Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Vaidas Jucevicius virðist hafa dáið afar kvalarfullum dauðdaga þegar amfetamin- hylkin 57 í maga hans mynduðu stíflu og komust ekki áleiðis út úr líkamanum. Litháinn sem situr í varðhaldi var látinn dúsa fimm daga í klefa sínum á milli þess sem hann var yfirheyrður. Lögmaður Grétars Sigurðarsonar segir óvíst að hann tengist málinu. Allt bendir til þess að Litháinn Vaidas Jucevicius hafi dáið afar kvalarfullum dauðdaga. Gúmmíhylkin 57 sem hann hafði £ maga sér og fyllt voru samtals meira en 400 grömmum af am- fetamíni hafi ekki komist ekki út í meltingarveg- inn vegna stíflu við magaopið. Lögregla vinnur enn að því að koma saman kenningu um atburðarásina f aðdraganda lík- fundarins á Neskaupstað. Frá því fangarnir þri'r voru hnepptir í varðhald um síðustu helgi hafa þeir verið £ yfirheyrslum, þó ekki á hverjum degi. Lögreglan en að púsla „Lögreglan er að safna gögnum víða að og reynir að fá þá til að staðfesta upplýsingar sem þeir gætu notað til að koma saman trúverðugri atvikalýsingu. Það tekur langan tíma að púsla þessu saman,“ segir Ólafur Ragnarsson, lögmað- ur Grétars Sigurðarsonar. Eins og hinir tveir gæsluvarðhaldsfangarnir heldur Grétar fram sakleysi sínu í málinu. Grétar flaug til Egilsstaða sama dag og Jónas Ingi Ragn- arsson og Tomas Malakauskas lögðu upp frá Reykjavík á leigðum Pajerojeppa - samkvæmt kenningu lögreglunnar með Vaidas Jucevicius í bílnum. Þetta var föstudaginn 6. febrúar. Jónas og Tomas urðu veðurtépptir á Djúpa- vogi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag en 11 Grétar skilaði sér niður á Neskaupstað á föstu- deginum. Gistu hjá móður Grétars „Það er bara alls ekki alveg ljóst hvort rninn maður tengist þessu," segir Ólafur. Að sögn hans dvaldist Grétar hjá móður sinni á Neskaupstað í átta daga - fram til laugardagsins 14. febrúar er hann fór til Reykjavíkur. Lögreglan hefur hins vegar sagt Grétar hafa yfirgefið Norðfjörð fimmtudaginn 12. febrúar. Lögregla segir hina ákærðu hafa farið vítt og breitt urn höfuðborgarsvæðið dagana 3. til 5. febrúar. Aðfaranótt föstudagsins 6. febrúar hafi þeir undirbúið ferðalagið austur. Þeir Jónas og Tomas komu að sögn lögreglu til Norðfjarðar um miðjan sunnudaginn 8. febrú- ar. Þeir hafi hitt Grétar á heimili ltans og farið um þorpið fram á nótt. Síðan hafi þeir tveir gist hjá ,Fyrír liggur að gúmmíhylkin sem Vaidas hafði gleypt skiluðu sér ekki í melt- ingarveg hans. Þorgeir Jónsson Kafarinn Þor- geir Jónsson á Neskaupstað fann Vaidas Jucevicius látinn i sjónum við Netabryggjuna. Myndin sýnir Þorgeir ad störfum i hofninni. Tomas Jónas Ingi Malakauskas Ragnarsson Gretar Vaidas Sigurðarson Jucevicius Grétari og móður hans og ekið til Reykjavíkur þangað sem þeir hafi komið eftir klukkan ellefu á mánudagskvöldinu. Ekki virtur viðlits í fimm daga Björgvin Jónsson, lögmaður Tomasar, segir skjólstæðing sinn hafa verið yfirheyrðan á mið- vikudag. Þess utan hafi Tomas aðeins verið yfir- heyrður daginn sem hann var lrandtekinn, föstu- daginn 20. febrúar, eða fimm dögum fyrr. „Tom- as heldur enn fram sakleysi sínu,“ segir Björgvin. Lögregla telur sig hafa gögn sem sýni að mennirnir hafi sótt Vaidas í Leifsstöð þegar hann kom frá Kaupmannahöfn 2. febrúar og síðan far- ið með ltann til höfuðborgarsvæðisins þar sem þeir hafi haldið sig næstu dagana. Við krufningu kom í ljós að inni í Vaidasi voru 57 hylki sem samtals innihéldu rúmlega 400 grömm af hvítu efni sem talið var vera am- fetamín. Lögregla hefur sagt að hylkin hafi ekki verið rofin: Hylkin leiddu til heiftarlegra veikinda „Ekki liggur enn fyrir dánarorsök en líkindi eru talin á að gúmmfltylkin sem viðkomandi lief- ur gleypt hafi leitt til heiftarlegra veikinda og jafnvel dauða,“ sagði í gæsluvarðhaldsbeiðni sem sett var fram á laugardaginn um síðustu helgi. Svo virðist því sem gúmmíhylkin hafi myndað stíflu við magaop Vaidasar: „Fyrir liggur að gúmmthylkin sem Vaidas hafði gleypt skiluðu sér ekki í meltingarveg hans,“ segir ennfremur í gæsluvarðhaldsbeiðn- inni. Vaidas Jucevicius virðist því hafa dáið afar kvalafullum dauðdaga, lfldegast áður en lagt var upp í förina austur á land. Varðhaldið yfir föngunum þrernur rennur út 3. mars. gar@dv.is Litháísk stjórnvöld bera kostnað af flutningi á jarðneskum leifum Vaidasar heim Hækkunin 14-51% Þegar hins vegar litið er á tímabilið febrúar 2003 til febrúar 2004 breytist myndin. ITefur meðalverð á mörgum grænmetisteg- undunum hækkað tölu- vert eða frá 14- 51%. Meðal- verð á gulrót- um hefur lækk- að á tfmabilnu og eins hef- ur meðalverð á sveppum og íslenskum tómötum lækkað lítillega en meðal- verð á hvítkáli hefur staðið í stað. Meðalverð á ávöxt- um hefur einnig hækkað eða um 4-13% ef undan eru skilin rauð epli en meðalverð þeirra hefur lækkað um 4%. Vaidas heim á næstu dögum Kvalafullur dauoi Grænmetið hækkar Samkvæmt nýrri könn- un Samkeppnisstofnunar- hefur meðalverð á græn- meti hérlendis hækkað verulega frá því í febrúar á síðasta ári og þar til nú. Nemur þessi hækkun allt að 51%. I könnuninni kem- ur einnig fram að mjög rnikill munur er í sumum tilvikum á lægsta og hæsta verði. Þannig má nefna að lægsta verð á Gullaugakart- öflum er 69 kr kg en hæsta verð er 279 kr kg sem er fjórfaldur munur. Jóhann Páll Valdimarsson Mér liggur ekkert á,„segirJó- hann Páll Valdimarsson bóka- útgefandi sem gert hefur samning um að gefa út bók Flalldórs Guðmundssonar um nafna hans Laxness. Flann segist hafa rosalega gaman af tilverunni og sé ekkert að flýta sér.„Ég ernýlega kominn úr góðu fríi og er í banastuði,,, segirJóhann Páll sem alltaf fer í frí á hverju ári eftir jóla- bókaflóðið. Verið er að semja við litlráísk stjórnvöld um afhendingu á líki Vaidasar Jucevicius, sem fannst við Netagerðarbryggjuna í Neskaup- stað 11. febrúar s.l. „Embætið hér er í sambandi við sendiráð Litháens í Kaupmannalröfn vegna málsins," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra. Hann segir að £ gær og í fyrradag hafi verið unnið að þessu nráli. Litháisk stjórnvöld flytji lt'kið. Sendiráðið í Kaupmannahöfn muni skipuleggja þessa ferð og bera kostnað af henni. Móðir Vaidasar lýsti áhyggjum yfir þvf í samtali við dagblað i Vilnfus að hún hefði ekki efni á því að flytja soninn heim til greftrunar í heimabænum Telsai. Arnar veit ekki hvort stjórnvöld í Litháen muni gera kröfu um að móðir Vaidasar greiði reikninginn. Ekkiliggur fyrir hvenær lík Vaidasar verður flutt heim en ekkert í rann- sókn málsins hindrar að það verði á næstu dögum. Arnar segir litlar fréttir að gefa af rannsókn líkfund- armálsins en gæsluvarðhald þre- menninganna sem eru í haldi renn- ur út 3. mars. Ekki liggur enn fyrir úrvinnsla úr krufningarskýrslum og hefur því hvorki yerið ákvörðuð dauðastund með vissu né hvað það var sem leiddi til dauða. Ekkert þeirra 50-60 hylkja sem voru í iðr- um Vaidasar lak. Rfmar það við full- Lækkaði áður I febrúar í fyrra birti stofnunin niðurstöður sem sýndu að afnám tolla af ýmsum grænmetisteg- undum í febrúar 2002 hefði leitt til verulegrar verðlækkunar. Kannanir sem gerðar hafa ver- ið undanfarna mánuði sýna hins vegar að meðalverð á grænmeti og ávöxtum er í flestum tilvik- um hærra nú en það var fyrir ári og í sumum tilvik- um hafa hækkanir orðið verulegar. yrðingar lækna þess efnis að auð- velt só að greina það ef dánarorsök er verulegt rnagn fíkniefna sem berst í blóð um meltingarveg. Ekki liggur fyrir hvort rekja rnegi dauða Vaidasar til hylkjanna með 400 grömmum af ætluðu amfetamíni. Leiða má getur að því að hafi hylkin stíflast í meltingarveginum kunni þau að hafa leitt til langs og kvalar- fulls dauðastríðs. Vaidas Ekki liggur fyrir hvenær lik Vaidasar verður flutt heim en ekkert i rannsókn máls- ins hindrar að það verði á næstu dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.