Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1955, Qupperneq 46
20
TlMARIT VFl 1955
viðnám berggrunnsins og lengd vírsins mismunandi.
Reiknað er með d = 10 mm þvermáli vírsins, þ. e. um
80 fermm. vír. Við útreikninga, sem gerðir eru fyrir
frosinn jarðveg er h að sjálfsögðu þykkt hans fyrir
neðan klaka.
Þykkt jarðvegsins h = 0,5 metri.
r. = 500 1.000 2.000 3.000
Lengd vírs L = 25 m. R = 28 P. 41 61 77
50 — 16 25 39 52
100 — 9 15 24 32
Þykkt jarðvegsins h = 1.0 metri.
r2 = 500 1.000 2.000 3.000 nm
Lengd vírs L = 25 m. R = 25 34 45 53
50 — 15 21 32 40
100 — 8,5 13 20 27
Niðurstöður.
Með hliðsjón af framangreindu, má gera sér nokkra
grein fyrir möguleikunum til jarðtengingar á linustæð-
inu. Ef gengið er út frá þvi, að jarðviðnám hvers stólpa
megi í mesta lagi vera 20 ohm fæst eftirfarandi:
I. svæði, Grafningur um Ölfus út að Vorsabæ. Á þessu
svæði er eðlisviðnám berggrunnsins að meðaltali um
500 ohmm, og mun hann yfirleitt vera þakinn nægilega
þykkum jarðvegi til þess, að tenging geti farið fram
með láréttum vir. Með 30 metra löngum vír ætti að vera
hægt að ná um 15 ohm jarðviðnámi, þegar jörð er
ófrosin, en. viðnámið ætti ekki að hækka I meir en 50
ohm, þegar 1 meters klaki er i jörðu. Vegna klakans
verður að leggja virinn á 1 meters dýpt.
Örðugleikar vegna ónógs jarðvegs geta þó komið fyrir
á Grafningshálsinum. Þar sem þykkt jarðvegsins er
minni en 1 metri mætti nota borholu, en dýpt hennar
yrði væntanlega að vera um 30 m við 200 mm vídd,
og kostnaður vegna hennar því nokkuð hár, eða 8.000
til 15.000 kr. Einnig mætti nota mjóar holur, boraðar
með loftbor; ef reiknað er með 3 metra dýpt i grunn-
vatni og 25 mm vidd, yrði fjöldi þeirra að vera um 8,
og fjarlægð milli hola ekki undir 3 metrum.
n., III. og IV. svæði, frá Vorsabæ til Vatnaalda, Á
þessum svæðum eru víðast ung haun, sem eru nær
algerlega ber. Eðlisviðnám þeirra er mjög hátt, þ. e.
væntanlega að jafnaði yfir 5.000 ohmm, og er jarðteng-
ing hinna einstöku stólpa þvi ógerleg nema með bor-
holum. Holurnar þyrftu að ná niður úr hraununum, en
þar sem undirlagið er viða kvartert blágrýti er hætt við
þvi, að holurnar þurfi að vera mjög djúpar til þess að
nægilega lágt viðnám fáist. Mun því hagkvæmara að
nota jarðtengivír milli stólpanna.
V. svæði, frá Vatnaöldum til Reykjavíkur. Berggrunn-
urinn á þessu svæði er myndaður úr Mosfellsheiðar-
grágrýtinu, sem hefur 1.000 ohmm til 2.000 ohmm eðlis-
viðnám. Það mun víða þakið nægilega þykkum jarðvegi
til þess, að jarðtenging geti farið fram með láréttum
vír. Eins og þegar hefur verið drepið á, verður að leggja
virinn á 1 meters dýpt, og vegna hins háa eðlisviðnáms
grágrýtisins verður lengd hans væntanlega að vera 75
til 100 m, ef viðnám á ekki að fara yfir 20 ohm í mestu
frostatíð.
Á stöðum þar sem grágrýtið er þakið ónógum jarð-
vegi, koma fram talsverðir örðugleikar, sem vart verða
leystir, nema með jarðvír milli stólpanna. Að vísu mætti
nota borholur við hina einstöku stólpa, en grágrýtið
er yfirleitt mjög þykkt, og þyrf'ti dýpt þeirra því víða
að vera um og yfir 60 metrar, en það hefði mikinn
kostnað 1 för með sér.
Þar sem ekki er vitað um, hve mikill hluti línustæð-
isins á þessu svæði er þakinn ónógum jarðvegi, þyrfti
að rannsaka það sérstaklega áður en ákvörðun er tekin
um jarðtengingaraðferðina.
TÍMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS kemur út eigi sjaldnar en 6 sinnum á ári og flytur greinar um verkfræðileg efni-
Árgangurinn er alls um 100 siður og kostar 75 krónur, on einstok hefti kosta 15 krónur. — Ritstjóri: Hinrik Guðmundsson. Rit-
nefnd: Baldur Lindal, Guðmundur Björnsson, Helgi H. Árnason og Magnús Reynir Jónsson. — Útgefandi: Verkfræðingafélag
Islands. — Afgreiðsla tímaritsins er í skrifstofu félagsins í Bankastræti 7. Reykjavík. Sími 82717. Pósthólf 645.
STEINDÖRSPRENT H.F.