Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 21 Arsenal er komið með sjö stiga forystu í ensku deildinni þegar tólf umferðir eru eftir af tímabilinu. Liðið er jafnframt taplaust. Man. Utd. fór illa að ráði sínu gegn Leeds á heimavelli og Eiður Smári var í sviðsljósinu gegn Arsenal. Bein leiö... gatan liggur greiö „Þetta lið geturgert ótrúlega hluti. Það hefur hæfileikana, löngunina og reynsluna til þess að fara alla leið og ég myndi ekki afskrífa strákana mína sírax." Claus Jensen Claus Jensen landaði þremur mikilvægum stigum íyrir Charl- ton með glæsilegu marki í uppbótartíma gegn Blackburn. Þá hafði hann aðeins verið inni á vellinum í 12 mínútur. Charl- ton hefur átt erfitt uppdráttar frá því að Scott Parker var seldur frá félaginu og því verða leikmenn á borð við Jensen að taka á sig aukna ábyrgð ef þeir vilja berjast áfram í efri hlut- anum. Þessi sigur ætti að gefa Jensen og félögum hans byr undir báða vængi. Enski boltinn um helgina var með fjörlegasta móti, mikið skorað í flestum leikjum og dramatíkin allsráðandi á mörgum stöðum. Arsenal er komið í vænlega stöðu í deildinni eftir leiki helgarinnar þar sem liðið vann Chelsea í annað sinn á einni viku og Skyttunum leiddust síðan ekki fréttirnar sem komu frá Old Trafford þar sem Man. Utd. gerði jafntefli við neðsta lið deildarinnar, Leeds. Sjö stiga forysta því staðreynd og má mikið vera ef Arsenal glutrar þeirri forystu niður því spilamennskan er á þann veg að liðið er líklegt til þess að fara taplaust í gegnum mótið. Eiður Smári kom mikið við sögu í leiknum gegn Arsenal þar sem hann skoraði eftir 28 sekúndur og var síðan rekinn af velli eftir klukkutíma leik. Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, játaði sig sigraðan í kapphlaupinu um enska meistaratitilinn eftir að hans menn höfðu tapað á heimavelli. Þeir eru núna 9 stigum á eftir Arsenal. „Níu stig eru einfaldlega of mikill munur til þess að vinna upp. Við viljum vera með í kapphlaupinu en þetta er búið hjá okkur. Kannski ekki fyrir Manchester United en við erum að byggja upp nýtt lið. Við munum þrátt fyrir það berjast allt til enda tímabilsins," sagði Ranieri, en Chelsea hefur ekki tekist að sigra Arsenal í 16 tilraunum. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var með báða fætur á jörðinni eftir leikinn og segist ekki tilbúinn til þess að opna kampavínið alveg strax. „Strákarnir eru komnir í stöðu sem þá dreymdi ekki um að þeir gætu komist í fjTÍr leikinn. Tímabilið er samt ekki búið. Þrjú stig geta horfið á skömmum tíma,“ sagði Wertger en hans menn klúðruðu stórri forystu í fyrra. Wenger vill ekki líkja þessu við tímabilið í fyrra þar sem þeir hefðu aldrei náð eins góðri stöðu. Smith skaðaði United Alan Smith skaðaði Man. Utd illa á laugardag. Hann skoraði jöfnunarmark leiksins og slátraði síðan Mikael Silvestre, sem fyrir vikið spilar vart næstu vikurnar. Við því má United illa. Þrátt fyrir áföllin var enginn uppgjafartónn í Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd., eftir leikinn. „Sjö stig eru mikið en ekki óvinnanlegt. Við verðum aftur á móti að gera mun betur en við gerðum í dag ef við ætlum að eiga möguleika á titlinum. Við erum með þessari frammistöðu búnir að koma okkur í vonda stöðu. Því er ekki hægt að neita. En þetta lið getur gert ótrúlega hluti. Það hefur hæfileikana, löngunina og reynsluna til þess að fara alla leið og ég myndi ekki afskrifa strákana mína strax.“ Shearer til bjargar Alan Shearer kom Newcastle til bjargar enn eina ferðina þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Middles- brough átta mínútum íyrir leikslok. „Það eru ekki margir leikmenn sem hefðu viljað taka þetta víti en við eigum Alan og hann er alltaf réttur maður á réttum tfma. Hann hefur kjarkinn og reynsluna til að taka svona víti og bregst okkur sjaldan," sagði Sir Bobby Robson um stjörnuna sína. Steve McClaren, stjóri Boro, var orðlaus í leikslok. „Ég trúi ekki að við höfum tapað þessum leik. Mér fannst við stýra honum frá upphafi og ekki lenda í neinum vandræðum." Klúður hjá Everton Leikmenn Southampton sýndu mikinn karakter í sínum fyrsta leik undir stjórn Steve Wigley, sem stýrir liðinu til bráðabirgða. Þeir unnu upp tveggja marka forskot Everton og það var Frakkinn Fabrice Fernandes sem skoraði jöfnunar- markið á lokamínútu leiksins. David Moyes, stjóri Everton, var að vonum ósáttur í leikslok enda hefðu hans menn átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. „Leikurinn hefði átt að vera búinn í hálfleik. Við klúðruðum þvílíkum færum. Við vissum aðþeir kæmu grimmir í síðari hálfleikinn og við fengum kjaftshögg í andlitið." Coleman reiður Úlfarnir hans Dave Jones hafa ekki sagt sitt síðasta í vetur en þeir unnu mikilvægan sigur á Fulham á Molineux. „Þetta er núna í okkar höndum. Við eigum möguleika á að forðast fallið, sem er magnað miðað við hvað við vorum slakir í upphafi tímabils," sagði Dave Jones, stjóri Úlfanna, eftir leikinn. Lftið hefur gengið hjá Fulharn síðan félagið seldi Louis Saha til Man. Utd. og Chris Coleman, stjóri félagsins, sá enn og aftur ástæðu til þess að ráðast á leikmenn sína eftir leikinn. „Úlfarnir voru miklu hungraðri en við í dag. Við vorum bara í einhverri slökun, sem gengur ekki upp. Við misstum Louis, sem er frábær leikmaður, en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því - hann Alveg einstök tilfinning Patrick Vieira fagnar hér jöfnunarmarkisínu gegn Chelsea. Vieira átti stórleik á miðjunni hjá Arsenal í leiknum. Reuters er farinn. Það er engin afsökun að hann sé farinn og það er sorglegt að horfa upp á hvernig við erum að tapa. Við leggjum okkur ekki einu sinni fram.“ Keegan þakkaði Fowler Kevin Keegan, stjóri Man. City, þakkaði Robbie Fowler fyrir að bjarga starfl sínu urn sinn er Fowler lagði grunninn að sigri City gegn Bolton. „Það verður f það minnsta ekki skrifað um að ég verði rekinn í mánudagsblöðunum. Það er mikill léttir," sagði Keegan en hans menn höfðu leikið 14 leiki í deildinni í röð án sigurs og þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 1. nóvember. Sam Allardyce, stjóri Bolton, var fúll út í sína menn. „Ég vona að þeir hafi verið með hugann við leikinn í Cardiff. Þrátt fyrir það mun ég ekki leyfa þeim að gleyma þessum leik í bráð." Charlton vann ævintýralegan sigur á Blackburn með marki í uppbótartíma eftir að markvörður Blackburn, Brad Friedél, hafði jafnað fyrir Blackburn á lokamínútu leiksins. „Ég veit að Souness líður mjög illa núna en svona er fótboltinn. Þetta var frábær leikur," sagði Alan Curbishley, stjóri Charlton, bros- mildur í leikslok. hemy@dv.is Bestu ummæli helgarinnar „Við stýrðum leiknum algjörlega. Það var eins og við hefðum gleymtþví hvernig ætti að spila leiðinlegan fótbolta,"sagði Dave Jones, knattspyrnu- stjóri Wolves, eftirað hans menn höfðu leikið á als oddi og í fyrsta skipti í vetur spilað sóknarbolta erþeir fengu Fulham í heimsókn. Eiður Smári Guðjohnsen Eiður Smári Guðjohnsen fór illa með tækifærið sem hann fékk gegn Arsenal á laugardag. Chelsea mátti engan veginn við því að tapa leiknum og Eiður gerði lítið til þess að hjálpa félögum sínum með því að láta reka sig af velli hálftíma fyrir leikslok á heimskulegan hátt. Bæði spjöldin sem hann fékk í leiknum áttu fullan rétt á sér og Eiður getur engum nema sjálfum sér um kennt hvernig fór. Fyrir vikið fellur hann enn neðar á vinsælda- listanum hjá Ranieri og mín- útunum sem hann fær á vell- inurn fer væntanlega fækkandi J í næstu leikjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.