Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 18
0 18 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004
Sport 0V
Guðmundurtil
^ Keflavíkur?
Sóknarmaðurinn Guð-
mundur Steinarsson er að
öllum líkindum á leið til
Keflavíkur og leikur með
nýliðunum í Landsbanka-
deildinni á komandi tíma-
bili. Rúnar Arnarson, for-
maður knattspyrnudeildar
Keflavíkur, staðfesti í sam-
tali við DV Sport í gær að
Keflvíkingar hefðu rætt
nokkrum sinnum við Guð-
mund og hann væri hæfi-
lega bjartsýnn á að sam-
komulag næðist. Guð-
mundur, sem er uppalinn í
Keflavík, lék með Frömur-
A um á síðasta tímabili en
skoraði ekki eitt einasta
mark með liðinu í ellefu
leikjum. Hann hefur spilað
93 leiki í efstu deild og
skorað 28 mörk í þeim.
Einar Logi til
Friesenheim
Stórskyttan Einar Logi
Friðjónsson úr KA hefur
gengið frá samningi við
þýska 2. deildar liðið Fries-
enheim en fyrir hjá félaginu
er félagi hans úr KA, Hall-
dór Sigfússon.
Einar Logi skrifaði undir
tveggja ára samning við
þýska liðið og mun samn-
ingurinn taka gildi 1. júlí
næstkomandi. Þjálfari
Friesenheim er Rússinn Al-
exander Rymanov. Einar
Logi sagði í samtali við vef-
svæði KA að hann væri
mjög ánægður með þennan
áfanga en ætlaði að vinna
titla með KA áður en hann
færi.
Stórsigur
Keflvíkinga
Keflavík vann stórsigur á
KFÍ, 124-89, íleikliðanna í
Intersportdeild karla í
körfuknattleik á laugar-
dagskvöld. Það var nokkurt
jafnræði með liðunum í
fyrri hálfleik en í þeim síð-
ari keyrðu Keflvíkingar ís-
firðingana í kaf. Derrick
Allen (sjá mynd) skoraði 27
stig fyrir Keflavík og Fannar
Ólafsson 22 og tók 10
fráköst en Troy Wiley var
stigahæstur hjá KFI með 30
stig og tók 17 fráköst.
Framherjinn Carlton Cole, sem var sakaður um að hafa nauðgað ungri stúlku
lætur ekki segjast og er nú viðriðinn annan kynlífsskandal.
>
Carlton Cole, framherji Charl-
ton, var viðriðinn kynlffshneykslið
sem skók England fyrir fimm
mánuðum og í framhaldi af því var
hann kærður fyrir nauðgun. Hann
virðist þó lftið hafa lært af fyrri
reynslu. Hann var ekki sakfelldur
fyrir nauðgunarákæruna og -ef
eitthvað er að marka frásögn átján
ára enskrar stúlku, Sharon Miller
að nafni, er hann enn við sama
heygarðshornið.
Miller þessi hitti Cole og Anthony
Gardner, varnarmann Tottenham,
úti á lffínu fyrir tíu dögum og
upplifði miður huggulega við-
kynningu af enskum atvinnuknatt-
spyrnumönnum. Miller sagðist ekki
hafa haft hugmynd um hverjir þeir
voru þegar hún hitti þá og eftir
smástund á skemmtistað hefði hún
þekkst boð um að fara heim til
Gardners í eftirpartí. Hún steig upp í
bílinn hjá Cole og þurfti að hlusta á
hann monta sig af því hvernig hann
hefði sloppið frá atvikinu fyrir fimm
mánuðum. Cole keyrði svo ekki til
Gardners heldur hélt heim til sfn
þar sem Miller upplifði martröð.
Cole og tveir félagar hans skipuðu
henni að klæða sig úr nærbuxunum
og eftir það fóru þeir allir upp á
hana, hvort sem henni líkaði betur
eða verr. Þótt ótrúlegt megi virðast
var martröð Miller þó rétt að byrja
því að hún ákvað að taka leigubíl
heim til Gardners til að hitta
vinkonu sína. Þegar þanga kom beið
Gardner ásamt fimm félögum
sínum og komu þeir allir fram vilja
sínum við Miller sem sagðist ekíd
hafa getað barist á móti.
„Þeir voru eins og villidýr og
komu fram við mig eins og hvert
annað kjötflikki, sagði Miller sem
sagðist þó geta kennt sjálfri sér um.
oskar@dv.is
Laerir ekki Cartton Cole, sem sést hér i leik með Charlton í vetur, virðist ekki hafa ieert affyrri reynslu efmarka má sögurnar sem berast frá
Englandi. • Reuters
Sænska meistaramótið í frjálsum
Vala náði ekki lágmarkinu
Vala Flosadóttir, stangar-
stökkskona úr Breiðabliki, bar
sigur úr býtum í stangarstökks-
keppninni á sænska meistara-
mótinu í frjálsum íþróttum í gær.
Vala stökk 4,18 metra en átti
þrjár tilraunir við 4,35 metra,
sem er lágmarkið fýrir
heimsmeistaramótið innanhúss í
Búdapest í byrjun mars. Henni
tókst ekki að komast yfir og
verður því að bíða enn um sinn,
en frestur til að ná lágmarkinu
rennur út 29. febrúar.
Sunna Gestsdóttir hafnaði í
þriðja sæti í 200 metra hlaupi á
tímanum 24,56 sekúndum, Björn
Margeirsson varð sjötti í 800
metra hlaupi á 1:53,27 mínútum,
sem er tæpri sekúndu frá íslandg-
metinu sem hann setti í
undanrásum á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu í handknattleik
Óiafur skoraði fimm mörk
Ólafur Stefánsson skoraði
fimm mörk fyrir Ciudad Real sem
vann þriggja marka sigur, 28-25, á
ungverska liðinu Fotex Veszprem í
Ungvetjalandi á laugardaginn í
seinni leik liðanna í átta liða
úrslitum meistaradeildar Evrópu.
Ciudad Real vann fyrri leikinn á
Spáni með níu mörkum, 33-24, og
komst því örugglega í undan-
úrslitin.
Þýskalandsmeistarar Lemgo
duttu óvænt út fyrir slóvenska
liðinu Celje eftir að hafa gert jafn-
tefli, 28-28, á heimavelli á laugar-
daginn. Celje vann fyrri leikinn f
Slóveníu með sjö marka mun,
32-25, og komst því auðveldlega
áfram. Leikir Magdeburg og Pick
Szeged annars vegar og Flensburg
og Zagreb hins vegar voru ekki
byrjaðir þegar DV fór í prentun.
Breytingar á starfsmannahaldi knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur
Jón Pétur rekinn
DV Sport hefur heimildir fyrir því
að ástæða uppsagnarinnar sé ósætti
á milli Jóns Péturs og nokkurra
stjórnarmanna í knattspyrnudeild-
inni og allt hafi farið í bál og brand á
aðalfundi deildarinnar 4. febrúar
síðastliðinn. Einn heimildarmaður
blaðsins orðaði það svo að Jón Pétur
hefði hætt sér inn á svæði sem var
ekki vel séð að hann væri á. Þessi
sami heimildarmaður sagði einnig
að ánægja hefði verið með störf Jóns
Péturs sem framkvæmdastjóra
innan félagsins og því væri þessi
ákvörðun óskiljanleg.
Jón Pétur hafði veg og vanda af
því að koma Iceland Express-
mótinu á koppinn en það mót, þar
sem sænska liðið Örgryte var meðal
þátttökuliða, heppnaðist mjög vel.
oskar@dv.is
Jón Pétur rekinn Jóni Pétri Róbertssyni, framkvæmdastjóri knattspyrnudeiidar Keflavikur,
var sagt upp störfum i síðustu viku. Ástæða uppsagnarinnar er óljós. DV-mynd Pjetur
Forráðamenn knattspyrnudeild-
ar Keflavíkur ákváðu seint í síðustu
viku að' reka framkvæmdastjóra
deildarinnar, Jón Pétur Róbertsson,
en hann þjálfaði einnig 2. flokk
félagsins.
Jón Pétur staðfesti í samtali við
DV Sport í gær að honum hefði verið
sagt upp störfum en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið þar sem
hann væri að ganga frá starfs-
lokasamningi við deildina sem hann
vonaðist til að kláraðist á næstu
dögum.
Rúnar Arnarson, formaður knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur, sagði að
að það væri rétt að Jón Pétur hefði
látið að störfum. „Annars vil ég ekki
láta hafa neitt eftir mér um þetta
mál. Það verður klárað í mesta bróð-
erni á næstu dögum," sagði Rúnar.