Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Blóðbað í Úganda í það minnsta 170 manneskjur hafa látið lífið í árásum skæruliða í norður- hluta Úganda. Þetta kom fram á BBC í gær og eru árásirnar taldar vera á ábyrgð Hins heilaga upp- reisnarhers, en það er ein af mörgum hreyfingum skæruliða í Úganda. Að sögn sjónvarvotta létust flestir í árás á flóttamanna- búðir nálægt bænum Lira. Uppreisnarherinn hefur starfað í 18 ár en hefur ekk- ert sérstakt takmark annað en að tryggja leiðtogum þess völd. Lofa íslenska fiskveiði- stjórnun Grænfriðungar styðja heilshugar þá stefnu Isíend- inga að stunda sjálfbærar fiskveiðar á miðunum kring- um landið og ítrekuðu það á fundi í forsætisráðu- neytinu á föstudaginn var. Á ferðum Grænfriðunga hingað til lands hafa lands- menn, sér í lagi fólk innan sjávarútvegsins, lýst yflr áltyggjum af hugsanlegri herferð Grænfriðunga gegn fiskveiðum íslendinga. Fyrir því eru engin rök, að sögn talsmanna Grænfriðunga. Talsmennirnir vilja ítreka að tilgangur samtakanna hér á landi sé eingöngu sá að berjast gegn hvalveiðum. Decode hnígur Stemningin fyrir Decode á bandart'ska Nasdaq- hlutabréfamarkaðnum hef- ur heldur verið niður á við síðan fyrirtækið birti nýj- ustu aíkomutölur sínar á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Gengi hlutabréfa lækk- aði um 17% á þremur dögum. Lækkunin er fyrst og frernst rakin til von- brigða með að Decode tókst ekki það ætlun- arverk sitt á síðasta árs- íjórðungi að stöðva rekstr- artap fyrirtækis og hætta að ganga á handbært fé þess. „Nú þegar styttist í frumsýn- ingu á Þetta er allt að koma, liggur mikið á að endar nái saman. En það kemur samt alltaf þessrtilfinning hjá Hvað liggur á? manni að þetta sé allt að koma þegar styttist í frumsýn- ingu. Þetta ermjög tæknilega flókin sýning fyrir leikarana þannig að það liggur mest á fyrir okkur að renna sem oft- ast fyrir frumsýningu." Þorbjörg Finnbogadóttir missti son sinn fyrir tæpum tveimur árum þegar tveir ungir menn urðu honum að bana í Hafnarstræti. Annar mannanna hefur birst á síðum dagblaðanna þar sem hann hefur kvartað undan meðferð fangelsisyfirvalda sem meina honum að hitta nýja kærustu og stunda nám. Þorbjörg segir morðingja sonar síns ekki kunna að skammst sín, hann eigi að þakka fyrir hversu vægan dóm hann fékk og bendir honum á að lesa ákveðna kafla í Nýja testamentinu. 'Wmm. FjölskyldSn við leiöi Magnúsar ÞorbjoyrfFinnbogadóttir segir það hafgMeríð áfall að heyra morðingja Sonar síns kvarta undan þvi að fá ' ekki að hitta nýja kærustu sina á Litla-Hrauni. Hún segir pittinn ekki kunna að skammst sin og bendir honum á að lesa Bibliuna sem hann skýldi sér gjarnan á bak við þegar fjálmiðlar reyndu að ná afhonum myndum við réttarhöldin. Samviskulaus og athyglissjúkur morðingi „Mér finnst þetta bara vera mjálm í honum. Það er ótrúlegt hvernig hann getur hagað sér og komið fram þessi drengur - mjálmandi yfir öllu og kvartandi yfir að hann fái ekki að gera hitt og þetta. Hann má bara þakka fyrir hversu vægan dóm hann fékk,“ segir Þorbjörg Finnbogadóttir um kvartanir Baldurs Freys Einarssonar sem varð syni hennar að bana sumarið 2002. Reiði og sorg Greint var frá því í DV á miðvikudag að fang- elsisyfirvöld á Litla-Hrauni hefðu synjað Baldri Frey, dæmdum morðingja, um að hitta nýja kær- ustu sína og stunda nám í háskóla. Baldur var á sínum tíma dæmdur ásamt öðrum manni fyrir að hafa orðið valdur að dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar, og hláut hann sex ára fangels- isdóm í Hæstarétti. Móðir Magnúsar syrgir son sinn enn og segir ummæli Baldurs Freys hafa verið áfall. „Þetta er bara enn eitt áfallið. Það var mikið áfall þegar úrskurður héraðsdónts var kveðinn upp á sínum tíma, þar sem þeir fengu ekki nema tveggja og þriggja ára dóm. Svo var það í raun líka áfall.þegar dómur Hæstiréttar kom, ég var virkilega ósátt við þann dóm og var búin að búa mig undir miklu meira,“ segir Þorbjörg og bætir því við að það hafi verið bakslag að sjá kvartanir Baldur í blöðunum. „Það var ein sem spurði mig að því hvort ég ætlaði virkilega að lesa þetta, og ég sagði henni að ég yrði að gera það. Ef ég á að lýsa því hvern- ig mér leið á eftir þá var ég ofboðslega reið og fór strax að hugsa urn hvað ég gæti gert. Það er erfitt að lýsa þessu en þannig leið mér." Gjörsamlega samviskulaus Þorbjörg segist hins vegar fljótlega hafa áttað sig á því að það væri lítið sem hún gæti gert enda væri hún ekki stór aðili í samfélaginu. „Það er ekkert sem ég get gert - ég er bara lít- ið peð,“ segir Þorbjörg og bætir við að morðingi „Mér fínnsthann vera gjör- samlega samviskulaus að láta svona. Það er eins og hann sé með athyglissýki og þurfí alltafað vera að mjálma eitt- hvað í blöðunum." sonar hennar kunni ekki að skammast sín. „Mér finnst hann vera gjörsamlega samviskulaus að láta svona. Það er eins og hann sé með athyglis- sýki og þurft alltaf að vera að mjálma eitthvað í blöðunum um hvað hann eigi erfitt og að hann fái ekki að gera hitt og þetta." Þorbjörg segir líðan fjölskyldu sinnar þrátt fyrir allt vera ágæta, miðað við aðstæður. Það sé aftur á móti alltaf erfitt að sjá eitthvað sem teng- ist morðinu á syni hennar og því haft kvartanir Baldurs Freys verið erfiðar að takast á við. „Þessi grein var hálfgert áfall. Ég er búin að vera í sjálfsræktunarhópi þar sem ég hef verið að reyna að byggja mig upp og ég hélt að ég væri komin yfir þessa reiði. En þegar ég sá þessa grein var það mikið bakslag." Þorbjörg segir það ganga hægt að byggja sig upp á nýjan leik. ... að gjalda með eigin lífi Baldur Freyr hefur nú verið í fangelsi í tæp tvö ár og á í fyrsta lagi von á að fá reynslulausn á næsta ári. Hann segir fangelsisyfirvöld níðast á sér með því að leyfa sér hvorki að hitta kærustu sína né stunda nám. Þorbjörg segist hins vegar varla geta hugsað til þess þegar Baldur og félagi hans losna úr fangelsinu. „Ég vil helst ekki þurfa að hugsa út í það þeg- ar þeir sleppa og ég vona að ég eigi aldrei eftir að mæta þeim á götu,“ segir Þorbjörg og bendir Baldri á að lesa ákveðinn kafla f Nýja testament- inu, en hann skýldi sér jafnan á bak við Biblíuna þegar ljósmyndarar freistuðu þess að ná mynd- um af honum á leið úr réttarsalnum. „Þessi drengur var alltaf að fela sig á bak við Biblíuna þegar verið var að fara með hann í fang- elsið. Hann skýldi andlitinu þar á bak við en ég vil bara benda honum á að lesa Nýja testament- ið. Þar er að finna ágætis kafla um refsingu og dóma. Þar segir að ef maður verður öðrum að bana eigi hann að gjalda fyrir það með sínu eig- in lífi." Baldur Freyr sagði líka á sínum tíma að tölvu- leikir hefðu haft áhrif á ofbeidisverk hans og hann sendi meira að segja forseta íslands bréf þess efnis. Þorbjörg segist ekki vera sátt við þátt forsetans f því máli. Ætlar ekki að kjósa Ólaf aftur „Ég var virkilega ósátt við forsetann á sínum tíma þegar hann fjallaði um þetta í áramóta- ávarpi sínu. Þar talaði hann um gerendur ofbeld- isverka út frá tölvuleikjum og sjónvarpi en gleymdi aígerlega að fjalla um þolendur. Margir vinir ntínir og kunningjar voru virkilega hneyksl- aðir á þessum ummælum hans, enda hélt ég sjálf að Ólafur Ragnar væri skynsamur maður. Ég kaus hann á sínum tíma en það ætla ég ekki að gera aftur," segir Þorbjörg sem hefur einnig margt út á vinnubrögð dómsmálaráðuneytisins að setja. „Ég er líka ósátt við dómsmálaráðherra því vinkona mín stóð fyrir undirskriftasöfnun þar sem vakin var athygli á vægum dómum almennt. Hún hefur hins vegar ekkert heyrt frá ráðherra síðan. Mér líst heldur ekki á ef dómsmálaráðu- neytið ætlar að leyfa þessum pilti að fara að stunda háskólanám á meðan hann er inni. Þetta nám er greitt með skattpeningum og ég get bara ekki hugsað mér að borga háskólanám fyrir þennan pilt. Hann getur bara farið þegar hann er laus - hann fékk hvort eð er ekki svo langan dóm.“ agust@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.