftirfarandi hátt:
I. svæði: Grafningur og Ölfus
út að Vorsabæ:
II. — Vorsabær til Hellis-
skarðs:
III. — Hellisskarð til Kol-
viðarhóls:
IV. — Kolviðarhóll til
Vatnaalda:
V. — Vatnaöldur til
Reykjavíkur:
Brúngrýti og blágrýti.
Ung hraun.
Brúngrýti.
Ungt hraun.
Mosfellsheiðargrágrýti.
Þykkt jarðvegsins er að sjálfsögðu mjög breytileg á
línustæðinu. Á svæði I) mun hann vera allþykkur, eink-
um í ölfusinu. Hin ungu hraun eru hinsvegar að mestu
ber, en grágrýtið á svæði V) mun yfirleitt vera þakið
nokkrum jarðvegi.
Eðlisviðnám jarðvegs og berggrunns.
Samkvæmt framangreindum mælingum er eðlisvið-
nám ófrosinna jarðlaga: