Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 29 febrúar. Jordan næsta poppstjarna Nú hefur súpermódelið Jordan snúið við blaðinu eftir að hún og söngvarinn Peter Andre játuðu ást sína á hvoru öðru. Þau léku saman í raunveruleikaþættinum I’m A Celebrity og felldu hugi saman. Fóru þau á dögunum út að borða og segja vitni að þau hafí ekki getað látið hvort annað vera og verið kelandi út í eitt. Framkvæmdarstjóri veitinga- hússins sem þau snæddu á segir: „Þau sátu saman og snertu hvort annað í gríð og erg og litu út íyrir að vera mjög ástfangin.” Nú talar mód- elið um það að hún sé tilbúin að festa ráð sitt. Ekki er nóg með það heldur ætlar hún líka að hætta að nota módelnafnið sitt, Jordan, og kalla sig skírnarnafni sínu, Katie Price. Peter Andre hefur lýst því yfir að hann hafi algjörlega fallið fyrir Katie sjálfri en ekki kynbombu- ímyndinni Jordan og segist Katie nú vilja verða ráðsett móðir og eignast börn með manninum sem hún elsk- ar. Fyrir á hún einn tveggja ára son með Blackburn-fótboltahetjunni Dwight Yorke. En þó hún sé að draga sig í hlé frá fyrirsætubransanum og farin að nota sitt eigið nafn er ekki þar með sagt að hún sé hætt. Nú hefur hún haft samband við Simon Cowell Idol-frömuð með skilaboð þess efn- is að hana langi til þess að reyna fyr- ir sér í poppbransanum, en hana hefur alla tíð langað til þess að verða poppstjarna. Vinkona Katie Price sagði í viðtali við tímaritið The Sun: „Katie hefur talað við Simon um söngferil sinn og hann segist meira en tilbúinn til þess að hjálpa henni. Honum líkar mjög vel við hana og sér greinilegaj hæfileika í henni. Hann er núna við upptökur í LA á American Idol en þau hafa ákveðið að hittast þegar hann kemur til baka“. Svo nú verður spennandi að fylgjast með hinni stórbrjósta Katie Price og hvort hún á eftir að slá í gegn eða hversu lengi samband hennar við Peter Andre á eftir að endast... Katie Price eða Jordan Langartil þess að reyna fyrir sér i poppheiminum. Auk þess tangar hana til þess að eignast börn með nýja manninum i iifi sinu, PeterAndre. Stjörnuspá Heiga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, er 44 ára í dag. „Listasviðið á vel við konuna sem hér um ræðir og jákvæð líðan hennar stuðlar nánast ávallt að réttu and- rúmslofti hvar sem hún sti'gur niður fæti," segir í stjörnuspá hennar. Helga S. Konráðsdóttir VV Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) VY ----------------------------------- Skopskyn þitt er áberandi og jákvæður kostur í fari þínu. Þú ert fær um að tjá tilfinningaorku þína bæði jákvætt og neikvætt en sú orka er kjarninn í lífi þínu og því er mikilvægt að þú lærir að veita henni eingöngu jákvæða útrás, sér í lagi í vikunni fram undan. F\skm\t (19. febr.-20.mars) M Þér hættir jafnvel til að halda of lengi í barnslega heimssýn þína sem get- ur reyndar verið mjög heillandi en það getur hindrað þig í að ná að þroskast á réttan máta. T Hrúturinn (2lmars-19.apriV Tjáðu tilfinningar þínar og hættu að hverfa til fortíðar þegar erfið- leikar kunna að steðja að hjá þér.Treystu að sama skapi á gáfur þínar því þær birt- ast hér skarpar. Veldu af kostgæfni næstu misseri og vertu skynsöm/skynsamur. Þú ert fær um að hafa áhrif á náungann. b Nautið (20. aprii-20. maí) n Þú ert fær i hverju sem þú tekur þér fyrir hendur því þú býrð yfir einstakri aðlögunarhæfni sem kemur þér þangað sem þú ætlar þér hverju sinni. Þú ert án efa kappsfull(ur) og ættir þú aldrei að missa trúna á eigin getu. Tvíburarnir(2/. mai-21.júni) Þú ert fær um að nota kjark þinn og þor í nánast hverju sem á dynur miðað við stjörnu þína, sem skín skært um þessar mundir. Það er þýðingarmikið fyrir stjörnu þína að hún haldi sig á jörð- inni og vinni að þeim árangri sem hún sættir sig við. s-Q Kttbb'm (22.júni-22.júli) Ef krabbinn þráir eitthvað óhóf- lega verður hann mjög skjótt órólegur með sjálfinu og á það við hérna af ein- hverjum ástæðum. Ef þú finnur fyrir um- ræddri líðan ættir þú að huga að því smáa sem þú upplifir daglega með þeim sem þú berð góðar tilfinningar til. % Ljónið (23.júli- 22. igúít) Ljónið býr yfir mjög jákvæðum eiginleika sem felst í því að vera fær um að lýsa upp umhverfið með nærveru sinni einni saman ef það aðeins lætur áhyggjur lönd og leið. Mannfagnaður einkennir umhverfi þitt hérvikuna fram undan. Meyjangj. ágúst-22. sept.) Þú setur þér háleit markmið. Hér kemur einnig fram að þú virðist hafa lag á að fá hugmyndir frá náunganum og ekki síður úr umhverfinu en líf þitt mun taka óvæntum en ánægjulegum breytingum. Vogin (23.sept.-23.okt.) Þú virðist jafnvel vera ósátt(ur) í vinnunni/skólanum. Kraftur þinn mun aukast með hverjum degi hér eftir ef þú eflir innra jafnvægi þitt með útiveru sér í lagi. Þú ættir að hugsa um sjálfið og leggja áherslu á að ná eigin markmiðum. m, Sporðdrekinn (2iokt.-2t.n6vj Skilgreindu drauma þína, áætl- anir og tilgang þinn í lífinu áður en þú ákveður hvað skal verða ef þú stendur frammi fyrir breytingum á högum þínum eða jafnvel starfí. Fréttir eru væntanlegar á sama tíma og mikilfengleg tækifæri bíða þín. / Bogmaðurinn(2Zrw.-2i.ítej Ef þú hefur áttað þig á áhersl- um þínum og langar að vinna stöðugt að markmiðum þínum skaltu taka af skarið sem fyrst og huga að þér og þínum löng- unum eingöngu því þar búa töfrar þínir svo sannarlega. ■yr Steingeitin (22.des.-19.jan.) Steingeitin birtist hér sem þrjósk manneskja í febrúarlok sem gleymir af einhverjum ástæðum að virkja eigin hæfileika þegar mikið liggur við, hafðu það hugfast næstu vikur og reyndu að breyta því meðvitað. SPAMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.